Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 33

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 33
Þegar pabbi var farinn, var eins og Rósa einangraði sjálfa sig frá okkur hinum og húshaldinu yfirleitt. Ég minnist hennar sem einhverrar fjarrænnar veru, sem stóB stundum úti og hallaöi sér upp að tré, eða hún sat við glugg- ann og horfði niður dalinn. Það var einmitt þá, að ég fór að taka þetta afskiptaleysi hennar sem algert tilfinningaleysi gagn- vart öllu lifandi og stundum var ég bókstaflega hrædd við hana. Jafnvel á sumrin gátum við varla setiö í dagstofunni, nema að kveikja upp i arninum. Eitt kvöldið hafði Lucy, sem fljótt fann fyrir kuldanum, kastað trjá- biit á eldinn og dregið stólinn sinn nær. Það leið ekki á löngu þar til Rósa fór aö kvarta yfir hitanum, hun fór upp á loft og náði i eins- konar blævæng, til að skýla andliti sinu. Þetta var mjög fal- legur gripur úr filabeinslitu silki og I laginu eins og skjöldur. Silkið var allt saumað út i blóma- mynstri og handfangið var úr rósaviði. — Ó, hvað þetta er fallegt, kall- aði Lucy upp yfir sig, um leið og Rósa fleygði sér i legubekkinn og hélt blævængnum fyrir andlitinu. — Má ég skoða hann? Eg sat á lágum stól á milli þeirra. Þegar Lucy rétti fram höndina sá ég i sjónhending svip- inn á Rósu. Hún virti fyrir sér blævænginn, eiginlega með við- bjóði. Þetta var aðeins andartak, þvi að þegar Lucy ætlaði að beygja sig til að snerta gripinn, rann blæ- vængurinn á einhvern hátt úr höndum Rósu og inn i eldinn. An þess að hika rétti Lucy fram höndina, til að bjarga honum. Stóllinn rann til undir henni og hún hefði án efa dottið yfir eldinn, ef ég hefði ekki gripið i hana og dregið hana til baka. Þegar ég greip i kjólinn hennar, var sitt hárið á henni aðeins þumlung frá logunum. — 0, þetta var svo fallegur gripur, sagði Lucy lágt og virti fyrir sér handfangið, sem var það eina, sem ekki var brunnið til ösku. — Þetta var heimskulegt af þér, sagði ég, — þú hefðir getað brennt þig illa. Ósjálfrátt tók ég eftir að Rósa horfði áhugalaus á þetta, eins og það kæmi henni ekkert við, að blævængurinn hefði brunnið og jafn áhugalaus fyrir þvi, að Lucy hefði getað slasast illa. Hun sat hreyfingarlaus og horfði inn I eld- inn. Framhald i næsta blaði AAissið ekki fotanna Næsta vika: Dómur Skugga. 24. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.