Vikan

Eksemplar

Vikan - 12.06.1975, Side 33

Vikan - 12.06.1975, Side 33
Þegar pabbi var farinn, var eins og Rósa einangraði sjálfa sig frá okkur hinum og húshaldinu yfirleitt. Ég minnist hennar sem einhverrar fjarrænnar veru, sem stóö stundum úti og hallaði sér upp að tré, eða hún sat við glugg- ann og horfði niður dalinn. Þaö var einmitt þá, að ég fór að taka þetta afskiptaleysi hennar sem algert tilfinningaleysi gagn- vart öllu lifandi og stundum var ég bókstaflega hrædd við hana. Jafnvel á sumrin gátum við varla setið í dagstofunni, nema að kveikja upp i arninum. Eitt kvöldið hafði Lucy, sem fljótt fann fyrir kuldanum, kaStað trjá- bút á eldinn og dregið stólinn sinn nær. Þaö leið ekki á löngu þar til Rósa fór að kvarta yfir hitanum, hún fór upp á loft og náði I eins- konar blævæng, til að skýla andliti sinu. Þetta var mjög fal- legur gripur úr fllabeinslitu silki og I laginu eins og skjöldur. Silkið var allt saumað út í blóma- mynstri og handfangið var úr rósaviöi. — Ó, hvað þetta er fallegt, kall- aði Lucy upp yfir sig, um leið og Rósa fleygði sér i legubekkinn og hélt blævængnum fyrir andlitinu. — Má ég skoða hann? Ég sat á lágum stól á milli þeirra. Þegar Lucy rétti fram höndina sá ég I sjónhending svip- inn á Rósu. Hún virti fyrir sér blævænginn, eiginlega með við- bjóði. Þetta var aðeins andartak, þvi að þegar Lucy ætlaði að beygja sig til að snerta gripinn, rann blæ- vængurinn á einhvern hátt úr höndum Rósu og inn i eldinn. An þess að hika rétti Lucy fram höndina, til að bjarga honum. Stóllinn rann til undir henni og húnhefði án efa dottið yfir eldinn, ef ég hefði ekki gripið I hana og dregið hana til baka. Þegar ég greip I kjólinn hennar, var sltt hárið á henni aðeins þumlung frá logunum. — C, þetta var svo fallegur gripur, sagði Lucy lágt og virti fyrir sér handfangið, sem var það eina, sem ekki var brunnið til ösku. — Þetta var heimskulegt af þér, sagði ég, — þú hefðir getað brennt þig illa. Ósjálfrátt tók ég eftir að Rósa horfði áhugalaus á þetta, eins og það kæmi henni ekkert við, að blævængurinn hefði brunnið og jafn áhugalaus fyrir því, aö Lucy hefði getað slasast illa. Hún sat hreyfingarlaus og horfði inn I eld- inn. Framhald I næsta blaði AAissið ekki fótanna 0 Stáltáhetla 0 Svamptápúði ■ | a u p e n labeur O Svamppúði \-© Fóður O Yfirleður O Hælkappi O Sterkur blindsóli © llstoð Nýjar gerði allegro Jallatte öryggisskórnir Léttir og liprir. Leðrið sérstaklega vatnsvariö. Stálhetta yfir tá. Sólinn soöinn án sauma. Þolir hita og frost. Stamur á is og oliublautum gólfum llagstætt verö — Senrium um ailt land. soraniE Dynjandi sí! Skeifunni :5H ■ Reykjavik Simur 8-26-70 & 8-26-71 JALLATTE S.A. I frumskóginum er sagt, að reiöur Skuggi hrekji jafnvel tlgirsdýr á flótta. Fleygið frá ykkur byssunum. Hreyfi einhver sig, er-- hann dauöur! 24. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.