Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 25
A-DÚR prédikanir hans, staöhæfingar og viöhorf, og þar með var draumur- inn biiinn. Franz Liszt, pianóleikarinn og tónskáldi fræga, var George Sand meira að skapi, enda hafði hún augastað á honum i mörg ár, en ástkona Liszts, Marie d’Agoult var afbrýðisöm kona og gætti tón- skáldsins eins og sjáaldurs auga sins. En þótt George Sand næði ekki tangarhaldi á Liszt, tókst henni að veiða annað hæfileika- rikt og fallegt tónskáld i net sitt. /T..xð 1836, þegar hún var þrjátiu og tveggja ára, hitti hún Frédéric Chopin og gerði hvað hún gat til að lokka hann með sér til sveita- hússins sins i Nohant. En Chopin gast ekki að ákafa hennar i fyrstu. Hann var sjö árum yngri en hún og kunni mjög illa við á- kaflynt fólk, hávaða, óreglusemi og þvaður. Hann þráði stöðugt heimaland sitt Pólland og fágaða siðina; sem hann hafði vanist þar. Hugur hans var stöðugt fanginn af að veita viðkvæmu fólki, eins og hann sjálfur var, unun með pianóinu sinu. Þegar hann hitti Sand fýrst, þótti honum konan ekki geðþekk, og það var ekki fyrr en hún kom til Parisar i október 1837, að hann féllst á aðhitta hana aftur. Þá var hann hugdapur vegna ungrar pólskrar stúlku, sem hann hafði gert sér vonir um sem eiginkonu, en fjarlægðist hann stöðugt vegna þess að foreldrar hennar kunnu ekki að meta bliðlyndi og veik- geðja sál Chopins. George Sand var reiðubúin að hugga þennan unga grannvaxna, ljóshærða, dapurlynda og göfuglynda mann, sem höfðaði svo mjög til móður- tilfinninga hennar. Chopin varð brátt óhjákvæmi- lega á valdi stjórnandi og afger- andi persónuleika hennar. Hún fangaði hjarta hans, að þvi er sagt er, með þvi að horfa djúpt i augu hans, meðan hann sat og lék dapurlega tónlist á pianóið. Hein- rich Heine, sem þekkti þau bæði um þessar mundir, skrifaði, að ,,hún hafði fallegt jarpt hár, sem féll niður um axlir henni, fremur daufleg og syfjuleg, en bliðleg augu, svolitið erfitt að greina skýrt, þvi að George er langt frá þvi að vera málgefin og nær að heyra miklu fleira en hún segir”. Heine segir Chopin „hafa þjáðst af óeðlilegri viðkvæmni, og hann tók mestu smámuni nærri sér... maður skapaður fyrir náið sam- band, sem lifði mikið i eigin draumaheimi, sem hann átti til að gefa öörum hlutdeild i með snöggum og ástriöuþrungnum setningum”. Vegna feimni sinnar þurfti að fara hægar að Chopin en öðrum elskhugum George. Enhún hikaði til að byrja með af tveim megin- ástæðum. í fyrsta lagi vildi hún ekki eyðileggja hugsanlegt sam- band Chopins við pólsku unnust- una, og i öðru lagi hafði hún enga gilda ástæðu til að segja skilið við þáverandi elskhuga sinn, Malle- fille, nema þá, að hún hafði fleygt sér fyrir fætur tónskáldsins. Hún leitaði ráða hjá besta vini Chopins, og hann tjáði henni, að trúlofuninni hefði verið slitið löngu áður. Og henni tókst einnig að bæla niður séktarkennd sina fyrir að hafa svikið elskhuga, en það hafði hún aldrei gert áður. Aður hafði hún alltaf skilið við elskhuga sina á hreinskilinn og opinskáan hátt. Mallefille komst brátt að ásta- sambandi George og Chopins og lét afbrýðisemi sina bitna á þeim á margan og áhrifarikan hátt. Loks, i nóvember 1838, fiýðu hún og Chopin til Mallorca og tóku börnin hennar með sér. Þetta var á margan hátt skynsamleg ákvörðun. Börnin myndu bragg- ast vel i hlýrra loftslagi, George fá meira næði til skrifta og Chopin losna við spennuna og ásakanirn- ar, sem hann varð fyrir hjá fjöl- skyldu sinni vegna framferðis slns. Auk þess var hann ekki heilsusterkur — þjáðist af þrálát- um hósta — og hann hafði þvi gott af hlýrra loftslagi. Þvi miður varð dvölin i Palma allt önnur en þau höfðu gert sér vonir um. t fyrstu gekk allt vel. Hlý kvöldin á veröndinni, þar sem þau nutu söngs og gftarleiks, voru dásamleg,en þau urðu ekki mjög mörg. Þegar regntiminn kom, reyndist húsið, sem þau bjuggu i, vera mjög óþétt. Rakt loftið og reykurinn frá opnum eldstæðum, sem þau urðu að hita reykháfs- laust húsið upp með, hafði slæm áhrif á heilsu Chopins, og hóstinn ágeröist. Borgarbúar litu hann hornauga, og læknarnir töldu bann hafa smitandi tæringu og hann yrði þegar að verða á brott úr Palma. Fjölskyldan neyddist til að flytja i autt og afskekkt klaustur, þar sem kringumstæð- uraar voru jafnvel enn veri. Samt sem áður tókst Chopin að ná pianóinu úr greipum tolisins, og hann samdi töluvert af tónlist, og sumt af henni er talið vera meðal bestu verka hans. En heilsu hans hrakaði. George varð að taka til við húsverkin — þvotta, eldamennsku og ræsting- ar, en þessum verkum var hún ekki harla vön, auk þess varð hún að kenna börnunum, jafnframt þvi sem hún hélt áfram að skrifa. Þau voru mjög einangruð, þvi að flestir mallorcabúar forðuðust þau. Aður en leið á löngu var Chopin búinn að fá nóg af Mallorca, og George fannst hann uppstökkur og illa lyntur. t Paris gat hann verið bliður, töfrandi og stundum fjörugur, en lokaður inni á sjúkrastofu, þar sem hann hafði ekki samskipti við nema fáa eina, gat hann valdið henni örvænt- ingu. Það var eins og andi hans hefði verið lamaður. Loks kom að þvi, að þau urðu að fara frá Mallorca til meginlands- ins, en ferðin var svo erfið, að þegar ferðafólkið kom til Mar- seille, var Chopin orðinn alvar- lega veikur. Lengra ferðalag hefði getað orðið afdrifarikt, svo að George Sand tók þá ákvörðun, að þau skyldu dveljast i Marseille um skeið — að minnsta kosti þangað til heilsa Chopins væri farin að skána. Þau bjuggu á hóteli, og George Sand þurfti að sjá um öll útgjöld vegna dvalar- innar. Atorka he.inar var aðdáan- leg. Þótt hún þyrfti að ala önn fyrir tveimur börnum og hjúkra Chopin, tókst henni samt að skila af sér fimmtán til tuttugu siðum af handriti slnu á hverjum degi. Heilsa Chopins lagaðist smám saman, uns hann var aftur orðinn fær um að miðla „fjölskyldu sinni” af tónlistargáfum sfnum, auk músikunnendanna, sem söfn- uðust saman úti fyrir hótelinu. 1 mai árið eftir var Chopin orð- inn nógu hraustur til þess að ferð- ast áfram, og þau lögðu af stað til sveitahúss George i Nohant. Þótt Chopin hefði aldrei verið sérlega spenntur fyrir sveitalifi, voru þau hamingjusöm þarna, og i Nohant samdi Chopin nokkur allra fræg- ustu verk sin — aðra nocturnuna, þrjá masurka og sónötuna i B- dúr. Chopin þótti mjög gaman að spila fyrir George Sand, þvi að hún virtist skilja það, sem hann var að reyna að segja með pianó- inu, og hún hlustaði alltaf af at- hygli. 1 október þetta ár skrifaði hann: „Augu Aurore eru dauf — þauskinavið þaðeitt, aðégspila, og þá er heimurinn fullur af létt- leika og fegurð.” Þau Áuttu til Parisar af fjár- hagsástæðum, þvi að þótt George kysi miklu fremur að búa i sveit- inni, komst hún að raun um, að allur gestagangurinn i Nohant varð þess valdandi, að þar var miklu dýrara fyrir þau að búa en I París. I fyrstu bjuggu hún og bömin og Chopin ekki saman i Paris, en af fjárhagsástæðum fluttu þau saman i ibúð við Rue Pigalle og siöar i tvær ibúðir viö Place d’Orleans. Nú bjuggu þau I hverfi, þar sem hópur vina þeirra bjó einnig. Þau hittust á kvöldin til að njóta tónlistar, upplestrar og samræðna, og á sumrin fóru þau öll saman frá Paris til No- hant. Llfið var skemmtilegt og við- burðarikt, og George Sand lifði öruggara lifi en hún hafði gert ár- 24. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.