Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 22
HUn hafði upp á verslunareig- anda, Hamilton Grant, sem hafði selt fööur Dana bát sinn, eftir að hafa misst handlegginn. Hvort sem það var nú af ásettu ráði eða ekki, lét Grant henni I té talsvert af upplýsingum. Hann gaf i skyn, að hann hefði neyðst til að selja bátinn og honum hefði ekkert verið um að selja Victor Dana hann. „Það er sonurinn, sem ég hef á- huga á. Earl kemur að hitta mig eins oft og hann getur. Hann er mér eins og sonur". „Eru foreldrar hans dánir?" spurði Nora. „Mdöir hans. Ég veit ekkert um föður hans". „Hvenær var Earl hér siðast?" „I ágúst". „Lét hann tattóvera sig þá?" „Tattóverá?" „Góði herra Grant, þér hljótið að vita, að Dana er í vandræð- um". • „Hverslags vandræðum? Hann er góöur drengur. Hann er feim- inn og viðkvæmur.... heiðarlegur I eðli sinu. Hann er sonur Lois Dana. Victor var ruddamenni, sem nlddist á konunni sinni. Earl var eins hræddur við hann og Lois. Það var ein af ástæöunum fyrir því, að hún reyndi að komast burt". „Reyndi?" „Vic sagði henni oft að fara, af þvl að hann vissi sem var, að hún gat það ekki. Þegar hann svo komstað þvl, aðannar vildi hana, leyfði hann henni ekki að fara. Hann fór burt með hana að nóttu til". „Fórstu ekki eftir henni". „Auðvitað. En það var til einsk- is. Lois vildi ekki koma. HUn var of hrædd um mig. Okkur hafði þegar lent saman mér og Vic. Það var þá, sem ég missti handlegg- inn. Þegar Lois dó, kom Earl til mln". „Hvað var hann gamall þá?" „Sextán ára", svaraði hann strax. „Earl er grunaður um nauðgun og morð, herra Grant". „Ekki morð! Ég trúi því ekki. Þetta hlýtur aö vera misskilning- ur", kveinkaði hann sér. „Hvenær fékk Earl tattóver- inguna?" „1 júnl. Ég varð honum út um hana". „Hvers vegna vildi hann láta tattóvera sig?" „Mér skildist, að hann hefði.hitt sjómann á Café Anchor, sem var með fallega tattóveringu. Þeir fengusér ístaupinu.'og Earl veðj- aði við hann, að hann gæti fengið aðra betri". „Ég býst við, að einhver muni eftir þessu þar". „Gæti verið". Café Anchor var lokað að vetr- inum til. Grant hafði sjálfsagt vit- aö þaö. Þegar Nora og Bobby höfðu fengið sér að borða, ákváðu þau að fara aftur til New York. Klukkan var orðin tlu að kvöldi, þegar þau komu þangað. Nora hafði lagt heilann I bleyti. Ef Grant hafði verið að ljUga til um veðmálið, hlaut hann að gera sér grein fyrir þvi, að það dygði skammt. Hvað var þá unnið við að ljúga? Dana gæfist tími til að hverfa. Þegar Bobby ætlaði út úr bíln- um, lagði Nora höndina á öxlina á honum. „Förum og náum I Dana". En Dana var farinn. HUseig- andinn var enn nöldrandi. ,',Ég hef henst hér upp og niður stigann allan seinni partinn til að ná I hann I slmann, af þvl að það var landssiminn. Hann hypjaði sig burt með allt sitt". Að sjálfsögðu hafði Hamilton Grant verið að hringja. Og Nora vissi af hverju hann hafði verið svo ákafur. Honum var I mun, að henni gæfist ekki færi á að virða fyrir sér tattóveringuna. Hun hafði rekist á ástæðuna fyrir þvi i bók sinni um Réttarlæknisfræði i kaflanum um nauðganir. Astæðan fyrir þvl, að hún dró Hoff út úr dyrunum, var sú, að Dana hafði farið áður en Grant hrinedi. „Ég vil bara ganga úr skugga um, að það sé allt I lagi með stulk- una. Við erum ekki nema augna- blik að skjótast til hennar". Þau höfðu naumast numið stað- ar utan við heimili Jennu, þegar Nora var stokkin út. „Hún er ekki heima, ungfrú", sagði dyravörðurinn mjúkur á manninn. „Hún stakk af. „Veistu, hvert hún fór?" „Já, fjölskylda hennar á hUs I Connecticut". „Við getum ekki ætt inn á þau á brúökaupsnóttina". „Ég er hrædd um stúlkuna". Klukkan var þrjú að nóttu, þeg- ar þau komu til Dellwood. Bobby vildi, að þau færu beint á lög- reglustöðina þar, en Nora heimt- aði, að þau færu að hUsi Carpent- er fjölskyldunnar. „Við skulum svipast um". Nora skimaði I gegnum glerið á eldhúshurðinni. Bobby lýsti inn með vasaljósinu. „Faröu frá", skipaði hann. Meö annarri hendinni skýldi hann augunum, en braut glerið með hinni. Svo teygði hann sig inn, los- aöi lásinn og hratt huröinni upp. Jenna Carpenter lá berfætt á gólfinu. Hún var ekki máluð, nema hvað augnhárasverta hafði runnið niður vangana. Hún gréti vlst ekki framar. Ekkert benti til þess, að henni hefði verið nauðg- að. Slrenur vældu, ljósgeislar skáru myrkrið, lögreglubilar brunuðu upp hæðina. Hurðum var skellt, og menn stukku Ut Ur bll- unum. „Hoff leynilögreglumaður? Ég er lögreglustjóri hér, Al Gregory. Hvaða kona er þetta með yður?" „Mulcahaney rannsóknarlög- reglumaður". „Þétta kemur ekki heim og saman",tilkynnti Nora. „Höfuðið á henni hefur rekist á borðbrún- ina". „Haldið þið, að einhver hafi brotist inn?" „Það eru engin merki um slikt". „Þaö hlýtur þvi að vera Dana", urraði Hoff. „Ef til vill hefur hUn orðið hrædd. Kannski hefur hUn verið að reyna að komast frá hon- um...." „Það eru dyr Ur eldhUsinu Ut I bílskUrinn. Ef til vill hefur hUn verið að reyna að komast I bílinn sinn", stakk Gregory upp á. „Einmitt!" Hoff greip tilgát- una á lofti. „HUn hleypur og hann á eftir. I myrkrinu hnýtur hún og dettur og rekur höfuðið I borð- brUnina. Dana kemur sér burtu I fátinu". „Af hverju fór hann ekki I blln- um?" „Hann hefur kannski verið hræddur um, að við gætum haft upp á bilnum". Augu Noru glömpuöu. „Hvað er langt niður aö sjó?" Skömmu seinna voru þau kom- in niöur að höfn. Þar var ekkert að sjá nema dökkan hafflötinn. Framhald i næsta blaöi 22 VIKAN 24.1öu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.