Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 28
— Hvað heldurðu að Rósa frænka sé gömul? sagði ég hugs- andi. Einhverra hluta vegna fórum við inn i herbergi mömmu og þar gyllti kvöldsólin allt herbergið. — HUn var jafngömul mömmu, sagði ég hugsandi. — Það eru sjö ár slðan mamma dó og hUn var tuttugu og niu ára. — Þá er Rósa frænka þrjátiu og sex ára. Er það nokkuð mikið, þegar talað er um aldur konu? — Nei, það er ekki gömul kona. Við ' Ihuguðum þetta svolitla stund og sögðum ekki neitt. — Pabbi er nU ekkert gamall heldur, sagði Lucy og það var eins og hUn væri að reyna fyrir sér. — Hamingjan sanna, nei, hann er ekkert gamall, hann er aðeins fjö'rutiu og fimm ára. Eftir stundarkorn sagði ég: — Er ekki best að við förum niður. Pabbi hefur alltaf gaman af svo- litilli hljómlist, þegar hann kem- ur heim. Ég var varla búin aö segja þetta, þegar við heyrðum i pianó- inu og rödd Rósu frænku, sem söng, lágt og bliðlega. Rödd henn- ar var dálitið hás en mjög hljóm- þýð og hún var að syngja lagið sem Lucy haföi sérstakt dálæti á. ,,í rökkrinu ég reika niður að ánni...” Við forðuðumst að lita hvor á aöra og gengum niður, arm i arm. Siðustu tónar lagsins voru að deyj út, þegar við komum inn I stof- una. HUn sat við hljóðfæriö og pabbi stóð og hallaöi sér upp að þvi. Pabbi sagöi við hana: — Hvern- ig vissirðu að ég hefi dálæti á þessum söng? Komið til mln, telpur og segið mér hvernig stendur á þessu. Frænka ykkar þekkir venjur okkar, eins og hún hafi búið hér alla tið. Ég held... hann lækkaði róminn og sagði eitthvað um töfra við Rósu frænku, en það var greinilegt, að það var ætlað henni einni. framhaldssaga eftir önnu Gilbert Rósa Þetta var ekkert undarlegt, þvi að Lucy var slmasandi og það var vist fátt, sem Rósa frænka vissi ekki um okkar hagi og venjur! NU voru dagarnir breytilegri, við vorum orðin fjögur og það var eins og hver dagur væri hátiðis- dagur. Enþað var Rósa, sem stóð fyrir öllum þessum gleðskap, hún hallaði sér letilega upp aö sessum og koddum, hlátur hennar var lágvær og seiðandi og hún var orðin allt öðru visi I framkomu. Svipurinn var fjörlegur og grænu augun gneistuð af fjöri. ( Og þar sem mér fannst hun skemmtileg, þá hlýtur föður min- um aö hafa fundist hún ómót- stæöileg. Hann var nU uppfullur af allskonar hugmyndum um framttöina og við höfðum aldrei séð fööur okkar svona glaðan. — Ég þarf að tala við ykkur, sagöi faðir okkar einn morgun- inn, þegar við sátum að morgun- verði. — Þaðer reyndar um nokk- uð, sem ég veit að kemur ykkur á óvart. — Hvaö er það, pabbi? — Það er viðvlkjandi Rósu. Hann var eitthvað svo drengja- lega unglegur, næstum feimnis- legur. —Rósa hefur... ég er búinn aö biðja hana að giftast mér... reyndar erum við búin aö ákveða þetta elskurnar minar litlu. Hvorug okkar kom upp orði. Við vorum of reynslulausar til að segja eitthvað venjulegt, of undr- andi til að þjóta upp og óska hon- um til hamingju. Ég sat þögul og Lucy virtist alveg stjörf. — Eruð þið ekki ánægðar? Þessi skyndilegi ákafi hans varð okkur óbærilegur þessa stundina. — Jú, pabbi, að sjálfsögðu. — Mjög ánægöar. — Þiö farið þá til hennar Ellen, viltu ekki segja hve mikiö þetta gleður ykkur? Hún er hálf hugs- andi út af þvi, hvernig þið takiö þessu. — Jú,pabbi,viöskulum fara til hennar strax. Það var auðvitaö gott að vita til hvers hann ætlaðist af okkur, eig- inlega léttir aö geta farið frá hon- umþessa stundina. Ég drap á dyr hjá henni. Hún lá I rúminu, sem var fullt af koddum, með slegiö hárið. — Faöir ykkar er þá búinn að segja ykkur fréttirnar? — Við komum til að láta i ljós ánægju okkar, Rósa frænka. — En hve þið eruð elskulegar! Komið og kyssiö mig. Við flýttum okkur aö rúminu og stóðum sitt hvorum megin við það og kysstum hana, sfn á hvora kinn. — Þiö verðið eins og dætur mln- ar. Einhvern veginn komumst við út úr herberginu. — Þetta er svo undarlegt, sagði Lucy, — þegar svona dásamlegir hlutir bera að, að mann skuli ekki langa til aö syngja og dansa. Mér finnst þetta eitthvað svo fjarlægt, eins og þetta sé eitthvað sem hef- ur hent einhvern annan, eins og þetta komi okkur ekki við. Brúökaupið átti aö standa sið- ast I september. — Rósa vill að þetta fari hljóölega fram. Hún vill ekki neitt umstang. Aö sjálfsögðu þurfti hún að kaupa ýmislegt. Pabbi og hún fóru nokkrar ferðir til borgar- innar og komu alltaf til baka hlaöin pökkum. Einn morguninn kom sendill með pakka frá kjólastofunni. Ég hljóp upp i suðurherbergið með hann og þegar ég sá að herbergið var mannlaust, lagöi ég pakkann á rúmið og ætlaöi að fara strax út aftur. En Rósa haföi verið að brenna einhverju I arninum. Samanvafinn papplr hafði dottiö hálfbrunninn fram á ristina og þaö gaus upp reykur. Ég tók þetta upp með eldtönginni og ætlaöi að fleygja þvl aftur inn I arininn, en þá sá ég að þetta voru bréf og ég sá barnalega rithönd sjálfrar mln á einu bréfinu, bréfi, sem ég haföi skrifaö til Rósu frænku fyrir löngu slðan, þegar hún var á Appelby End. Þaö var svo táknrænt fyrir Rósu frænku, að hún skyldi ekki einu sinni geta brennt bréf, svo nokkur mynd væri á. Ég sá lfka aö þarna voru einhverjar tætlur af dagblaöi. Ég sá fyrirsögnina „Cross Gap gildran”. Ég slétti úr blaöinu og sá að þetta var stutt frásögn um llkfundinn I skurð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.