Vikan

Eksemplar

Vikan - 19.06.1975, Side 19

Vikan - 19.06.1975, Side 19
móBir, og nii átt þú að fórna öllu fyrir tsarnið þitt — þú skalt ekki dirfast að reyna að pota þér áfram I karlasamfélaginu, sem tekur engar barnakellingar með i reikninginn, eða eyða tima og orku i félagsmálastörf, þú getur i hæsta lagi leyft þér að vinna á skrifstofu eða i fiski hálfan dag- inn, þ.e.a.s. þegar barnið þitt er oröið nógu stórt, og það er alveg nóg fyrir þig að skreppa á kvenfélagsfund einu sinni i mánuði. Nú veit ég, að þessu myndu karlmenn — og fjölmargar konur einnig — mótmæla kröftul. Þvi er stöðugt haldið fram, að þjóð- félagið standi konum opið upp á gátt, konum sé boöið upp á fyllilega sömu möguleika og körl- um. Og þaðeraðmörgu leyti rétt. Ástandiðer allt annaö en fyrir að- eins fáeinum árum. Það er til dæmis ekkert vafamál, að mikið var reynt til þess að fá konur i framboö við siðustu sveitar- stjórnarkosningar. Forkólfar stjórnmálaflokkanna gengu á milli kvenna og þrábáðu þær um að bjóða sig fram, enda var þeim ljóst,að þeimværi það ávinningur aö hafa konur i öruggum sætum. En konurnar treystu sér ekki. Konum stóðu lika opin sæti á list- um flokkanna við alþingiskosn- ingamar. Þær fengust ekki til þess að bjóða sig fram þar. Og þaðhefur sannarlega veriö reynt að fá konur til þátttöku i forystu verkalýösfélaga og fleiri sam- taka. Þær treysta sér ekki, jafn- vel ekki þær, sem yfirunnið hafa vanmetakennd sina gagnvart karlmanninum og langar til þess að láta að sér kveöa. Hvar liggur þá hundurinn graf- inn? Hver leggur stein i götu kon- unnar? Steinninn i götu konunnar er inni á heimili hennar. Ég veit þetta er viðkvæmt mál, en þetta en nú min niðurstaöa eftir miklar vangav-eltur, og ég skal reyna að skýra það aðeins nánar. Heimilisstjórn, tiltekt, þvottar, matseld, innkaup, umönnun barn anna á nóttu sem degi, allt þetta kemur i hlut konunnar, hvort sem hún hefur nokkra hæfileika i þessa átt. Sem betur fer viröist ungt fólk nú á dögum vera að vakna til vitundar um það órétt- læti, sem i þessu felst, og æ fleiri ungir menn taka þátt i heimilis- störfum og barnauppeldi, án þess aö burðast með þá tilfinningu, að karlmennsku þeirra sé þar með misboðið. En enn er langt i land, aö þátttaka karlmanns i heimilis- störfum sé sjálfsagt mál. Það heitir enn, að hann sé ,,að hjálpa” konunni. Setjum nú svo, að það sé einlæg ósk karlmanna að fá hæfar konur til að standa við hlið sér utan heimilanna, nýta hæfileika þeirra og menntun á breiðari grundvelli. Hvað geta þeir gert i málinu? Eöa kemur þeim ekkert við, hvernig þaö má verða, að konur njóti sin til jafns við þá? Skyldu þeir vera fáanlegir til að taka að sér eitt- hvaðmeira af störfum kvenna á heimilunum en verið hefur? Hvað skyldu margir af þeim körlum, sem hæst og mest hafa talað um jafnrétti kynjanna, vera fúsir til að haga vinnutíma sinum svo, að þeir geti sinnt húsverkum og bamagæslu til jafns við eiginkon- ur sinar? Eru þeir reiðubúnir að vera heima og taka að sér störf konunnar, næst þegar hún þarf að fara á fund? Viö vitum öll — eða að minnsta kosti konurnar vita allar, hvernig heimilisstörf eru. Þau eru ekki unnin frá kl. 9—5 og siðan fri það, sem eftir er dagsins, Heimilis- störf dreifastyfirallan daginn, og fæstar húsmæöur geta tekið sér fri til þess að sinna eigin hugðar- efnum nema stund og stund, og fri á hún ekki, fyrr en bömin eru sofnuð sætt og rótt á kvöldin. Konur, sem vinna utan heimilis, vinna flestar tvöfalda vinnu, þvi heimilisstörfin verða eftir sem áður þeirra verk, og þær eru þar af leiðandi tregar til að taka að sér frekari störf. Þær treysta sér ekki f ábyrgðarstöðurnar vegna þess, og þær treysta sér ekki til þess að bæta á sig störfum aö fé- lagsmálum. Þær hafa ekki tima til þess að búa sig undir að tala á fundum og kynna sér málefnin, sem ræða á. Þær verða sífellt að gjalda þess, að þær eru konur — og mæður. Það er einmitt þetta, sem karl- menn hafa horft upp á sallaróleg- ir. Þeir hindra ekki endilega, að konur séu kjörnar, a.m.k. til þeirra starfa, sem útheimta tölu- veröa vinnu, en fela ekki i sér nein sérstök valdaáhrif, en þeir hindra það, að til þess geti yfir- leitt komið, að konur gefi kost á sér með þvi að neyta einlægt hefðbundinna forréttinda sinna innan heimilanna, ekki siður en utan þeirra. Þetta er vitanlega ekki eina skýringin á hlédrægni konunnar og tregðu til aö láta raunverulega aö sér kveöa, en hún vegur áreið- anlega þungt. Mörgum finnst ég eflaust lýsa fullmikilli sök á hendur karl- mönnunum. Eiga konurnar ekki sök á þessu sjálfar? Er það ekki þeirra að velta þessum steini úr götusinni? Jú, það eiga þær sann- arlega að gera. En málið er afar viökvæmt. Verkaskiptingin á heimilunum er rótgróin, og ótrú- lega margir taka það sem árás á heimili og heimilisstörf, þegar konur leyfa sér að halda þvi fram, aö þær langi til að helga starfs- krafta slna einhverju öðru. Og innst inni eru konur dauöhræddar við að breyta nokkru. Þeim hefur verið innprentað frá æsku, hvern- ig konan á að vera. Konan á — númer eitt — að vera góö. Helst á hún lika að vera ásjáleg, svolitið kynæsandi, geð- góð og iðin, fliflk i höndunum og mátulega greind, bara ekki klár- ari en eiginmaöurinn. Konan á aö vera karlmanninum til þjónustu, skemmtunar og yndisauka. En fyrstog fremst á hún aö vera góð. Hvaö er átt við með þvi, að kona sé góð? Jú, góð kona tekur þvi, sem aö höndum ber, með brosi á vör og kvartar ekki. Góð kona rifst ekki við atvinnu- rekanda sinn yfir þvi að hafa ekki sama kaup og karlmaðurinn hinum megin við boröið, sem vinnur sömu störf undir finna starfsheiti. Góð kona ætlast ekki til þess af eiginmanni sinum, að hann bæti á sig heimilisstörfum, þegar hann kemur þreyttur heim frá vinnu — enda þótt sjálfsagt þyki.aðhúngeri það. Góökonaer lika góö móðir, sem fórnar sér fyrir börnin sin, en hendir þeim ekki á barnaheimili eða fer frá þeim á kvöldin til þess aö stússa I félagsmálum. Góð kona stendur að baki karlmanninum og styður hann i sinu frampoti, og hún fær vitnisburðinn J,' eftirmælunum: Hún varbörnum sinum góð móðir ogbjó manni sínum fagurt og hlý- legt heimili. Þaö er erfitt að brjótast út úr þessu munstri, og konan er hrædd viö þaö. Hún er hrædd við að troða karlmanninum um tær, hún er hrædd við að raska þeirri konuimynd, sem samfélag mann- anna hefur svo lengi búiö við, hún er jafnvel hrædd um aö glata ást eiginmannsins, spilla þroska- möguleikum barna sinna og upp- skera fyrirlitningu kynsystra sinna. — Við berum öll ábyrgð á rikjandi ástandi, segir Helvi Sipila, konan, sem átti hugmynd- ina að kvennaárinu 1975. Og til- ganginum meö kvennaárinu er náð, ef nægilega margir vakna til vitundar um ábyrgð sina, svo að einhverjar breytingar megi af þvi leiða. Þá væri vel. Mikið og fallegt gjafaúrval. Höfum verið að taka upp mikið af nýj- um kristalsvörum. Einnig margar gerðir af fallegum styttum. Lítið inn. Skoðið okkar vandaða vöruúr- val. TEKI^ Laugavegi 15, sími 14320 25. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.