Vikan

Eksemplar

Vikan - 19.06.1975, Side 31

Vikan - 19.06.1975, Side 31
1. Ég hef vist svarað þessari spurningu i Vikunni áöur — á þá leiö, aö mig dreymdi um það aö verða flugmaöur, fljúga hátt um viða vegu — og sjá heiminn. 1. Hjúkrunarkona, helst á stóru skipi i millilandasiglingum. 2. Mér var alltaf heldur i nöp við stæröfræði, eölis- og efnafræöi en hlýtt til annarra námsgreina. Kannski voru saga og franska þær, sem mér þótti vænst um. Yfirleitt þótti mér afskaplega gaman þann tima, sem ég var unglingur i skóla. Námsleiöi kom ekkert til greina, enda var ég þannig sett, búandi úti i eyju, að ég gekk ekki i neinn skóla fyrr en i menntáskóla — og þá var nú aldeilis gaman að lifa.Ég held,aö flestum skólasystkinum minum i gamla M.A. hafi verið svipaö farið. Þá var fólk ekki keyrt áfram i gegnum mennta- skóla. Það þurfti töluvert á sig aö leggja til aö kljúfa stúdents- nám — ekki sist fyrir þá, sem langt áttu aö sækja til skólans. — Einmitt þess vegna var það svo skemmtilegt. 2. Landafræði i barnaskóla, en islenska og latina I mennta- skóla. 3. Þaö er ekki hægt að skipa ein- hverri einni starfsgrein I æðsta viröingarsess. öll þjóönýt störf eru viröingarverð. Enginn veröur maður að meiri af starfstitlinum einum saman, ef hann vinnur ekki sitt verk af kostgæfni og trúmennsku. 3. Hvert þaö starf, sem unniö er af dugnaöi og samviskusemi. 4. Eiginlega var mér ýtt út i pólitikina, án þess, að ég heföi stefnt i þá átt sérstaklega. Ég haföi starfaö áður sem blaöa- maöur og siöan viö kennslu og falliö hvorttveggja ágætlega. Þar fyrir hef ég alltaf haft áhuga á almennum þjóðmálum og fýlgst þolanlega meö þvi, sem þar er að gerast. En ég man, að ég hristi höfuðið og hló, þegar einn mætur maður, kennari minn i M.A., spáði þvi fyrir mér, mjög ákveðiö, aö ég færi fyrr eöa siöar á þing. Það má segja — aö enginn veit sina ævina, fyrr en öll er. 4. Af ánuga á mannlegu lifi. 5. Ég á nú harla skamma þing- setu að baki, en mér finnst — án þess ég hafi fyrir mér saman- burö — aö nýafstaöiö vetrarþing hafi á ýmsan hátt verið erfitt og óhjákvæmilega markast af hin- um alvarlegu efnahagserfiö- leikum, sem viö höfum viö að striöa. Þaö er erfitt aö benda á eitt mál öörum fremur. Það er hrópað á peninga úr öllum átt- um úr fjárvana sjóöum þjóöar- búsins. Þaö vantar sjúkrahús, skóla, hafnir og vegi, og það veröur erfitt aö horfa upp á niðurskurð fjárveitinga til þess- ara nauösynlegu framkvæmda. Og afar slæmt þótti mér aö sjá stöövaö á siðustu stundu laga- frumvarp, sem lá fyrir þessu þingi, um verulegt átak til að bæta úr vanda okkar i áfengis- málum, sem ég tel óhikaö hiö mesta þjóðfélagsvandamál á ts- landi i dag. Þvi veröur aö mæta af meira raunsæi en gert hefur verið hingað til, og til þess þarf bæöi meiri fjárframlög hins opinbera — en, umfram allt, al- menna hugarfarsbreytingu fólksins i landinu. 5. Að koma . gegnum Alþingi lagafrum varpi um, aö konur skuli h. » ia launum sinum 1 þriggja mánaöa fæöingarfrii svo aö þeim, sem úti vinna, sé örugglega kleift að vera heima hjá nýfæddum börnum sinum. 6. Þá sjafdan, aö fullkomin ein- ing og samstaöa næst á Alþingi — þá er gaman aö vera þing- maöur. Það skeði, þegar 60 hendur islenskra alþingis- manna voru á lofti á Lögbergi á heiörikum þjóöhátiöardegi s.l. sumar til að samþykkja, aö 1100 ára Islandsbyggöar skyldi minnst meö stórátaki til land- græöslu og landverndar. Hiö sama geröist mitt i allri orrahriöinni viö afgreiöslu fjár- laga um jólaleytiö i vetur, er samþykkt var einróma breyt- ingartillaga um 10 milljón kr. hækkun til sjúkrahúsbyggingar i Neskaupstaö. Þaö var eina breytingartilllagan frá einstök- um þingmönnum (Lúövik Jósefss. og Helga Seljan) af sæg af öörum framkomnum, sem samþykkt var. Hér var þó ekk- ert fagnaöartilefni annarsveg- ar: — snjóflóð og hörmulegir mannskaðar á Noröfiröi daginn áöur. En nú stóöu alþingismenn allir, þjóöin öll saman sem einn maöur i samhug og sorg. A þvi herrans ári, 1974 — einu hinu ó- rólegasta i islenskum stjórn- málum um langa tiö — þurfti þannig þjóöhátiö og þjóöarsorg til aö sameina hug og vilja is- lendinga á Alþingi, svo aö eftir væri tekið. 6. Hið sama 25.TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.