Vikan

Útgáva

Vikan - 29.01.1976, Síða 11

Vikan - 29.01.1976, Síða 11
I NÆSTU VIKU HVERER GEGGJAÐUR I næsta blaði mun birtast viðtal Vikunnar við Hjalta Rögnvaldsson leikara, en hann fer um þessar mundir með hið viðkvaema hlutverk Alans Strangs í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Equus eftir Peter Shaffer. Þetta hlutverk hefur stundum verið kallað tækifæri aldarinnar, og fyrir túlkun sína á því hlaut Hjalti mikið lof gagnrýnenda. Vikunni þótti því forvitni- legt að ganga á fund Hjalta, kynnast honum ofurlítið nánar og ræða við hann um Alan Strang og Equus, en í fáum orðum má segja, að leikritið fjalli um spurninguna: Hver er geggjaður? FRÁSÖGN AF BARNI Í LEIT AÐ SJÁLFU SÉR. I næsta blaði hefst ný framhaldssaga, sem er svo- lítið óvenjuleg. Hún fjallar um fimm ára dreng, sem Dibs heitir, en hann virðist eiga við mikil sálræn vandamál að stríða. Foreldrar hans hafa komið hon- um fyrir í einkaleikskóla í þeirri von, að eitthvað rætist úr fyrir honum, en framfarir hans eru ákaflega hægar. Hann segir aldrei nema örfá orð í einu, og orðaforði hans virðist vera mjög takmarkaður. Eigi að síður er engu líkara en hann sé læs, því að hann unir sér með bækur, og augu hans virðast fylgja línunum. Stundum fær Dibs óskapleg bræðiköst og lemur þá og ber hvað sem fyrir verður. Svona er semsé í stuttu máli komið fyrir Dibs, þegar honum er fengin aðstoð sálfræðings. Sagan er lögð I munn sálfræð- ingnum, sem segir allítarlega frá kynnum sínum af Dibs. Þessa athyglisverðu sögu eftir Virginia M. Axline ættu allir foreldrar og aðrir uppalendur að lesa, því að hún er skrifuð af glöggskyggni á sálarlif Dibs og um leið annarra barna. ÓTRULEGT minni Sagt er, að Harry Lorayne hafi fullkomnasta minni nokkurs lifandi manns. Ef skrifaðar eru niður 30 eða 40 stafa tölur og sýndar honum, þá man hann þær í réttri röð, eða jafnvel afturábak í öfugri röð, eftir nokkrar sekúndur. Stokki maður spilastokk og lesi hann upp fyrir hann, mun hann geta haft spilin eftir í réttri röð, eins og fyrir hann var lesið. Þetta eru aðeins dæmi um fágætt minni þessa merkilega manns, en í næsta blaði má lesa grein um Harry Lorayne, þar sem segir nánar af hæfileikum hans. AUGAÐ KEMUR UPP UM OKKUR I birtu dregst augasteinninn saman — í rökkri þenst hann út. Nú hafa vísindamenn komist að því, að fleira en breytt birta hefur sltk áhrif á augastein- inn, og sannað vísindalega, að ,,við rekum upp stór augu” í bókstaflegri merkingu — þ.e. augasteinn- inn stækkar — þegar citthvað vekur sérstaka athygli okkar. I næstu viku segir frá athyglisverðum tilraun- um til að mæla áhrif sýna á aiígasteininn. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldörsdóttir, Blaðamenn: Trausti ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: , Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533- Verð í lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 íársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 5. tbl. 38. árg. 29. jan. 1976 GREINAR:__________________ 2 Heima hjá Grace og Rainier. 6 Einn fyrir alla — allir fyrir einn. Sagt frá hátterni maura. 20 Islenski jólasveinninn. „Sendu mér milljón pund”. VIÐTÖL:____________________ 16 Upp í sex tíma samfleytt við rit- vélina. Viðtal við Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. 42 Þeir sáu flísina í auga náungans. Hebbi (Herbert Guðmundsson tónlistarmaður) leggur spilin á borðið fyrir Babbl. SÖGUR:__________________ 18 Veislan. Smásaga eftir Ansijack- son. 26 Barnsræninginn. Smásaga eftir Agöthu Christie. •36 Marianne. Tíundi hluti fram- haldssögu eftir Juliette Benzoni. FASTIR ÞÆTTIR: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 33 Tækni fyrir alla. 38 Stjörnuspá. 42 Babbl. Þáttur í umsjá Smára Valgeirssonar. 44 Lestrarhesturinn. Fiðrildið, 1. hluti. 46 Á fleygiferð. Árni Bjarnason prófar vélsleða. 48 Draumar. 50 Eldhús Vikunnar: Boðið til rækjuveislu. ÝMISLEGT: 14 Vikan í skóleit. 34 I leiðinni. 52 Hvað segja blómavasarnir um þig? 5. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.