Vikan

Issue

Vikan - 29.01.1976, Page 18

Vikan - 29.01.1976, Page 18
að síður að staðaldri. Ætli þetta fólk myndi ekki hætta að kaupa þau og lesa, ef það hefði ekki ánægju af lestrinum? Fátt á ég jafnbágt með að þola og svona hræsni og yfirdreps- skap, og ég verð að segja, að ég hef mjög litla samúð með fólki, sem ekki þorir að viður- kenna, hvert það í raun og veru er. Næst hillubókakaupendum mætti telja þá, sem kaupa og lesa — væntanlega — bækur, sem gagnrýnendur og menningarvitar segja þeim að lesa. Og þá er ótalinn sá hópur, sem kaupir bækur af því hann langar að lesa þær, og kaupir þær ekki annars, og ég er stolt af því að vera í hópi þeirra höfunda, sem þessi hópur kýs að lesa. Auk þessara hópa eru náttúrlega margir smærri, og ég býst við því þeir skarist víða. — Þú ert blaðamaður að aðalstarfi, Snjó- laug! — Já, ég hóf störf við blaðamennsku á Tímanum árið 1969 og hef verið þar mestan part síðan. Fyrst var ég í viðtölum, sem mér finnst hvað leiðinlegast í blaðamennsku, því að mér finnst fólk sjaldan geta komið til dyranna eins og það er klætt. Allt verður að vera svo slétt og fellt, hvergi má sjást á því blettur né hrukka. Úr viðtölunum lá leið mín í erlendar fréttir, sem mér fannst einstaklega skemmti- legt að fást við. Ég hefði gjarnan viljað sökkva mér dýpra niður í erlend málefni, því að í útlöndum er alltaf eitthvað að gerast, sem hlýtur að vekja áhuga manns. Þegar Heímilis- Tíminn hóf göngu sína, var mér falin umsjón hans, fékk við það nokkuð frjálsar hendur, og ég hef haft mikla ánægju af því starfi, enda lít ég á Heimilis-Tímann sem nokkurs konar afkvæmi mitt. — Að lokum Snjólaug: Líturðu á þig sem arftaka Guðrúnarfrá Lundi? — Ekki beinlínis sem arftaka, því að ég held enginn geti fetað í fótspor hennar. En ég á það sameiginlegt með Guðrúnu, að bækur mínar fjalla um venjulegt fólk í venjulegu umhverfi — venjulegt líf, þótt á öðrum tíma sé. Og ég tel mig geta miklast af því, að bækur mínar seljast, og þar af leiðandi skila ég töluverðum fjárhæðum í ýmis konar sjóði, sem koma rit- höfundum til góða, einnig þeim, sem eru svo menningarlegir, að bækur þeirra seljast illa. Úr því að ég minnist á sjóði og styrki, get ég ekki að mér gert að segja, að mér gremst það, að vera eini höfundurinn, sem átt hefur rétt á viðbótarritlaunum öll árin, sem þeim hefur verið úthlutað, en hef aldrei fengið neitt. Ég held þeir menn og konur, sem falið hefur verið að úthluta viðbótarritlaununum, hafi misskilið hlutverk sitt. Þetta fólk virðist álíta, að það sé að veita verðlaun, en tilgang- urinn með viðbótarritlaunum er allur annar. Hann er einfaldlega sá að greiða bókarhöf- undum laun fyrir vinnu, og ég tel mitt starf hafa verið vanmetið með því að sneiða hjá mér á þennan hátt. Ekki svo að skilja, að ég sjái eftir peningunum, því að ég held ég sé hreint ekki peningasjúk manneskja. Tról. ...samfélagið krefst mikils leikaraskapar af fólki... Eiginlega vildi Úlrika ekki fara í veisluna. Hún kunni hreint ekki við sig innan um glaðvært fólk. Það var svo miklu einfaldara að vera bara heima hjá mömmu, pabba og sjónvarpinu. En Soffía hafði verið ákveðin. Hún tók ekki neitun til greina. Nú hafði hún ákveðið, að Úlrika skyldi fara I veisluna og hitta fólk, og ekkert í öllum heiminum gat stöðvað hana. — Þú mátt ekki einangra þig, sagði hún. — Það er hættulegast af öllu. Kannski hafði hún á réttu að standa. Að minnsta kosti komu Úlriku engar fleiri undankomuleið- ir í hug. Og svo vissi hún líka, að Úrban yrði i veislunni... Úrban. Hann var nokkrum árum eldri en hún, í kringum þrítugt. Hárið á honum var farið að missa gljáann, og hann var kominn með svolitla ístru. Hann var ekki marg- máll og leit stundum út fyrir að vera dapur. En augu hans voru stór og brún og full góðvildar. Stundum fannst henni hún geta lesið ást og þrá úr þeim. En hún þorði aldrei að lesa vandlega. Hann hafði húmor. Nokkurs konar gálgahúmor. En augu hans voru djúp, og í þeim voru sorgir yfir óréttlæti heimsins. Úlrika horfði niður á hjólastólinn sinn meðan Soffía ók henni inn til gestanna. Heimurinn hafði svo sem verið nógu óréttlátur í hennar garð. Venjulegur dagur, venjulegt um- ferðarslys. Og svo þetta. Hér sat hún með ógangfæra fætur, og hér myndi hún sitja áfram. Og nú var henni ekið inn í hóp af fólki, sem allt horfði á hana. Sumt fólkið reyndi ekki að leyna forvitni sinni og opinskárri með- aumkun. Sumir reyndu að vera til- litssamir og fannst áreiðanlega óþægilegt að láta minna sig á, hve óútreiknanlegt lífið getur verið, og reyndu að láta eins og ekkert væri. Sumir voru allt að þvi hneykslaðir á svipinn, rétt eins og þeim þætti ekki við hæfi, að Úlrika kæmi inn- an um fólk. Soffía, sem ók henni inn á þægi- legan stað, var ein af þessu hjálp- sama og vingjarnlega fólki. Hún var sú, sem lét engan dag líða svo, að hún gerði ekki eitt góðverk og nú Ijómaði hún af því, að hún hafði verið svo góð að bjóða Úlriku til veislunnar. Úlrika skammaðist sín svolítið fyrir þessar hugsanir sínar. Hún var orðin svo bitur eftir slysið. Hún var bitur út í örlögin, sem höfðu leikið hana svo grátt, afbrýðisöm út í alla, sem ekki höfðu orðið fyrir einhverju ámóta. Soffía var góð, og Úlrika vissi, 18 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.