Vikan - 29.01.1976, Page 22
bara að treysta hamingjunni og senda bréfið til
islands, þar sem hún vonar, að það komist til
hans. Hún segist ekki bera fram ósk sína í
neinu fljótræði, heldur hafi hugsað mikið og
lengi um hana, og engin hætta sé á, að hún
breyti neinu þar um. Óskin sé lítil og fyrirferð-
arlítil — aðeins ein milljón sterlingspunda. Hún
hafi mikið hugsað um þetta, ætlaði sér fyrst að
biðja um bíl, síðan hús og þá banka, en
við nánari athugun séð, að það væri ekki svo
auðvelt að koma þessu niður um skorstein-
inn. Þess vegna hafi hún ákveðið þessa ósk,
mikið til hagræðis fyrir jólasveininn sjálfan.
Og svo biður hún hann um að stinga þessu
lítilræði undir koddann sinn, ef hún væri sof-
andi þegar hann kemur, og óskar honum
gieðilegra jóla.
Þetta síðasta bréf er af öðrum toga spunnið
en þau, sem litlu börnin senda í fullu trausti
til jólasveinsins íslenska. Þau hafa ekki
hugmynd um, að allir íslensku jólasveinarnir
hafa raðað sér á ströndina allt í kring um
landið, þar sem þeir keppast við að krækja
i alla þá fiska sem þeir ná í til að éta. Og eru
bæði frekir og sjálfselskir við þá iðju.
Nei, Kjartan Lárusson 'aðstoðarforstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins, sem mun nú vera lög-
giltur umboðsmaður fyrir íslenska jólasvein-
inn og fær allan hans póst, er eins og skapaður
í þetta verkefni, og algjör hugsjónamaður á
þessu sviði. Ekki veitir heldur af. Þeir eru
ekki margir nú til dags, sem þykjast hafa
ráð á því.
Líklega kemur um 95% bréfanna frá Bret-
landi. Og mjög sennilega fer ekki nema lítill
hluti hingað til íslands. Börn í Bretlandi trúa
nefnilega þeirri sögu, að jólasveinninn, sem
þau kalla yfirleitt FATHER CHRISTMAS,
leggi af stað á sleða með sex hreindýrum
fyrir á jóladag, stoppi við hvert hús og fari
niður um skorsteininn og komi inn í gegnum
arininn. Þar hafa börnin svo skrifað óskaseðil,
sem jólasveinninn les og skilur svo gjafirnar
þar eftir. Flest halda þau, að hann búi í Noregi,
en önnur, að hann sé á Norðurpólnum.
Þess vegna eru flest bréf sennilega send til
Noregs, en eitthvað lítilsháttar til íslands. Því
það eru fjölmargir bretar, sem lítið vita um
island. Alveg ótrúlega margir. Það, sem
þeir hafa kynnst því, er aðallega í gegnum
eldgos og þorskastríð. Þeir halda jafnvel, að
island sé á Norðurpólnum. Og að ísjakar
séu í hverjum firði, jafnvel á öðru hverju
götuhorni, þar sem þeir komast fyrir vegna
ísbjarna eða eskimóa. Það er þó nokkuð
algengt ennþá.
Kjartan segir (og skín út úr honum mann-
kærleikurinn — blandaður örlitlu raunsæi)
— Ég vona bara, að þetta aukist. Að fleiri
bresk og önnur börn trúi sögunni um jólasvein-
inn og haldi, að hann sé búsettur hérna á
íslandi. Það er ekki svo mikill mannkærleikur
á boðstólum í heiminum í dag, að hann þoli
ekki svolítið meir. Og svo gætum við jafnvel
líka tekið það með í reikninginn, hversu
góð og gagnleg auglýsing þetta væri. Good-
will. Jafnvel propaganda í stríðinu. Leyfum
öllum litlu blessuðu börnunum, sem eiga eftir
að vaxa upp í dugandi sjómenn, að vera í
þeirri trú, að á islandi búi sá ,,maður" sem
þau eiga aldrei eftir að gleyma, alla sína lífstíð.
Sennilega hefur það gengið kraftaverki
næst, þegar það tókst fyrir nokkrum árum að
fá samþykki ráðherra (munnlegt þó) til þess
fcea« Cv.ffsttTfií
að leggja skyldi í þann kostnað að svara öll-
um slíkum bréfum. En það hefir Ferðaskrif-
stofan gert æ síðan, þó meira af vilja en
getu. Fjárveiting til þessa hefur aldrei fengist.
Engin. Ferðaskrifstofan hefur verið að snapa
eftir gömlum, ódýrum jólakortum á hverju
ári. Og þá sitt á hverjum stað. Sín hver gerðin.
Þau, sem notuð voru í ár, eru svosum ósköp
þokkaleg, — en þau hafa þann leiða galla, að á
þeim stendur ,,PRINTED IN ITALY" og fyrir-
tækið, sem gefur þau út, heitir CECAMI, og
seríunúmerið á kortinu er 6084. Ég hefði nú
haldið — svona úr því að jólasveinninn er
orðinn íslenskur opinber starfsmaður, að hann
fengi allavéga sín nauðsynlegustu pappírsgögn
prentuð á islandi. En nú mega íslensk stjórn-
völd sko fara að vara sig, og það alvarlega,
ef þau vilja ekki fyrir fullt og allt missa þennan
dýrðlega og ómetanlega starfsmann í hendurn-
ar á öðrum. Ég get nefnilega bent þeim á í
það minnsta þrjú tilfelli hér heima, þar sem
einkaaðilar hafa fengið hann í þjónustu sína
fyrir lítið, og þjónustu, sem þeir auðvitað ætla
sér að hagnast á. Það eru ekki allir eins miklir
hugsjónamenn og Kjartan Lárusson. Fyrir
nokkrum árum auglýsti nafngreind íslensk
kona víða í Bandaríkjunum, þ.á.m. í sjónvarpi
þar, að sá hinn frægi kall ætti jú vitaskuld
heima hér á landi, og einfalt væri að hafa
samband við hann með því að skrifa honum.
Mér er ekki vel kunnugt, hvað hún tók sem
þóknun fyrir það, en ég held mér sé leyfilegt
að ætla, að eitthvað hafi það verið. En mér
er tjáð af ábyrgum aðila, sem er kunnugur
þessu máli, að þúsundir bréfa hafi verið
send til baka til Bandaríkjanna, vegna þess að
heimilisfangið hér var ekki eins og það átti
að vera. Þetta fór samt í mál, er í Hæstarétti
óafgreitt ennþá, þannig að hver veit nema
konan fái jólasveininn íslenska til eignar og
ábúðar. Annar aðili fékk líka hugmynd. Hann
lét litprenta mikið og Ijómandi fallegt jólakort
með myndum af jólasveininum og bréfi á
ensku til litlu skinnanna í Bretlandi. Þar
eyddu þeir stórfé í auglýsingar, en eitthvað
hefir farið úrskeiðis, því fá urðu svörin.
Kannski þeir hafi verið of dýrir á þjónustunni,
því mér er tjáð af einum eigendanna, sem
man það nú samt ekki vel, hver upphæöin
var, en minnir að hún hafi verið eitt sterlings-
pund. Fyrir þetta fengu litlu angarnir mjög
fallegt litprentað jólakort, sérstakan stimpil
og einhverja fjölbreytni af íslenskum frímerkj-
um utan á umslagið. Mynd af jólakortinu
fallega fylgir hér til gamans.
íslenskur Markaður, sem m.a. rekur verslun
í flughöfninni í Keflavík og selur alls konar
vörur, aðallega útlendingum, hefur auglýst
í nafni íslenska jólasveinsins víða um heim.
Þeim hefur sennilega orðið nokkuð ágengt við
að selja vörur, sem sendar eru með litprent-
uðu korti af jólasveininum, þar sem hann er
látinn senda, afhenda eða gefa vöruna. Ég hefi
ekki undir höndum, eins og stendur, sjálfa
auglýsinguna.
Þannig geta vakandi menn gert sér í hugar-
lund, hversu gífurlegur „karakter" þessi jóla-
sveinn er og hve mikið hann gæti gert fyrir
land og þjóð, ef rétt er á haldið. Féþúfa
gæti hann vafalaust orðið hverjum þeim, sem
héldi rétt á spilunum og hefði einhverju
úr að spila í byrjun .
En það er einmitt það, sem þarf að varast
og koma í veg fyrir. Og það er einvörðungu
á valdi stjórnvalda aö nýta þetta gullna tæki-
færi, ef strax er tekið til höndum.
Til að byrja með þarf að tryggja stjórnvöld-
um einkarétt á nafninu hér á landi. Síðan þarf
að verja einhverju fé til að undirbúa næstu
jól, svo þarf að velja íslenskan yfirjólasvein,
sem hefur skilning á verkefninu, tilgang þess
og framkvæmd. Tillaga mín: Kjartan Lárusson
núverandi umboðsmaður hins óstofnaða fyrir-
tækis. Einhverjum auglýsingum þyrfti að koma
á framfæri, aðallega í Bretlandi og víðar.
Slíkar auglýsingar yrðu ekki dýrar. Þeim væri
hægt að læða inn í kynningarrit o.s.frv., og
erlendir fjölmiðlar myndu grípa fegins hendi
fregnum um slíka stofnun, eins og heimsókn
breskra sjónvarpsmanna sýndi núna um jólin,
er þeir voru á höttunum eftir stríðsfregnum,
en fengu engar í bili. Þeir komu' þá í heim-
sókn til Ferðaskrifstofunnar, bara svona t
leiðinni,_,og sáu þá af tilviljun bréfabunkann
hjá Kjartani Lárussyni, — og þeir fengu algert
æði. Þeir hættu ekki fyrr en Kjartan var búinn
að klæða sig í jólasveinabúning og tóku
mynd af öllu því, sem þeir sáu. Bí Bí Sí sýndi
svo myndina á jóladag, er mér sagt, en því
miður er mér ekki nánar kunnugt um innihald
hennar, boðskap né móttökur, en telja má vtst,
að aðeins þessi stutta heimsókn auki strax
næstu jól töluvert á bréfafjöldann. Svo það má
fara að framkvæma fyrstu áætlun Kjartans:
Að fá íslenskan listamann til að teikna jóla-
kort og umslag, og veita einhverjum fjár-
munum í fyrirtækiö. KARLSSON
22 VIKAN 5. TBL.