Vikan

Útgáva

Vikan - 29.01.1976, Síða 27

Vikan - 29.01.1976, Síða 27
— Þess vegna hljótið þér að skilja, hvernig mér liður sem móður, sagði frú Waverly í sjötta eða sjöunda sinn. Hún horfði biðj- andi á Poirot. Vinur minn, sem fann alltaf til meðaumkunar með mæðrum, sem áttu i erfiðleikum, sagði róandi: Auðvitað frú min góð. Ég skil yður fullkomlega. Reiddu þig á Poirot. — Lögreglan, hóf herra Waverly máls, en kona hans tók óþolinmóð fram i fyrir honum: — Ég kæri mig ekki um að eiga meira saman við lögregluna að sælda. Við treystum þeim, en hvað hefur gerst! En ég hef heyrt svo margt um Monsieur Poirot og allt, sem hann hefur afrekað, svo að mér datt i hug, að hann gæti kannski hjálpað okkur. Til- finningar móður... Poroit vissi út i æsar, hvað kæmi næst. Tilfinningar frú Waverly voru engin uppgerð, en þær voru I mikilli andstöðu við skarpleitt, næstum grimmdarlegt andlit hennar. Þegar ég komst að þvi síðar, að hún var dóttir stál- iðjuhölds I Birmingham, sem hafði unnið sig upp úr þvi að vera sendisveinn, gerði ég mér ljóst, aö hún hlaut að hafa erft mikiö af eiginleikum föður sins. Herra Waverly var stórvaxinn og glæsilegur maður, en svolitið stirðbusalegur. Hann stóð fast i báöa fætur á gólfinu og minnti á gamlan jarðeiganda. — Ég geri ráð fyrir, að þér hafiö mikla reynslu af atburðum sem þessum, Monsieur Poirot? spurði hann óbeinlinis. Spurningin var lika óþörf. Og það var jafnóþarft að spyrja, hvort Poirot vissi um þá sorglegu atburði, sem nýlega höfðu dunið yfir Waverlyfjölskylduna. Blöðin höfðu undanfarna daga verið full af frásögnum af ráninu á Johnnie litla Waverly, þriggja ára syni Markúsar Waverly frá Waverly Court i Surrey, sem var af einni elstu ætt Englands. — Jæja, jú mér er kunn helstu málsatvik. En verið svo góöur að segja méralla söguna, monsieur, I smáatriðum, ef þér hafið ekkert á móti þvi. — Já, það byrjaði eiginlega fyrir tiu dögum, þegar ég fékk nafnlaust bréf — og það var auövitaö hvimleitt. Sendandinn kraföist af mér tuttugu og fimm þúsund punda! Tuttugu og fimm þúsund pund, Monsieru Poirot! Og hann hótaði að ræna Johnnie litla, ef ég léti ekki að kröfum hans. Vitaskuld fleygði ég bréfinu umhugsunarlaust i ruslakörfuna. Tók það sem lélegt grin . Fimm dögum slðar fékk ég annað bréf: Ef þér borgið ekki verður syni yðar rænt þann tuttugasta og ni- unda, stóö i þvi. Þetta var þann tuttugasta og sjöunda. Ada varð áhyggjufull af þessu, en ég fyrir mitt leyti gat ekki tekið þetta al- varlega. Þrátt fyrir allt búum viö I Englandi! Hér gengur enginn um, rænir börnum og krefst lausnargjalds. — Nei, það er ekki mjög al- gengt, sagði Poirot. — Gerið svo vel að halda áfram frásögninni. — Jæja Ada lét mig ekki i friði, svo ég sneri mér til Scotland Yard, enda þótt mér þætti ég haga mér eins og fifl með þvi. Það leit heldur díki út fyrir, að þeir tækju þessu alvarlega — þeim sýndisteins og mér, að þetta væri illa heppnuð fyndni. En þann tuttugasta og áttunda fékk ég þriðja bréfið: Þér hafið ekki borgað. Sonur yðar verður tekinn klukkan tólf á hádegi á morgun. Það mun kosta yður fimmtiu þús- und pund að fá hann aftur. Að loknum lestri þessa bréfs fór ég beint til Scotland Yard. t þetta skipti stóð þeim ekki alveg á sama. Þeir álitu, að brjálaður maður heföi skrifað bréfin, og sennilega yrði gerð tilraun til þess að ræna Johnnie. Þeir full- vissuðu mig um, að allar varúðarráðstafanir yrðu gerðar. McNeill lögregluforingi og nokkr- ir af mönnum hans komu með mér tíl að standa vörð. Mér létti viö þetta, enda fannst okkur nú sem við værum nokkurn veginn örugg. Ég gaf þá fyrir- skipun, að enginn ókunnugur mætti stiga fæti sinum inn á landareigninga, og enginn mætti fara út úr húsinu. Kvöldið leið, án þess nokkuö gerðist. En morgun- inn eftir var konan min lasin. Henni versnaði, þegar leið á morguninn, svo að ég lét senda eftir Dakers, heimilislækninum. Honum birtist brugðið við sjúk- dómseinkennin. Hann sagði ekki berum orðum, að henni hefði verið byrlaö eitur, en hann lét i það skina. Hann fullvissaði mig um, að engin hætta væri á ferðum, og sagði, aö hún yrði oröin góö eftir einn eða tvo daga. Þegar ég kom aftur inn i her- bergiö mitt, brá mér illilega. Ein- hver hafði nælt pappirssnepil við koddann minn. Á honum var sama rithönd og á bréfunum, en á þessum snepli stóð ekkert nema: Klukkan tólf. Eg tek það fram Monsieur Poirot, að ég var viti minu fjær af reiöi. Einhver i húsinu var upp- hafsmaður alls þessa. Á þvi lék enginn vafi — einhver af þjónustuliðinu! En enginn þeirra þóttist vita neitt. Það var fröken Collins, vinkona konunnar minn- ar, sem sagði mér hún hefði séð barnfóstru Johnnies læðast út úr húsinu sama morgun. Ég yfir- heyrði hana, og hún viðurkenndi, að hún hefði fengið eina þjónustu- stúlkuna til þess að annast um Johnnie. Sjálf kvaðst hún hafa farið út til þess að hitta kunningja sinn — karlmann! Hún neitaði að hafa farið með bréfið inn i her- bergi mitt, og það getur verið, að hún hafi sagt satt. Ég veit það ekki. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna af þvi, að barn- fóstran væri sjálf með i ráðum um barnsránið, og ég var sann- færður um, að einhver i húsinu var bendlaður við þetta ráða- brugg. Loks missti ég þolin- mæðina og rak allt heila klabbið á staðnum — barnfóstruna lika. Ég gaf þeim klukkustund til þess að ganga frá farangri sinum og koma sér af stað. Rauðbirkið andlit herra Waverlys var nú orðið purpura- rautt af taugaæsingi. . — Var þetta ekki svolitið brjá- læði, monsieur? spurði Poirot. — Meö þessu hefðirðu getað lagt trompin I hendurnar á óvin- inum. Herra Waverly horfði ákveðinn á leynilögreglumanninn fræga. — Það get ég ekki skilið, sagði hann. — Mér fannst besta ráðið vera að reka þau öll burtu. Ég hringdi til London og pantaði nýja þjóna, sem áttu að koma um kvöldið. Þangað til ætlaði ég að- eins að hafa i húsinu fólk, sem ég gat treyst fullkomlega: Fröken Collins, vinkonu og ritara kon- unnar minnar, og yfirþjóninn, Tredwell, sem hefur verið i þjónustu fjölskyldunnar siðan ég var drengur. — Og þessi fröken Collins? Hve lengi hefur hún verið i þjónustu yðar? — Bara i eitt ár, sagði frú Waverly. — Lun h einkar hjálpleg sem emkaritari, og hún hefur lika stabið sig vel við heimilishaldið. — Hvað um barnfóstruna? — Hún hafði verið i sex mánuði. Hún hafði mjög góð meðmæli. Samt kunni ég aldrei almennilega viö hana, þó að Johnnie væri hrif- inn af henni. — Einmitt. Að þvi er mér skilst var hún farin úr húsinu, þegar ósköpin dundu yfir. Kannski þér viljiö vera svo góður að halda SMASAGA EFTIR AGÖTHU CHRISTIE. áfram frásögn yðar, Monsieur Waverly? — Já, McNeill lögregluforingi var ánægður meö þær varúðar- ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið. Hann lét menn sina vera i garðinum kringum húsið, lét þá hafa gætur á öllum inngöngum og hann fullvissaði mig um, aö ef þetta væri ekki allt saman gabb, myndum viö án efa handsama þennan dularfulla bréfritara. Johnnie var hjá mér, og hann og ég og lögregluforinginn förum inn i herbergi, sem hefur verið kallað ráðsstofan frá fornu fari. Lögregluforinginn læstí dyrun- um. Það stendur gömul stand- klukka við einn vegginn og ég tek það fram aö ég var orðinn mjög óstyrkur, þegar visarnir tóku aö nálgast tólf. Það suðaði svolitið i klukkunni og hún byrjaöi að slá. Ég tók fast utan um Johnnie. Mér fannst næstum sem ræninginn gæti dottið ofan úr skýjunum. Nú klukkan sló siðasta slagið, og um leið heyrðum við einhverja háreisti fyrir utan. Lögreglufor- inginn opnaði gluggann, lögreglu- þjónn komm hlaupandi og sagði, að þeir hefðu fundið hann. Hann hefði verið að sniglast I runnun- um og sennilega ætlað að svæfa einhvern. Við flýttum okkur út á verönd- ina, þar sem tveir lögregluþjónar héldu skuggalegum náunga föstum. Hann var reiður og hann skalf. Einn lögreglumannanna sýndi okkur litinn pakka, sem þeir höfbu fundiö i vasa hans. t honum var svolitill bómullar- hnoðri og litil klóróformflaska. Þar var lika bréf, sem var stilað til min: Þér hefðuð átt að borga i tima. Nú mun það kosta yður fimmtiu þúsund pund að fá son yðar aftur. Þrátt fyrir allt um- stangið, sem þér hafið látið gera, var honum rænt klukkan tólf þann tuttugasta og niunda, eins og ég sagði yður. Ég gat ekki að mér gert að hlæja. Svo mjög hafði mér létt. En á sama andartaki heyrðum við bflhljóð og einhver kallaði. Grár sportbill ók með miklum hraða i átt að suðurhliðinu. Það var maburinn við stýrið, sem haföihrópað. En mér brá ekki við þaö, heldur af að sjá Johnnie litla sitja við hlið hans i framsætinu. Lögregluforinginn bölvaði. — Strákurinn var hérna fyrir tlu sekúndum, kallaði hann. — Viðvorum þarna öll þrjú — ég sjálfur, Tredwell og fröken Collins. — Hvenær sáuð þér hann siöast, herra Waverly? spurði lögregluforinginn. Ég reyndi að hugsa mig um. Þegar lögregluþjónninn kallaði til okkar,hafði ég hlaupið með lög- regluforingjanum út á veröndina, en skilið Johnnie eftir. Barnsrán eru oftast erfið viðfangs, og hætt er við, að lögreglan lendi á villigöt- um við að finna ræningjana, en lætur hinn frægi leynilögreglumaður Poirot gabba sig af sporinu.... 5. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.