Vikan - 29.01.1976, Qupperneq 43
FJÁRMÁLIN.
„Hvað klikkaði? Ég veit ekki,
hvort það var eitt fremur en
annað. Þegar ég byrjaði með
hljómsveitinni, var Ómar Vald.
ennþá framkvaemdastjóri og svo
ég segi eins og mér finnst, þá voru
hlutirnir ekki nógu vel á hreinu hjá
honum. Annars tók ekki betra við,
þegar hann hætti og Ómar Ósk-
arsson fór að sjá um fjármálin, þá
stefndi allt ennþá meira niður á
við. En þetta var ekki allt okkar
sök. Ég vil taka það fram, að eftir
að Pétur hætti með hljómsveit-
inni, tóku nokkrir aðilar sig til og
riftu ráðningum við hljómsveitina.
Ég get nefnt Tomma í Festi. Hann
klippti'á allar ráðningar Pelican og
lét Paradís Péturs Kristjánssonar
fá þær. Við nánari eftirgrennslan
upplýstist, að þar sem Pelican
væri að skipta um söngvara, væri
öruggt, að hljómsveitin mundi
dala í vinsældum, og því væru
þessar ráðstafanir gerðar. Fyrir
þessar sakir fóru flestar ráðningar
sumarsins, sem frá hafði verið
gengið, út um þúfur. Við urðum
því oft að taka djobb, sem voru
ekki alls kostar pottþétt, bara til
þess að hafa eitthvað að gera."
ÚTILOKUN.
,,Ég var mikið til útilokaður í
þeirra hópi, þegar ég byrjaði með
þeim. Þeir voru búnir að ávinna
sér vinsældir sem Pelican og vildu
meina, að þeim leyfðist það, sem
þeim sýndist. Þeir væru númer
eitt, og engin ástæða væri til að
hafa áhyggjur af aðdáendum,
þeir myndu hlusta á það, sem þeir
hefðu upp á að bjóða og búið mál.
Mínar hugmyndir fengu lítinn
hljómgrunn hjá þeim, Þeir voru
stórir uppá sig og höfðu þetta allt
á hreinu. Hugmyndir, sem ég
hafði sannprófað í Eik, sem ég
stjórnaði á allan hátt, og vissi, að
voru pottþéttar, fengu ekki hljóm-
grunn. Það er líka vert að hafa
hugtakið hér á eftir í huga, þegar
talað er um Pelican: Allt sem skýst
upp, kemur einhvern tíma aftur
niður. Það er tiltölulega auðvelt að
komast á toppinn, en það er öllu
erfiðara að hanga þar, þegar upp
er komið."
KOKHREYSTI.
,,Já, ég var kokhraustur út á
við, það er alveg rétt. Um það vil
ég aðeins segja þetta. Maður
rægir ekki fyrirtæki, sem maður
vinnur fyrir. Samt kunni ég að
mörgu leyti vel við mig hjá
Pelican. Þessir fjórmenningar eru
mjög góðir hljóðfæraleikarar sem
heild, þó svo Bjöggi og Geiri standi
með höfuðin uppúr. Ég er sann-
færður um það, að ef við hefðum
komist til Ameríku, hefði allt farið
á annan veg, það er klárt mál."
ÁKVÖRÐUNIN.
„Nei, ég get ekki sagt, að ég
sjái eftir því að hafa farið yfir í
Pelican. Við vorum komnir langt
upp með Eikina og áttum stutt
eftir á toppinn. Við vorum allir
mjög góðir vinir og tengdir sterk-
um böndum. Við áttum líka okkar
góðu stundir, þegar ég var í
Pelican og sérstaklega undir lokin.
Þá var allt að komast í gott horf."
SJÁLFHÆTT.
„Því þá að hætta? Já, það er
svo spurning út af fyrir sig.
Óánægjan fór vaxandi, og aðal-
lega held ég, að það hafi verið
vegna þess að ekki gekk allt í
haginn. Það kom upp rígur milli
mín og annars manns innan
hljómsveitarinnar. Mér var farið að
finnast, að jafnvel gæti komið til
tals að segja mér upp, svo ég vildi
bara verða fyrri til, þess vegna
hætti ég svona skyndilega. Ann-
ars held ég, að stærsta vandamál-
ið hafi verið peningaskortur. Þeir
voru blankir, og svo skulduðu þeir
heil ósköp fyrir plötuna „Lítil
fluga". Þetta held ég hafi verið
kveikjan að því, sem á eftir fór."
GÓÐIR VINIR.
„Mér er ekki illa við Pétur
Kristjánsson, þvert á móti. Ég tel
okkur góða vini. Ég met Pétur
mikils, og mér finnst hann hafa
staðið sig vel í baráttunni, og hann
hefur sýnt og sannað, hvað í
honum býr. Vissulega varð maður
fyrir áhrifum frá mönnum, sem
höfðu sagt skilið við hann, hjá því
varð ekki komist. Til gamans má
geta þess, að við í DÍNAMÍT erum
nú að æfa lag, sem þeir Pelicanar
vildu ekki æfa, þegar Pétur kom
með það til þeirra. Þetta lag ásamt
fleirum var á spólu, sem ég komst
í. Pétur hefur alltaf verið mjög
naskur á það, hvað fólkið vill
heyra."
VELGENGNI.
„í dag standa málin, eins og
mig hefur alltaf langað til að þau
stæðu. Ég er að fást við hluti, sem
ég hef átt hugmyndina að, og allt
gengur eins og best verður á
kosið. Þessir strákar, sem eru með
mér í DÍNAMiT, eru allir ungir og
efnilegir og eiga framtíðina fyrir
sér í bransanum. Málin standa því
mjög vel á allan hátt. Við æfum
mjög stíft þessa dagana, enda
verður þetta mikil og hörð sam-
keppni, þegar til kemur. Okkar
takmark í hljómsveitinni DÍNAMÍT
verður að koma til móts við kröfur
fólksins, jafnframt kröfum okkar
sjálfra."
D I N A M I T.
„Það var ég, sem kom með
nafnið, sem varð fyrir valinu.
Okkar meining bak við þetta nafn
er krafturinn, sem í því felst. Ekki
einhver sprenging, sem leysist
upp í ekki neitt, verður bara
reykur. Það er þetta dulda afl, sem
getur losnað úr læðingi og mun
gera það, áður en varir."
SAMKEPPNIN.
„Hvað samkeppnina snertir,
stöndum við nokkuð vel, að okkar
áliti. Við förum inn á talsvert nýja
og ónotaða línu tónlistarlega séð.
Þar á ég við blásarana, sem eru
tveir. Ég er því vongóður um
árangurinn, því fólk hefur alltaf
kunnað að meta nýjungar, þó svo
að það taki einhvern tíma að
venjast þeim. Sem sagt, sam-
keppnin leggst vel í mig strax í
byrjun."
1976 GOTT ÁR.
„Ég held, að árið 1976 verði
mjög skemmtilegt og líflegt í
bransanum. Það verður áreiðan-
lega mikið að gerast, og gróska
ársins 1975 mun halda áfram, á
því er enginn vafi."
FRAMTÍÐAR-
DRAUMURINN.
„Framtíðardraumurinn? Auð-
vitað að DÍNAMÍT fái góðar mót-
tökur hjá fólkinu og okkur takist
að skilja eitthvað varanlegt eftir
okkur. Svo hefur mig alltaf langað
í góða plötuupptöku, og einhvern
veginn hef ég það á tilfinningunni,
að sá draumur muni rætast á nýja
árinu. Mig dreymir líka um að geta
spilað meira fyrir íslenska áheyr-
endur, þar sem þeir koma, sitja,
hlusta og pæla í músíkinni. Það er
kominn þó nokkur vísir að svona
nokkru, því fólkið er farið að gera
meiri kröfur, og þar af leiðandi fer
samkeppnin harðnandi, og það er
góðs viti að mínu áliti."
s. valg.
Áminning
Aðeins að áminna ykkur. Þið
munið að skilafresturinn í vin-
sældakosningunni rennur út um
næstu mánaðamót þannig að
þið skuluð ekki draga það
lengur að senda inn útfylltan seðil.
Það sakar ekki að geta þess, að
tilvalið er fyrir ykkur að láta fljóta
með smábréfstúf, þar sem þið
getið komið á framfæri efnishug-
myndum fyrir þáttinn, fyrirspurn-
um, kvörtunum, skömmum, eða
bara hverjú sem er. Látið bréfin
tala. Utanáskriftin er:
VIKAN C/O BABBL
PÓSTHOLF 533
REYKJAVÍK.
5. TBL. VIKAN 43