Vikan


Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 20

Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 20
Helga Eldon er fædd í Reykjavík 1953, en ólst að mestu leyti upp í Kópavogi og gekk í skóla þar. Snemma byrjaði hún í ballett og var einn af stofnendum íslenska dansflokksins 1971. Um þær mundir var hún kosin fulltrúi ungu kynslóðarinnar og fór í fegurðarsamkeppni til Japan. Síðan tóku við alls kyns ferðalög, fyrirsætustörf o. fl. Helgu var boðið að taka þátt í Miss Universe fegurðarsamkeppninni 1975, sem haldin var í San Salvador, og fór hún þangað. Eftir keppnina var hún við fyrirsætustörf í Nigaragúa og Bandaríkjunum. Sumarið 1976 lék hún svo í kvikmynd í Hollywood og stundaði þá einnig nám í modern-ballett. Um síðustu áramót kom Helga heim til íslands og tók aftur til starfa með Íslenska dansflokknum í Þjóðleikhúsinu. — Hvernig stóð á því að þú fórst að læra ballett? — Í fyrstunni sendi mamma okkur systurnar í ballett hjá Eddu Scheving. Seinna sá ég svo kvikmyndina „Rauðu skórnir" sem var ballettmynd, og fé|$k svo mikinn áhuga, að ég sótti um inngöngu í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Þangað komst ég, og segja má, að ég hafi verið þarsíðan. — Svo varst þú valin í fegurðarsamkeppni. Hvervoru tildrög þess? — Þegar Henný Hermanns hafði verið kosin Miss Young International, fór hún að velja stúlkur í ýmsar keppnir hér. Einn daginn kom hún upp í leikhús og bað mig að hringja í sig seinna. Nú, ég hringdi, og þá bað hún mig að taka þátt í keppninni um fulltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég var auðvitað treg til, en ákvað svo að láta slag standa og taka þátt í keppninni. — Hvernig fannst þér að taka þátt í svona keppni í fyrsta skipti? — Ég var óskaplega taugaóstyrk og hrædd við álit fólks á þessu. í rauninni vissi ég ekki, hvað ég var að gera, og hafði aldrei hugsað um svona lagað áður. Seinna fann ég, að það er heilmikil ábyrgð, sem fylgir því að vera fulltrúi lands síns í svona keppni. — Já, þú fórst í keppnir erlendis. Hvernig var það? — Ég byrjaði á því að taka þátt í Miss International keppninni í Japan. Raunar var þetta meira en þátttakan ein, því að það er mikið gert fyrir stúlkur, sem taka þátt í slíkum keppnum. Ég vil því eindregið ráðleggja stúlkum, sem eiga kost á slíku, að taka því boði. Okkur var til dæmis boðið í alls kyns skemmtiferðir, og við kynntumst vel japönskum siðum og venjum. Ég varð í þriðja sæti í þessari keppni. 1975 bað Heiðar Jónsson mig að taka þátt í Miss Universe keppninni, sem þá var haldin í San Salvador. i þeirri keppni komst ég fyrst að öllu tilstandinu í sambandi við svona keppni. Ég lenti á herbergi með finnskri stúlku, sem vann þessa keppni, og við urðum mjög góðar vinkonur og erum enn. Vegna þess hve við vorum mikið saman, þótti sjálfsagt, að mér væri boðið með henni í alls konar veislur og skemmtanir, sem haldnar voru eftir keppnina. Þá kynntist ég stjórnanda keppninnar, en hann býr í New York, og ég hef ennþá samband við hann. — Eftir þetta tókstu til við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.