Vikan


Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 23

Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 23
kvikmyndaleik? — Já, ég hef nægan áhuga, en þetta er bara orðið svo rotið þarna í Hollywood. Mér fannst svona stelpa frá íslandi, eins og ég, eiga ósköp litla möguleika á að komast áfram. Mörg þúsund stúlkur safnast þarna saman, aðallega frá Bandaríkjunum, og bíða eftir því að vera uppgötvaðar. Ég held, að það hafi verið einskær heppni, að ég skyldi fá þetta tækifæri. i huga mínum núna er þetta einskonar kraftaverk, og stundum get ég varla trúað því, að ég hafi verið þarna. — Eftir þetta komstu heim. Hvað ætlastu fyrir í framtíðinni? — Eiginlega er ég algjörlega óráðin í því enn. Mig langar bæði til að fara út og vera hér heima. Likast til verð ég hér fram á sumar, en þá hef ég hug á að fara á sumarnámskeið í Alvin Aley, sem er modern-ballettskóli. Eftir það veit ég ekki, hvað ég geri. Kannski verður það dansflokkurinn. Kannski eitthvað annað. Ég bara veit það ekki. — Er erfitt að vera ballettdansari? — Já, þetta er mjög ströng og erfið vinna. Fólk áttar sig sennilega ekki á því almennt. Starfið krefst mikillar fórnfýsi, og maður getur ekki gert nærri því allt, sem mann langar til. Samt er þetta alveg æðislegt. Þegar maður er einu sinni byrjaður á þessu, þá er þetta einskonar eiturlyf. Maður fær útrás fyrir tilfinningar sínar. Ég gæti ekki án dansins verið. — Hafa íslendingar yfirleitt áhuga á ballett? — Yfirleitt hafa íslendingar litla trú á sinu eigin fólki í sambandi við listir. Ef erlent listafólk kemur hingað, þá hlaupa aftur á móti allir upp til handa og fóta, þótt þetta erlenda fólk sé í rauninni ekkert merkilegra. Annars held ég, að viðhorfin gagnvart íslenska dansflokknum séu að breytast. Fólk er að fá meiri trú á honum, því að hann hefur staðið sig mjög vel að undanförnu. Mitt álit er, eftir dvöl mína erlendis, að íslenski dansflokkurinn sé mjög góður. — Hvereru aðaláhugamál þín auk ballettsins? — i frístundum mínum nýt ég þess að fara í gönguferðir. Ég les líka mikið og hlusta á tónlist. — Ertu bjartsýn á framtíðina? — Já. Ég er mjög bjartsýn. Ég lít alltaf björtum augum á framtíðina. Eiginlega get ég ekki verið svartsýn, því að lífið hefur leikið svo við mig. Það er líka nauðsynlegt að vera bjartsýnn, annars væri enginn tilgangur með lífinu. A.Á.S. 13. TBL. VIKAN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.