Vikan


Vikan - 22.09.1977, Side 5

Vikan - 22.09.1977, Side 5
Hún skapaði nýja tísku hvertsinn er elskhugi sveik hana rf#SI!KBss Coco Chanel lést 10. janúar 1971 — á sunnudegi, þeim viku- degi, sem hún allt sitt líf hafði hatað. — Ég þori ekki að vinna á sunnudegi. Allir vilja eiga frí og líta með tortryggni þann, sem ekki heldur hvíldardaginn heilagan. En þetta er fáránlegt. Hvað er annað hægt að gera á sunnudögum en að vinna? Þetta sagði hún oft við vini sína. Hún elskaði starf sitt öllu öðru fremur. Þrátt fyrir geysileg auðæfi vann hún til hins síðasta. Síðasta sunnudag lífs síns dvaldi hún á hinu virðulega Ritz hóteli í París. Hún snæddi dýrðlegan málsverð, og Ritz sjálfur þjónaði henni til borðs. Síðan fór hún í ökuferð í stóra, hvíta Cadillacnum sínum. — Á morgun má ég þó vinna, sagði hún andvarpandi við vin sinn Claude Baillé, þegar hún snéri aftur til svítunnar, sem hún hafði búið í hin síðari ár. Þegar hún ætlaði að taka á sig náðir, kvartaði hún um lasleika og var skjálfhent af þreytu. Celina, hjúkrunarkonan hennar, gaf henni róandi sprautu og hjálpaði henni í rúmið. Hún yfirgaf síðan herbergið. wt j : T J Þegar hún kom aftur að tveimur tímum liðnum, lá Coco í sömu stellingum. Augun voru opin. Coco Chanel var látin, 87 ára að aldri. Coco mætti dauðanum ein, án þess að biðja nokkurn um hálp. Það var eðli hennar að vera sjálfri sér nóg. EKKI SÉRSTAKLEGA FÖGUR Coco Chanel var ekki fögur kona. Augun voru hvöss og munnsvipurinn hörkulegur. Föt Chanels eru öll merkt með nafni tískuhússins. Í næstum 60 ár hefur það nafn verið þekkt um allan heim. Þessi framgjarna kona var ekki sérstaklega fögur og ekki yfirmáta vinsæl heldur. Hún var hvasseyg og munnbragðið hörkulegt. — Ég hef alltof langan háls og lítinn barm, var hún vön að segja með kvörtunartón. — Ég kýs ríkt fólk fremur en fátækt, sagði hún. Ég þarf þá í það minnsta ekki að láta armæðu fátæklinganna á mig fá. Coco byrjaði sjálf sitt líf við fátækt og armæðu. Hún var alla tíð bitur þegar minnst var á barn- æsku hennar og hún talaði sjaldan um hana. — Ég fæddist í lestarklefa. Það var ekki margt um það að segja, hún var vön að hoppa yfir næstu tuttugu árin, þegar hún talaði um líf sitt. Hún vildi gleyma þessum árum. Móðir hennar hér Jeanne Devolle. Hún bjó í Suður- Frakklandi og langaði að verða klæðskeri. En veturinn 1881 skaut Albert Chanel upp kollinum. Hann var snotur, töfrandi piltur. Jeanne féll fyrir honum og varð barns- hafandi, en þá stakk hann af. Jeanne lét ekki bjóða sér slíkt. Hún hóf leit að barnsföður sínum og fann Hann að lokum í bæ einum í nágrenni við heimkynni hennar. Hau ferðuðust síðan saman í leit að atvinnu. 19. ágúst 1883 ól Jeanne annað barn sitt, Gabrielle. Ári síðar giftust Jeanne og Albert, og Gabrielle fékk það eftirnafn, sem átti eftir að verða heimsfrægt. Þegar Gabrielle var ellefu ára, dó Jeanne úr lungnabólgu. Albert stóð einn uppi með fimm ung börn og hafði enga fasta vinnu. Hann kom Gabriellu fyrir í klaustri í Moulin. — Eftir það sá ég föður minn aldrei. Hann var ungur og vildi byrja upp á nýtt. Ég skil hann. Sjálf hefði ég áreiðanlega breytt eins, var Coco vön að segja. Þetta voru bituryrði, og biturleikinn fylgdi henni alla tíð. Þegar Gabrielle var sautján ára, fékk hún vinnu sem aðstoðar- stúlka í verslun í Moulin. Þessi verslun sérhæfði sig í kvenveskj- um, og þangað leituðu gjarna ungir liðsforingjar til að kaupa veski handa elskunum sínum. HJALPLEGUR ELSKHUGI Kvöld eitt hitti Coco ungan liðsforingja, sem varð ástfanginn af henni. Maðurinn var Etienne Balsan, kominn af einni fínustu og ríkustu viðskiptaætt Frakklands. — Hann var sannarlega mikill glaumgosi, en hann hafði einn góðan kost. Hann sá, að ég var búin miklum hæfileikum, hefur verið haft eftir Coco. Elskhugi Coco lét sér ekki nægja hana eina. Hann hafði alltaf aðra konur. Þegar augljóst var, að hann hafði ekki áhuga á hjóna- bandi, sleit Coco sambandi þeirra. En nú hafði hún kynnst ríkum og finum manni og vildi kynnast fleirum af hans líkum. Hún flutti því til Vichy, en þar dvaldist heldra fólkið í Frakklandi gjarnan. Hún taldi sig eiga þar vísan sigur sem söngkona og vonaðist til að krækja í ríkan mann. En frægðin lét á sér standa. Hún var klöppuð niður og varð að hætta í miðri söngskránni og hljóp hágrátandi út af sviðinu. Þetta var í fyrsta og síðasta skipti, sem hún kom á svið. Nokkrum mánuðum síðar kom Etienne Balsan til Vichy. Hann hafði lokið herþjónustu, og á ferð sinni gegnum Vichy greip hann tækifærið og keypti sér geysilega höll í útjaðri bæjarins. Hann hitti Coco og tók hana þangað með sér til að hugga hana eftir ófarirnar á listabrautinni. Tíminn í höllinni færði Coco dýrmæta reynslu. Þarna hlaut hún sína fyrstu menntun. Hún kynntist fyrirfólki innan frönsku yfirstéttar- innar. Hún lærði rétta framkomu og hvernig þóknast ætti náung- anum. Hér stofnaði hún einnig til sambanda, sem komu henni í góðar þarfir í framtíðinni. 38. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.