Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 11
HEIMILISFANG...... Kæri Póstur! Ég þakka gott blað og skemmti- legt efni. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga og ég vildi óska þess, að ruslakarfan hafi ekki lyst á bréfinu. 1. Veistu heim- ilisfang einhvers blaðs í Rúmeníu, Brasilíu eða í Singapúr? Ef svo er, viltu þá vera svo væn(n) að segja mér frá því. 2. Hvaða merki á best við sporðdrekastelpu? 3. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul? Jóna Ég hef nú ekki nafn á neinu biaði í þessum löndum, en ef þú ert að sækjast eftir pennavinum, get- urðu skrifað tii pennavinaklúbbs- ins í Finniandi: /nternationa/ Youth Service, Turku, Finiand. Þeir útvega pennavini um allan heim, og ekki ólik/egt að þeir geti gefið þér a.m.k. nafn á einu blaði, sem þú gætir skrifað ti/, ef það er ekki pennavinur sem þú hefur í huga. Hrúturinn á eiginlega best við sporðdrekastelpu. Skriftin ber vott um fijótfærni og þú ert svona 15 ára. KONURNAR BÁÐU í HLJÓÐI.... Kæri Póstur! Ég þakka gott blað. Hvað ætti ég að vera þung, ef ég er 1.67 á hæð? Hvað þýðir þessi setning: ,,Konurnar báðu í hljóði og töldu perlurnar á bænafestinni sinni?" Hvað þýða nöfnin Úlfhildur og Hólmfríður? Veistu hvar ég get fengið að vita um ættina, sem ég er í? Og svona að lokum: Hvað lestu úr skriftinni og hvenær á árinu heldurðu að ég sé fædd? Bæ, bæ. Fríða. Þú ættir að vera svona 55 - 56 kg. miðað við hæð. Þessi setning sem þú ta/ar um vísar á þann katólska sið að biðja og telja perlurnar á bænafestinni samtímis. Bæna- festi, eða öðru nafni talnaband, er langt band, sem skiptist í þrjá hluta, og eru um fimmtiu perlur I hverjum hluta. Hver perla er tákn sérstakrar bænar. Einn hlutinn stendur fyrir Faðir-vorið, sá næsti fyrir Maríubæn, og sá þriðji er lofgjörð. Konurnar þy/ja hverja bæn, um leið og þær snerta perl- urnar. Öllum hinum spurningun- um þínum ætla ég að láta ósvarað, þar sem ég svaraði þeim í 34. tbl. þessa árs.... Þú verður að athuga að vinnslutími Vikunnar er aldrei minni en 3-4 vikur, og því verðurðu að bíða þolinmóð eftir að bréfin þín birtist í Póstinum! Pcnnavinir Bob AHen, 337 Gatewater, 303, Glen Burnie, Maryland, 21061 U. S.A 18 ára gamall Þjóðverji, sem er búsettur í Bandaríkjunum, og er mjög einmana. Hann óskar eftir bréfaskiptum við íslendinga á aldrinum 14-50 ára, sem hafa gaman af að skrifa og fá löng svarbréf, og óska eftir ævilangri vináttu. Bob vill skiptast á frímerkjum, minjagripum og póst- kortum við þá sem vilja. Áhuga- mál hans eru mörg, s.s. allar greinar íþrótta, útilegur, söngur, teikning, að hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp, ferðalög; keramik, garðyrkja o. fl. o. fl. o. fl. en þó aðallega póstkortasöfnun. Pennavinir! Ef þið hafið áhuga á að eignast pennavini úti í heimi, eru hér heimilisföng tveggja alþjóðlegra penna vinaklúbba: International Youth Service, Turku, Finland. og Worldwide Penfriends' Agency, Attn.: Miss Anna-Maria Braun, P. O. Box 527, D-8260 Muhldorf 2. Western Germany. F. Voigt, P. O. Box 10116, Milwaukee, Wis., 53210, U. S. A,Vill skrifast á við íslenska konu, sem ekki reykir, ekki er eldri en 35 ára. Voigt er 45 ára gamall, og hefur áhuga á að hitta og kvænast íslenskri konu! Hefur einnig áhuga á klassfskri tónlist. Þórunn Einarsdóttir, Hlíðargötu 1, Sandgerði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14-15 ára. Áhugamál eru dans, ferðalög, hestar og fleira. Anna Bhagwansingh, 8 Grenada Ave., Fed PK., P.O.S., Trinidad W.I., óskar eftir pennavinum á Íslandi. Anna er 14 ára og áhugamál hennar eru hesta- mennska, sund, dans, fótbolti, krikket, hundar, badminton, tennis, lestur, akstur, flug, ferða- lög, og gönguferðir. f@tring teiknipennar viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGERÐIN Ingóifsstræti 2 Sími 13271 — Hákon, þú verður að setja upp gleraugun, áður en þú vökvar blómin! >50 . VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.