Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 15

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 15
 Haukur Jón Gunnarsson heitir ungur leikhúsfræðingur, sem hefur stundað nám í Japan og Bretlandi. Hann kom heim til íslands að loknu námi og hefur sett upp nokkur verk með leikfélögum úti á landi. Um þessar mundir stjórnar Haukur sjónvarpsleikriti eftir Davíð Oddsson, sem enn hefur ekki hlotið endanlegt heiti, og er einnig að setja upp leikrit með Skagaleikflokknum. Vikan spjallar hér við Hauk um nám hans erlendis, Japan o. fl. það sé ekki á færi yngri leikara. Einnig sýna japönsk leikhús leikrit eftir öll helstu leikskáld Vesturlanda, en Japanir kynntust vestrænni leiklist um síðustu aldamót, og framúrstefnuleik- hópar eru líka margir. Japanir framleiða mikið af kvikmyndum, en blómaskeið japanskra kvikmynda, sem náði hæst um 1950 með leikstjórum eins og Kurosawa, Ichikawa og Shindo, er nú liðið undir lok. Nú eru aðallega framleiddar ódýrar glæpa- myndir og hálfkáks-klámmyndir. Megnið af kvikmyndaframleiðslunni er i höndum tveggja risafyrirtækja, sem einnig eiga mörg leikhús, og 'þar er gróðasjónarmiðið látið ráða, en minna hugsað um gæðin. Eina ríkisrekna leikhúsið er Þjóðleikhúsið. — Hvernig gekk þér að venjast háttum japanskrar fjölskyldu? — Hvernig i ósköpunum datt þér i hug að fara til Japans í nám, Haukur? — Það var búið að sitja i mér síðan ég var krakki. Hingað kom japanskur dansflokkur, sem sýndi i Þjóðleikhúsinu 1955, þegar ég var fimm ára, og sá ég þá sýningu ásamt foreldrum mínum. Þetta var með því fyrsta, sem ég sá í leikhúsi, og sýningin hafði mjög djúp áhrif á mig. Ég ákvað þá, að einhvern tímann skyldi ég fara til Japans, og tók að kynna mér allt, sem varðaði það land. Ég fékk líka snemma áhuga á leiklist, og eftir stúdentspróf 1969 tók ég þá ákvörðun að fara til Japans og kynna mér þar leiklist. — Var ekki erfitt að stunda nám í svo fjarlægu landi? Þetta hlýtur að hafa verið mjög kostnaðarsamt? — Jú, það var það reyndar. Ég var samfleytt þrjú ár í Japan og á þeim tima kom ég aðeins einu sinni heim. Ég bjó þarna hjá japanskri fjölskyldu í Tokyo í fyrstu. Á heimilinu kunni enginn ensku nema sonurinn, sem sjaldan var heima, svo ég varð að gera mig skiljanlegan á japönsku, sem hjálpaði mér mikið til þess að ná fljótt tökum á málinu. Fyrstu sex mánuðina var ég i málaskóla, en siðan settist ég i japönsku- deild fyrir útlendinga í Wasedaháskólanum. Frá upphafi hafði ég jafnframt verið að kynna mér leiklist með þvi að stunda leikhúsin, sem eru fjöldamörg í Tokyo, og lesa þær bækur, sem til eru á ensku um japanska leiklist. Fljótlega byrjaði ég lika i leiklistardeild háskólans, jafnframt þvi sem ég lagði stund á málið. öll kennsla fór fram á japönsku, og þar sem ég hafði ekki þá grundvallarþekkingu á japanskri sögu og menningu, sem japanskir stúdentar hafa, átti ég oft í erfiðleikum að fylgjast með í fyrstu. Allt borðað með prjónum — Er ekki japönsk leiklist mjög frábrugðin vestrænni leiklist? — Jú. Japanir eiga mjög forna leiklistarhefð. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Haukur ræða málin. Einna elst er No-leiklistin, sem rekja má til miðalda. Þessi leiklist var upphaflega aðeins til skemmtunar aðalsmönnum og fjölskyldum þeirra, og létu margir reisa sérstök leiksvið i höllum sínum. Viðfangsefni No-leiklistarinnar eru yfirleitt tekin úr goðsögnum og fornum hetjusögum. Allir leikararnir bera grimur, og leikstill er mjög hægur og stílfærður. Svo eru aðrar tegundir leiklistar, svo sem Kabuki-leik- listin, sem byrjaði sem alþýðuleiklist, og hefur lítið breyst síðastliðin hundrað ár, en hún þróaðist frá því um 1600. í Kabuki eru öll hlutverkin leikin af karlmönnum. Leikararnir eru þjálfaðir frá barnsaldri, en fá aðeins smærri hlutverk til þess að byrja með, og eru yfirleitt ekki taldir hafa náð nægilegri tækni til þess að túlka meiriháttar hlutverk fyrr en þeir eru komnir yfir fertugt. Þannig má t.d. oft sjá karlmann á fimmtugsaldri túlka hlutverk ungrar stúlku, ef hlutverkið er talið það viðamikið, að — Það var auðvitað margt nýtt sem ég þuifti að læra. Fólkið fer til dæmis aldrei inn í hús á skónum og ég þurfti að læra að borða með prjónum. Það var alveg sama hvaða matur var, það var allt borðað með prjónum. En þetta gekk samt ágætlega. Ég umgekkst bara Japani og eignaðist marga góða vini, bæði í háskólanum og í leiklistinni, en ég starfaði með einum framúrstefnuleikhóp þarna. Japanir eru ákaflega forvitnir um útlendinga. Það kom oft fyrir að bláókunnugt fólk tók mig tali úti á götu og spurði mig hvaðan ég kæmi, hvað mér finndist um Japan, hvernig lifið væri á íslandi o.s.frv. Manni leiðist ekki í Tokyo. — Lifa Japanir yfirleitt góðu lífi? — Maður verður yfirleitt ekki mikið var við fátækt þarna. Þó eru fátækrahverfi í flestum stærri borgum, en fáir útlendingar fá tækifæri til fara til Japans . ■ Rætt við Hauk Jón Gunnarsson, leikhúsfræðing. 38. TBL.VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.