Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 22

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 22
0 VAMPYRFILM AS OC NORSK FILM A S viser Tf ' - 'M 'fW** RECI: jESPl'N THORSlrENSON fjölskyldumynd i Stjörnubíói verður bráðlega sýnd norsk mynd, sem heitir Pabbi, mamma, börn og bíll. Myndin er byggð á einni af sögum hins vinsæla norska barnabóka - höfundar Anne-Cath Vestley, en þessi og fleiri af þeim hafa komið út á íslensku. Höfundur handrits og leikstjóri er Espen Thorsten- son. Sjálf leikur Anne-Cath Vestly líka eitt af hlutverkunum. i myndinni fáum við að kynnast öllum krökkunum, sem pabbi og mamma eiga, og það er enginn smáhópur, því að þau eru hvorki meira né minna en átta talsins — skemmtilegir og ærslafullir krakk- ar. Maren er elst, orðin tólf ára, en yngstur er Matti minnstur —. Þau eiga heima í borginni, þar sem þau búa hjá pabba og mömmu — eðlilega — í ósköp lítilli íbúð, því að þau verða að láta sér nægja eldhús og eitt herbergi, sem er jafnframt stofa og svefn- herbergi fyrir allan skarann. Á hæðinni fyrir neðan býr Hulda, og þótt hún sé ágæt á margan hátt, þá er hún ekki alltaf ánægð með ærsl krakkanna. Pabbi vinnur fyrir sér með því að aka vörubíl, og þá er það auðvitað mjög bagalegt, ef bílnum er stolið — eins og kemur raunar fyrir einn daginn. Þetta er heldur lítill vörubíll, grænn á lit. Ekki kemur annað til mála en að hefja leit að honum, og þá er kostur að eiga mörg börn til að taka þátt í leitinni, enda gera börnin það, allt frá því elsta til hins yngsta. Þeim tekst brátt að finna bílinn, en þá er hann orðinn rauður. Þeim tekst líka að finna þann, sem gerði sig sekan um þílþjófnaðinn, en sá maður heitir Henrik og hann verður góður vinur fjölskyldunnar. Svo kemur amma til bæjarins. Allt er nýtt fyrir henni og það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur: Amma hegðar sér ek':i alltaf eins og venja er hjá borgar- fólki. En krakkarnir eru henni þá hjálplegir og þau fara meðal annars í ferð um borgina með henni. Þegar að því kemur, að amma ætli heim aftur, á hún ekki fyrir fargjaldinu. Hún hafði nefnilega notað peningana í annað, sem henni fannst nauðsynlegra að kaupa. En henni kemur ekki til hugar að gefast upp, og leggur á ráðin með krökkunum. Morgun- inn eftir stendur hún svo á vegar- brúninni til þess að komast áfram ,,á puttanum." En það gengur ekki vel að komast áfram þannig, og þess vegna verður amma fegin, þegar gamalkunnur, rauður vörubíll birt- ist með átta börn á pallinum, til þess að aka henni aftur á elli- heimilið. 22 VIKAN38. TBL'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.