Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 37

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 37
„Hvar sagðirðu, að hann byggi?” kallaði Mandy og fletti síma- skránni. „Nú, það er ekki rétt hjá þér, því það er ekki... Ö, jú, hér er það - 77452.” Ég spurði taugaóstyrk: „Hvað, ef hann segir ekkert um að fara í bíó?” „Þú berð ekkert traust til mann- legrar náttúru, það er það, sem að þér er,” sagði hún. „Sjáðu til, ef þú hringir ekki til hans — geri ég það. Ég stend ekki í þessu öllu tU einskis.” Tut, tut, tut, tut — virtist klukkan segja. „Eftir hverju bíður þú? Ertu hrædd við hann?” Ég tók upp tólið og hringdi, áður en ég gæti skipt um skoðun. Það hringdi, og síðan var svarað. „77452,” sagði kvenrödd. „Ö, sagði ég veikt. „Mætti ég tala við Oliver?” „Ég held hann sé að dútla eitthvað við hjólið sitt í bilskúrn- um,” svaraði hún. „Bíddu augna- blik, Valerie...” Tólið varð blýþungt. „Nei, vertu ekki að því — það — er ekki aðkallandi, þakka þér kærlega fyrir,” stamaði ég og lagði á. „Hvers vegna gerðirðu þetta nú?” sagði Mandy. „Hún hélt ég væri einhver Valerie,” sagði ég aumingjalega. „Hvað með það?” svaraði Mandy og fór inn í stofu. „Ég býst ekki við, að þú sért eina stúlkan, sem hann þekkir. Þú getur ekki reiknað með að vera sú eina sanna....” Ég beit fast í eplið, sem hún bauð mér. „Hann getur átt heila tylft af vinstúlkum mín vegna,” sagði ég, og mér svelgdist á eplabita. „Hann er ekki mín manngerð hvort sem er, ég veit ekki, hvers vegna ég sagðist ætla út með honum í fyrstu.” Mandy leit á mig út undan sér, en hún mótmælti mér ekki í þetta sinn. „Þá erþetta í lagi,” sagði hún og setti plötu á plötuspilarann. Við spiluðum allar plöturnar hennar mjög hátt, en tónlistin var ekkert nema hrærigrautur af hljó— um. Valerie hver? Valerie hvað? Bíddu augnablik, Valerie...” Háv- aðinn streymdi allt í kringum mig, gleypti mig, en ömurleikinn var þarna enn. Síðan var þögn. „Hvernig væri að fara í bíó í dag?” spurði Mandy. „Ég hugsa, að pabbi aki okkur, ef ekki styttir upp....” Það vildi ég síst af öllu gera, þegar ég hugsaði til þess, sem gæti hafa orðið, en Mandy beið eftir svari mínu — og vonaði, að ég myndi gera daginn skemmtilegan með henni. Hún hafði reynt að gera minn dag bjartan, og þegar öllu var á botninn hvolft, þá var það ekki henni að kenna, að ég hafði verið tekin fyrir Valerie — og það yrði sennilega ekkert annað að gera.... „Allt í lagi þá,” sagði ég. „Ég ætla ekki að hanga aðgerðalaus allan daginn vegna eins né neins.” Og ég var fegin, að ég skyldi segja þetta, því að þegar ég kom heim um hádegið, hafði ekkert heyrst frá Oliver. Þegar við komum úr bió, hafði stytt upp, og veik sólin varpaði ljóma á rakar göturnar og lífgaði upp á allt umhverfið. Þegar ég gekk inn um hliðið heima, sveimaði býfluga yfir stjúp- mæðrunum og móðir min stóð í eldhúsdyrunum brosandi út undir eyru. „Oliver bíður þín inni í stofu,” sagði hún lágt. „Hann \ _................... • —■ \ .. _ _____________ ______ hringdi rétt eftir að þú fórst, en hann vildi ekki skilja eftir skilaboð, svo ég sagði honum að koma, þegar þú værir komin aftur....” Ég starði á hana stjörf í framan. „Því í ósköpunum varstu nú að því?” Hún skellti niður potti. „Þetta er í síðasta skipti, sem ég geri nokkuð fyrir þig, stúlka mín,” sagði hún. Mig langaði til að segja henni, að ég væri glöð yfir, að hún skyldi bjóða honum heim, ég var það hreinskilin, en orðin vildu ekki koma, og ég sneri mér undan. Oliver var öðruvísi þarna í miðri stofunni okkar. Klemmurnar á buxnaskálmunum gerðu fætur hans kubbslega, og hárið var bælt. Hann brosti, þegar hann sá mig, og setti tímaritið, sem hann hélt á, frá sér á kaffiborðið. „Leitt að það skyldi rigna, fannst þér ekki?” sagði hann. „Ég reyndi að hringja í þig í morgun, en það var alltaf á tali, og eftir það svaraði enginn.” „Þau hljóta að hafa farið út,” muldraði ég, en sagði honum ekki, hvar ég hafði verið. „Heyrðu, Becky,” byrjaði hann, „getur það verið, að þú hafir reynt að hringja i mig i morgun? Mamma hélt það hefði verið einn af ljósálf- unum sínum, en minntist þess svo, að hún hafði farið burtu um helgina...” Ég starði á hann heimskulega um stund. „Einn af ljósálfunum sin- um?” hrópaði ég siðan og reyndi að bæla niður hláturinn. „Já, einhver stelpa, sem heitir Valerie, er alltaf að hringja í mig út af naggrísnum sínum, af því að mamma sagði henni, að ég hefði eitt sinn átt naggrís.” „Mæður eru alltaf að gera sig sekar um slíkt,” sagði ég og gat ekki haldið hlátrinum niðri lengur — bjánalegum, óstöðvandi hlátri, sem kom tárunum til að leka niður kinnar mínar. Hvað er svona fyndið við að ég hafi átt naggrís?” sagði Oliver. „Ekkert,” sagði ég, „alls ekkert — Það er bara hugsunin um, að Ijósálfur hafi hringt i þig.” Við hlógum saman um stund, þá sagði hann. „Hvernig væri að fara út í kvöld? Við gætum gengið meðfram ánni, ef þú vilt, og fengið okkur kaffi.” „Allt i lagi, gerum það,” sam- þykkti ég alsæl. Og þegar við gengum fram í forstofuna, beygði hann sig fram og kyssti mig á kinnina... Ég stóð og beið Olivers í mildu sumarhúminu. Sólin skein hlý á vanga minn, þar sem hann hafði kysst mig, skógarþröstur söng, og fiðrildin dönsuðu milli blómanna. En þegar ég horfði á þau flögra, dansaði hjarta mitt ekki alveg á sama hátt og það hafði gert áður en fór að rigna. . ■H-" í' \ m ST! - ^ * , * — - - -- •-v—* ..... ■ *r“ 'r n f - , , t mm — r,d ........ ■'V. J' ...n 'strr’ \ V -4. A* *3 -X \ j "1 jfcsf *** 3’ t fMí £ ><- • m m- nP * r ^ ,\&A ■ ____ ..* * *» •) •> Svíá;*^_:-K •í •* yr-» ’■$ ' 't .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.