Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 18

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 18
Framhaldssaga eftir Lawrence G. B/ochman Dóttir milljónamœri Og svo komu ekki fleiri dag- skýrslur á töfluna fyrir neðan kortið af Kyrrahafinu. Larkin var þó ekki vakandi af þeirri ástæðu, hann svaf eins og steinn þrátt fyrir hræðilegan hitann. En skyndilega var hann hrifinn ruddalega úr örmum Morfe- usar. Hann settist upp í hvílunni með mikinn hjartslátt, og fann, hvemig þessi kaldi hlutur rann hægt niður háls hans og brjóst. Óttasleginn greip hann það, það var mjúkt og rakt. Hann kastaði því frá sér og heyrði, að það datt á gólfið með undarlega linu hljóði. Larkin fálmaði í myrkrinu eftir slökkvaranum. Klefinn.sem er svo einfaldur var hlægilega rólegur og eðlilegur, þegar hann var búinn að kveikja, og hann gat hvergi séð þennan dularfulla hlut. Rodriques bylti sér í svefninum og hraut hátt. Klefadymar stóðu opnar, og kýr- augað var opið. Larkin leit varlega út. Enginn var sjáanlegur. Larkin stökk fram úr rúminu. Hann veu- nærri því búinn að stíga ofan á ferkantaðan bita af tofu — hvítan, gagnsæjan, limkenndan baunaost, sem Japanir álíta ekki aðeins ætan, heldur sælgæti. Hann tók hann upp og horfði undrandi á hann. Hvaðan kom þetta? Svo kom hann auga á smámiða, sem stóð út úr rifu á tofu. Hann tók miðann út og las eftirfarandi: Hr. Larkin — Komið strax niður í akkerisgeymsluna! Larkin starði brúnaþungur á barnalega skriftina. Hver hafði farið svona frumlega að því að komast í samband við hann? Hann hafði annars aldrei séð rithönd Dorothy. — Asni var hann að setja Dorthy í samband viðþetta. Hvað hafði hún að gera í akkerisgeymslunni á þessum tima nætur? Hann leit á úr sitt. Klukkan var 15 mín. yfir eitt! í flýti fór Larkin í buxur og skó og fór í frakka yfir náttfatajakkann. í vasann stakk hann skammbyssu sinni sem Cuttle, þótt undarlegt megi virðast, hafði ekki gert upptæka. Hann hafði enga hug- mynd um, hver það var, sem hann átti að hitta — en hann var ákveðinn í að fá það upplýst. Rodriques hershöfðingi hraut hátt, þegar Larkin fór út. Á þilfarinu var heitt og kyrrt. Í kyrrðinni urðu hávaði vélarinnar og hafsins helmingi meiri en ella. Larkin vissi, að akkerisgeymslan hlaut að vera einhvers staðar á miðþilfarinu. Hann klifraði niður bratta tröppuna og læddist milli sofandi farþeganna á þilfarinu. Fjarlægustu dymar stóðu opnar í nótt. Larkin gekk hægt gegnum þær, niður annan brattan, stuttan stiga, og þaðan var gangur og aðrar opnar dyr. Það hlaut að vera akkerisgeymslan. í daufu ljósinu frá stjörnunum gat hann séð stóra akkerisfestina alla með leðju og þangi. Hann hélt um byssuna í vasanum og gekk inn. Á næsta augnabliki lokuðust dyrnar að baki hans. Hann þreifaði sig áfram. Með byssuna í hendinni stóð hann eins og myndastytta og starði inn í myrkrið.” „Larkin?” heyrðist sagt hárri spyrjandi röddu. Larkin stóð með finguma á gikknum. „Þetta er Jeremy Hood, hr. Larkin,” sagði röddin aftur. Emð þér einn?” „Já,” svaraði Larkin loks. „Ég er einn.” Nú þorði hinn hræðilegi hr. Hood að kveikja ljós, og Larkin varð vandræðalegur er hann horfði á þennan litla, horaða bogna mann í þykku, svörtu ullartreyjunni. Hann stakk byssunni í vasann.en sleppti henni ekki. Svo hló hann vandræða- lega. „Ég bjóst satt að segja ekki við, það væri þér, sem senduð mér þetta leyndardómsfulla boð!” sagði hann. „Hvaða boð?” spurði Hood, og lítil fulgslaugu hana höfðu áhrif á Larkin. „Boð um að koma hingað, fallega komið fyrir í smá baunaostbita. Haflð þér kannski ekki beðið mig að koma hingað?” „Þjónninn gerði það fyrir mig,’ sagði Hood. „Þjónninn — eigið þér við Sato?” „Ég veit ekki, hvað hann heitir. Það var þjónninn á okkar gangi. Ég sagði, að ég yrði að tala við yður og bauð honum peninga fyrir að koma mér út úr klefanum, þar sem hr. Cuttle hafði lokað mig inni í. Hann vildi ekki þiggja peninga en sagði, að hann skyldi sjá um það. Hann kom mér út úr klefanum og hingað. Og svo fór hann upp að sækja yður.” Larkin bretti brúnir, það var eitthvað við þennan þjón, sem hann skildi ekki. Upphátt sagði hann: „Jæja, nú er ég þá kominn hingað. Hvað viljið þér mér?” „Ég heyrði yður segja við hr. Cuttle, að þér vilduð gjarnan tala við mig,” sagði Hood. „En Cuttle vill ekki, að ég tali við neinn. Þess vegna fannst mér ég verða að komast að, hvað þér eiginlega vilduð mér.” „Ég held, að yður sé mjög vel ljóst, hvað ég vil yður.” sagði Larkin. „Ég vil sjá myndasafnið yðar — finna þar ef til vill nokkrar horfnar tréskurðamyndir úr safni P. G. Bonners.” Jeremy Hood andvarpaði djúpt og settist á kaðlahrúgu. Hann fól visið, grátt andlit sitt í grönnum höndum sínum og stundi: „Ég hélt það líka! 0, hversvegna gerði ég það? Hversvegna? Hvers- vegna?” „Eigið þér við, að þér játið að hafa myrt Arthur Bonner og Dr. Bioki?” spurði Larkin. „Nei, nei!” Hood andmælti harðlega. Það var hræðilegur glampiáaugum hans. „Nei, nei, ég hef ekki myrt þá! Ég hef engan myrt! En það er refsingin! Hin réttláta refsing!” sagði hann. „Ég hefði getað vitað það. Ég hef ætíð verið heiðarlegur maður og ráðvandur. Ég skil ekki sjálfur, hversvegna ég gerði það. Maður á mínum aldri —” Larkin settist á kaðalhrúguna við hliðina á Hood. Hann kveikti sér í sigarettu og beið. Að lokum sagði hann: „Segið mér nú frá öllu, hr. Hood. Þér munuð komast að raun um, að yður léttir við það!” Hood glennti upp augun og sagði hátt: „Heyrðuð þér til min það kvöld? Heyrðuð þér, hvað ég sagði við Arthur Bonner?” „Þér hafið sagt við mig að þér þekktuð hann ekki,” sagði Larkin. „En ég laug — ” sagði Hood og lokaði augunum sneyptur. „Ég talaði við hann kvöldið áður en hann var myrtur — gegnum kýrauga mitt. Það var rétt áður en þér komuð og rannsökuðuð björg- unarbátinn — og svo — sló hann yður.” „Hvað sögðuð þér við hann.” Hood tók að róa sér fram og aftur á kaðalhrúgunni.” „Þér elskið ungfrú Bonner?” spurði hann skyndilega. „Það geri ég ekki!” svaraði Larkin. „Það er ekki til neins, að þér reynið að bera á móti því. Það er alltof greinilegt. Aðeins hvernigþér horfið á hana! Já, það er ekki hægt annað en sjá það.” „Eigum við ekki að sleppa þessu?” spurði Larkin. „Nei,” sagði Hood og opnaði aftur augu sín. „Það er einmitt þess vegna, að ég sendi boð eftir yður. Ég vildi biðja yður að lagfæra það, sem ég hef eyðilagt. Guð veit, að ég gerði það mjög gjarnan sjálfur, en ég óttast, að dagar mínir séu taldir. Ef ég — ef ég mundi fara burt áður, þá hef ég hér bréf. Það er nokkurs konar erfðaskrá, skiljið þér, hún á að fá allar tréskurðarmyndirnar, sem eru í klefa mínum. Flestar þeirra á hún. En hún á að fá þær allar —■ Þér lofið mér að sjá um, að hún fái þær áreiðanlega?” „Má ég fyrst heyra söguna — og allt frá byrjun,” sagði Larkin. „Þér Kumu-maru var ekki lengur á leið til Honolulu. r Kumu-maru hélt beina leið til Japan. 18 VIKAN 38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.