Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 52
Lopaflíkur
til vetrarins
Lopajakki
með berustykki
Stærð: 38 (40) 42.
Mál á peysunni: Brjóstvídd: 89
(92)96sm. Ermalengd frá handar-
holi: 44 (46) 48 sm. Lengd frá öxl:
72 (73) 74.
Efni: Hespulopi (eða plötulopi, en
þá notið þið þrjá þræði). Hring-
prjónar nr. 6, 40 og 70 sm langir,
hringprjónn nr. 5, 40 sm langur.
Heklunál nr. 4, 7 hnappar.
Þið þurfið 600 gr af hvítu, 200 gr af
sauðsvörtu, 100 gr mórautt
dökkt, 100 gr mórautt Ijóst.
ATH! Þið prjónið jakkann í hring
og klippið upp á eftir.
Bak og framstykki:
Fitjið upp 116 (120) 124 I. af sauð-
svörtu á prjóna (hringprj.) nr. 6 og
prjónið garðaprjón í sex umferðir,
prjónið svo slétt. Prjónið fyrstu I í
umferð: ( = beint framan á) ranga
alla leið upp úr. Prjónið nú munstur
nr. I ATH! í níundu umferð á að
prjóna 1 I. hvíta og 1 I. mórauða,
en ekki eins og sýnt er á teikning-
unni. Þegar búið er að prjóna
munstur nr. I, er prjónað hvítt í 20
(21) 22 sm.
Fellið nú af í hliðunum: Setjið
merki eftir 29. (30) 31. lykkju og
eftir 87. (90). 93. lykkju. Næsta
umferð: X Prjónið þangað til tvær
lykkjur eru að fyrsta merkinu,
prjónið tvær réttar saman, takið
eina óprjónaða, prjónið eina rétta
og dragið óprjónuðu lykkjuna yfir.
Endurtakið frá X við næsta merki.
Þið fellið af 4 lykkjur í umferð.
Endurtakið það þrisvar, fjórðu
hverja umferð. Þegar stykkið er 38
(39) 40 sm á að auka í hliðunum á
eftirfarandi hátt: x Prjónið þar til ein
lykkja er að merkinu, aukið 11.
prjónið 2 I. rétt, aukið 1 I.
Endurtakið frá X við næsta merki.
Þið aukið út fjórar I. í umferð.
Endurtakið þrisvar sinnum fjórðu
hverja umferð. Þegar peysan er 47
(48) 49 sm á að setja 9 (9) 10 I. í
hvorri hlið á nælu vegna arm-
holslns. Leggið peysuna til hliðar
og prjónið nú ermarnar.
Ermar:
Fitjið upp 40 (40) 40 I. af sauð-
svörtu á styttri hringprjónana nr.
6. Prjónið garðaprjón í sex um-
ferðir. Prjónið svo áfram slétt og
prjónið munstur nr. I og síðan eina
umferð svart. Þá er búið að prjóna
uppábrotið. Snúið nú röngunni á
uppábrotinu út og haldið áfram
meðermina. Byrjið á einni umferð
réttri með svörtu og síðan ellefu
umferðir snúning (= 1 slétt 1
snúin). Prjónið síðan áfram slétt
með hvítu. Þegar ermin er 25 sm á
að auka í eina I. mitt undir á
erminni (fyrir fyrstu og eftir
síðustu I. í umferð) fjórðu hverja
umferð 4 (5) 5 sinnum. Þegar
ermin er 44 (46) 48 sm mælt frá
uppábrotinu á að setja á þráð 9 (9)
10 I. fyrir armholinu. Prjónið hina
ermina.
Berustykki:
Byrjið við lykkjuna beint framan á
og sameinið öll stykkin á langa
hringprjóninn. Þið eigið að hafa
168 (174) 174 I. á prjóninum.
Prjónið munstur nr. II. Úrtökur: x Í
fjórtándu umferð á að prjóna
saman 5. og 6 hverja I. af
Ijósmórauðu. í sautjándu umferð á
að prjóna saman 4. og 5. hverja I.
með dökkmórauðu. i 20. umferð
byrjar munstur nr. III. í þeirri
umferð fellið þið af þannig að 110
(115) 115 I. séu eftir. í 21. umferð
á að prjóna 4. og 5. hverja I.
Ijósmórauða saman. i 25. umferð
prjónið þið 3. og 4. hverja hvíta I.
saman. i 29. umferð er það 2. og
3. hver I. hvít saman. Nú eru 44
(46) 46 I. eftir. Skiptið yfir á lítinn
hringprjón nr. 5 og prjónið
kragann.
Kraginn:
Kraginn er munstur nr. IV. Eftir
munstrið er prjónað með sauð-
svörtu: 1 umferð. slétt, 1 umferð
brugðið og 8 umferðir slétt. Fellið
laust af.
Frágangur:
Saumið í vél sitt hvorum megin
við lykkjuna beint framan á ogklipp-
ið á milli. Heklið með sauðsvörtu.
Byrjið neðst á hægra framstykki,
heklið fastalykkjur, heklið yfir 1 I.
og í aðra hverja I. Gerið hnappagat
í þriðju röð, fyrsta hnappagatið 6
sm frá brún að neðan. Heklið 2
raðir eftir að hnappagötin hafa
verið gerð. Heklið eins á vinstra
framstykki, en sleppið hnappa-
götunum. Fellið saman lykkjurnar
í armholinu. Heklið smeyga fyrir
beltið og festið í hliðarnar.
52 VIKAN 38. TBL.