Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 44
Lögregluforinginn var snillingur í að leysa morðgátur. Sérstaklega var hann næmur fyrir þríhyrningnum — miðaldra eiginmaður, unga konan og elskhugi hennar. SKRIFSTOFAN lítur út eins og skrifstofa yfirmanns rannsóknar- lögreglu á að líta út, svolítið óvistleg og aðeins búin nauðsyn- legustu húsgögnum. Hún er að hálfu leyti ópersónu- leg, en ber þó vott um sérkennileg- an smekk lögregluforingjans. í gluggasyllunni er röð af kaktusum, gegnum rúðuna sést út í bakgarð. Skrifborð, sem muna má sinn fífil fegri — þrír símar á borðinu, fjórir litlir kaktusar — stór ferköntuð ritvél á hliðarborði — veggirnir naktir að frátöldu tólf ára gömlu veggspjaldi með mynd af hollenskri blómasýningu. Skrifborðsstóllinn er vandaður,með örmum og dimm- bláu áklæði, hinum megin borðsins öllu óþægilegri gestastólar með trésetu. upp við vegginn fjær hvilubekkur með gulrósóttu efni, sem stingur mjög í stúf við dökkbrúnan litinn i veggnum. Á hvílubekknum siturstúlka, eða réttara sagt dama — um það bil þrítug. Hún situr með saman- klemmda fætur, þráðbein í baki og heldur hliðartösku sinni þétt upp að sér. Hún situr framarlega á bekknum, viðbúin að þjóta upp við fyrsta henni sæti á öðrum tréstólnum. — Þér eru frá Daily News? — Daily Telegraph, segir hún. — Æjá, nú mað ég það. Hann kemur sér vel fyrir í skrifborðsstólnum og hagræðir ístr- unni. — Þér höfðuð lofað mér viðtali, segir stúlkan. — Passar. — Vegna sextugsafmælis lög- regluforingjans á laugardag. — Sunnudag. — Laugardag, endurtekur stúlk- an, — það á að birtast í laugar- dagsblaðinu. HÚN opnar hliðartöskuna, tekur upp blokk og blýant. Svo lætur hún töskuna renna niður á gólfið og bregður blýantsoddinum á tungu sér af gömlum vana. — Ég skil, segir lögreglufor- inginn. — En afmælið er samt sem áður ekki fyrr en á sunnudag. Hann brosir og fitlar við yi'ir- skeggið, finnur hvernig það kitlar nasavængina. — Hversu lengi hefur lögreglu- foringinn starfað hér um slóðir? byrjar hún. Sextugsafmœli lögre tiiefni. Lítur öðru hverju á úrið sitt, gýtur augunum til dyranna. Kannski fullmikið förðuð, varalit- urinn ekki alltof nákvæmlega smurður, kinnaliturinn ofurlítið misjafn í vöngunum. Um leið og lögregluforinginn kemur inn, þýtur hún á fætur i miklu ofboði. Hvílubekkurinn renn- ur u. þ. b. tvo metra fram eftir nýbónuðu gólfinu. Munnsvipur lögregluforingjans harðnar — klaufaskapur stúlkunnar ergir hann. Svo brosir hann, gengur til móts við hana og réttir fram sterklega höndina. — Velkomin, segir hann og býður — 38 ár, svarar hann stuttlega, — síðustu tíu árin sem yfirmaður þessarar deildar. Hún punktar niður. — Byrjuðuð sem venjulegur lögreglumaður? heldur hún áfram. — Vill ungfrúin kaffibolla? Hún kinkar kolli. Hann lyftir einu simtólinu og hringir í tveggja stafa númer. — Gjöra svo vel að koma með tvo kaffi, segir hann í símann. Hún hreyfir sig órólega á tré- stólnum. Það er eins og hún viti ekki almennilega, hvernig hún eigi að ná taki á honum. — Lögregluforinginn hlýtur að hafa frá mörgu spennandi og athyglisverðu að segja, reynir hún. — Eftir svona mörg ár, svona mikla reynslu. Þögn stundarkorn. — Ég hef reynt ýmislegt, segir hann. Lögreglufulltrúinn kemur inn með tvö plastglös, setur annað fyrir lögregluforingjann, hitt á borðs- hornið hjá stúlkunni. Lögregluforinginn tekur eftir einkennilegur augnatilliti þeirra, eins og þau séu þátttakendur í samsæri. — Takk, segir hún, sýpur á glasinu og finnur biturt bragðið af duftkaffinu á vörum sér. — Hvaða eiginleikum þarf góður lögregluforingi að vera gæddur? spyr hún. Lögregluforinginn hallar sér aftur á bak, spennir greipar um hnakk- ann og hugsar sig um. — Hann þarf að geta safnað upplýsingum, segir hann, — og kunna að vinna úr þeim á réttan hátt, hann þarf að kunna að tína það nýtilega úr upplýsingabunkan- um og raða því saman á alla vegu, uns lausnin er fengin. Lausnin er einmitt oft rétt við nefið á okkur. 44VIKAN38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.