Vikan


Vikan - 22.09.1977, Side 40

Vikan - 22.09.1977, Side 40
STJÖRNUSPÁ llrulurinn 2l.m;irs 20.niril Þú virðist blindur á allt í fari einhvers í fjölskyldu þinni, og allt bendir til að þú sért fyrirfram tilbú- inn að fyrirgefa þeim aðila allt. Það verður heldur dauflegt heima fyrir. Heillatala er 9. Kr hhinn 22. júni J.%. juli Nýjungagirni þín er farin að verða óeðli- lega mikil, og ætt- irðu nú að fara að taka hlutunum með jafnaðargeði. Þú ættir ekki að láta eftir þér að kaupa allt það, sem þig langar i \oi*in 2.\.oki. Það getur verið að þú hafir ástæðu til að vera svartsýnn eins og málin standa, en í rauninni þarftu engu að kvíða, því allt fer betur en á horfðist. Eitthvert þunglyndi virðist rikja heima hjá þér. Slcingeilin 22.dcs. 20. jan. Þú virðist einkenni- lega langrækinn þessa dagana, og er eins og þú getir ekki fyrirgefið þínum bestu félögum smá- yfirsjónir. Þú verður að sætta þig við að fólk snúist ekki í kringum þig. Yiulið 2l.iipríl 2l.ni;ii Þér er ráðlegast að vera ekki mikið að heiman. Þú ert ein- hvern veginn að missa áhugann á tómstundastarfi, sem þú hefur sinnt mikið fram til þessa. ^las er ekki til fagnaðar. Hei'lalitur er blár. l.jóniA 24.júlí 24. íi>úM Þú misskilur eitt- hvað, sem sagt verð- ur við þig, og verður það til þess að þú lendir i einkennilegu ævintýri. Þú þarft samt ekki að kviða því, endalokin verða hin skemmtilegustu. SporAilrcKinn 24.okl. .'!.\.iió\. Kona, sem þú þekkir lítið sem ekkert, kemur þér að liði í máli, sem þér er mjög annt um. Farðu varlega með peningana, einkum um helgina, og var- astu að sóa fé þinu í vitleysu. \alnshcrinn 2l.jan. I'>.fchi. Nú sér fyrir endann á málefni, sem þú hef- ur borið kviðboga fyrir um langt skeið. Það verður þungu fargi af þér létt, og ættirðu að gera þér ærlegan dagamun í tilefni þessa. Ttihurarnir 22.mai 2l.júni Þú verður að ósekju sakaður um eitt- hvað, sem þú gerir i algjöru grandaleysi. Endalok þessa máls verða þér þó í hag, og skaltu ekki bera kviðboga fyrir fram- tiðinni. \lc> jan 24.ái<úsl 2.\.scpl. Það verður mikið um að vera hjá þér í þessari viku, og ó- vanalega gest- kvæmt. Þú hefur lifað fremur rólega daga undanfarið, en samt máttu ekki ætla að lífið sé ein- tómur dans á rósum. liogmuAurinn 24.nó\. 2l.dcs. Þetta er tvímæla- laust vika unga fólksins, það er eins og allt leiki í lyndi hjá því. — Þú virðist ekki kunna að meta til fulls það sem kunningi þinn gerir fyrir þig. l iskarnir 20.fchr. 20.mars Á föstudag kemur til þín gestur, sem þér er ekkert vel við, en hann er ekki allur þar sem hann er séður, og á þessi persóna eftir að færa þér mikla gleði. Þér bjóðast tvö gullvæg tækifæri. Ánægður fór gamli maðurinn inn í annað herbergið i veggnum við hliðið. Þetta voru lítil, dimm herbergi, sem á sínum tima höfðu verið ætluð sem klefar fyrir varðmenn. Inni var lágt undir loft og ógeðslegt. Regína og Edward fylgdu á eftir gamla manninum. Dino hrasaði og blótaði um leið. , ,Það er svo dimmt hérr-r, að maður getur ekkert séð,” tautaði hann, ,,og svo hefur einhver skilið hér eftir ruslapoka á miðju gólfinu, fyrir fólk til að detta um. Heyrðu, hvað er þetta? Edward ertu með eitthvað til að lýsa með?” Rödd hans var svo æst, að Edward flýtti sér þrýsta sér fram fyrir Regínu. Hann tók kveikjara upp úr vasa sínum og kveikti á honum. Hann beygði sig niður til að athuga það, sem lá á gólfinu. Regina gægðist yfir öxl hans, en hörfaði til baka og staulaðist út um dyrnar. Að innan barst rödd Dinos, titrandi af skelfingu og reiði: „Þetta er Rósa gamla. Einhver hefur kyrkt hana.” Það slokknaði á kveikjaranum. Edward kallaði innan úr myrkrinu: „Regína hlauptu niður á bílaverk- stæðið. Það er sími þar. Segðu Beppo að hringja í lögreglufulltrú- ann. Vertu svo þar, þangað til ég kem og næ í þig. Vertu nú snögg. Dino, farðu og náðu í lögreglu- þjóninn hérna í borginni og Tessaro lækni.” Régína hljóp af stað. Hún fann mennina tvo standandi ennþá í áköfum samræðum fyrir framan bílaverkstæðið. „Það er látin koria, — við hliðið,” stundi Regina upp móð og másandi. „Edward biður þig að hringja til lögreglufulltrú- ans.” Matteo rétti fram handlegginn og eitt augnablik var hún fegin að styðja sig við hann. „Hver?” spurði Beppo. „Hver er það?” „Rósa. Gamla konan í búðinni. Hún hefur verið kyrkt.” „Kyrkt?” spurði Matteo alveg upp við eyra hennar. Hún leit á hann og áttaði sig allt í einu á því að hún studdi sig enn við hann. Hún hörfaði frá honum. „Herra Tebaldi,” sagði hún og sneri sér að Beppo, „viltu ná í fulltrúann.” „Það er lögregluþjónn hér í borginni,” benti Matteo á. „Dino fór að ná í hann,” svaraði Regína. „En við megum engan tima missa og....” Háðsglott myndaðist á andliti Beppos. „Taktu ekki mark á Matteo. Hann hefur ekki hugmynd um, hvað gengur hér á. Og ef Edward óskar eftir þvi, þó er það nóg fyrir mig. Komið þið innfyrir.” Fimm mínútum síðan kom Beppo aftur úr simanum. „Hann er á leiðinni. Vertu.kyrr hérna, ungfrú. Matteo sér um þig. Ég ætla að fara til Edwards.” Hann gekk út og skyldi þau eftir í litla herberginu. Það varð óþægileg þögn. „Það litur út fyrir að ég verði að halda þér félagsskap,” sagði Matteo þurrlega. Skömmu seinna opnaði hann skápinn og athugaði hvað hann hafði að geyma. „Má bjóða þér vínglas, ungfrú Webb?” Það fór hrollur um Regínu við tilhugsunina um þetta bragðvonda rauðvín. „Nei, þakka þér fyrir,” sagði hún kurteislega. Þegar hún leit upp sá hún að hann horfði háðslega á hana. „Of súrt fyrir þig?” spurði hann, um leið og hann hellti í glas fyrir sjálfan sig. Hún fann blóðið streyma fram í kinnarnar. „Nei alls ekki. Ég held reyndar að ég skipti um skoðun. Ég þigg gjarnan glas, þakka þér fyrir.” Vottur af einlægu brosi sást á andliti hans. Hann hellti í glas handa henni án þess að segja nokkuð frekar. Hún tók rólega við glasinu og gleypti stóran sopa. Vinið var hræðilegt, en hún var ákveðin í að láta ekki á neinu bera við gestgjafa sinn. Hún vissi að hann fylgdist nákvæmlega með henni. Hún leit þrjóskulega upp. „Liður þér betur?” spurði hann, og i þetta skipti var enginn háðs- vottur í röddinni. Þótt ótrúlegt væri, þá fannst henni sér líða betur. Hún kinkaði kolli. Matteo teygði sig fram og tók vingjarnlega glasið úr höndum hennar. „Þú þarft ekki að drekka meira. Þér finnst það vont, er það ekki? Fyrirgefðu, að ég skyldi ögra þér til að drekka það, en þú þurftir að fá eitthvað í hvelli, og ég gat ekki fundið neitt koníak.” „Þetta var nú ekki beint ánægju- legt.” „Nei. það get ég ímyndað mér. Er þetta i fyrsta sinn, sem þú sérð mannslík?” Regína lokaði augunum. „Já,” svaraði hún. „Á ég að gefa þér kaffi?” „Nei, þakka þér fyrir. Mér líður ágætlega núna. Ég geri ráð fyrir að Edward komi rétt bráðum.” „Já, já, Edward. Segðu mér hver er hans þáttur í þessu?” Reginu fannst hún heyra gagn- rýni í rödd hans. „Hann blandaði sér ekki í þetta sjálfviljugar,” flýtti hún sér að segja. „Svo virðist, sem fólkið hér í borginni geti ekki sjálft leyst úr vandamálum sínum, og allir virðast biða eftir að Edward 40VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.