Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 45
Það gildir aðeins að kunna að raða atriðunum rétt saman. HIJN skrifar, og hann gerir hlé á máli sínu, og þegar hann sér, að henni gengur illa að hafa við honum. Svo vætir hún þumal- fingurinn, flettir blaði og lítur á hann. — Vill lögregluforinginn gefa dæmi? — Látum okkur nú sjá. Kannski getur málið um tónlistarmanninn skýrt, hvað ég á við. — Tónlistarmanninn? — Hann hét James Hill, samdi dægurtónlist, kannski ekki mjög þekktur, ekki sérlega góður heldur. En hann hafði samið dálítið af kvikmyndatónlist og þénað dálag- legan skilding á nokkrum einföldum slögurum. — Mér finnst ég hafa heyrt hans getið, skýtur hún inn í. — Mjög líklegt, segir hann. — Kvöld nokkurt fann einn vina hans hann, dauðan, stunginn hnifi, liggjandi fram á píanóið. Vinurinn, Cagade að nafni af frönsku ætterni, beið lengi árangurslaust eftir því, að Hill svaraði hringingu hans, en gekk síðan kringum húsið og kom að svalardyrunum opnum. — Og hinum látna við píanóið? Lögregluforinginn kinkaði kolli. — Hann kallaði þegar í staó á lögregluna, og við rannsökuðum allt eins og venjulega. Lögregluforinginn fær sér sopa úr plastglasinu, styður hönd undir kinn og heldur áfram. — Þegar við höfðum rannsakað allt á morðstaðnum, höfðum við eftirfarandi upplýsingar í höndum: Hill hafði verið að semja, á pianóinu lá nótnablað með hálfsömdu lagi. Hann hafði verið dauður í tvo tima, þegar Cagade fann hann. Það fundust engin önnur merki um átök á staðnum. Aðeins hnífsstungan. Og morðvopnið fannst hvergi. Sakamálasaga eftir Jan Moen — En ástæður? segir hún. — Einhver hlýtur að hafa haft ástæðu? — Við fórum yfir allan listann af kunningjum og ættingjum. Joe Pears, systursonur hans hafði fengið háar peningaupphæðir að láni Fjármál hans voru í megnasta ólestri, og það var hugsanlegt, að Hill hefði viljað fá skuldina endurgreidda. Cagade var elskhugi konu hans — konan var tuttugu árum yngri en Hill. En var það nægileg ástæða? — Engir fleiri grunaðir? — John Rydes, einn starfsbræðra Hills, átti hugsanlega heima á lista yfir þá grunuðu. Þeir höfðu verið svarnir féndur í mörg ár og sakað hvor annan um að stela frá sér hugmyndum. Hill hafði haft heppn- ina með sér, fyrir Rydes hafði allt gengið í óhag. FULLTRÚINN kemur inn. vandr- æðalegur yfir því að þurfa að ónáða. — Þér verðið að fyrirgefa lögregluforingi. En það hefur orðið slys. Mér fannst réttast að tilkynna yður það. Lögregluforinginn snéri sér i stólnum og horfti gramur á fulltrúann. — Ég er upptekinn, segir hann. — Um hvað er að ræða? — Það varð slys. Maður féll út úr bíl í beygju uppi á fjallveginum Hann var drukkinn og hafði eitthvað fitlað við handfangið á hurðinni. I beygju þeyttist hurðin allt í einu upp, maðurinn hrataði út. lenti á kantsteini og steyptist svo áfram niður klettana. — Er búið að rannsaka slysstað- inn? - Já. - Og likið? — Við fundum það Læknirinn er að gera sínar athuganir. — Hver tilkynnti um slysið? — Eiginkona hins látna. Það var hún, sem ók. Vinur hjónanna sat i aftursætinu. — Komdu aftur, þegar læknirinn hefur gefið skýrslu. F'ulltrúinn kinkar kolli og fer. Eitt augnablik horfir hann ó stúlkuna á tréstólnum. og hún 38. TBL.VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.