Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 38
°1 SKUGGA ^LJÖNSINS ..Hvers vegna giftist þú henni þá ekki?” ..Ég gat það ekki." svaraði Edward seinlega. ,,ég var þegar giftur." ,.Ó. En þú hlvtur að hafa gift þig mjög ungur." ..Ég hafði þekkt Jessie allt mitt líf og við höfðum alltaf gengið að þvi. sem visu. að við myndum giftast einhvern tíma. Sem við og gerðum í fvrsta leyfinu mínu, eftir að ég fór i flugherinn. Sex mánuðum seinna var ég skotinn niður. Ég var hér í Roccaleone í þrjú ár. Mér þykir það leitt, ef þetta kemur illa við þig. ég vona að þú skiljir. hvers vegna ég hef aldrei minnst á Roccaleone. Ég hafði engan rétt til að særa Jessie.” Þetta ^ar einföld útskýring, en svaraði samt mörgum spurningum. En þó ekki einni: Hvað um Jessie sjálfa? Hún hafði gifst unga manninum, sem hún elskaði. En hvernig var sá maður, sem kom heim til hennar eftir strið? Regína velti því fyrir sér, hvort henni hefði nokkurn tíma fundist kurteisi og dálítið viðutan maðurinn, sem kom heim eftir þriggja ára fjarveru, nokkuð likur þeim Edward, er hún hafði gifst. Áður en þau lögðu af stað næsta morgun í bíl markgreifans til Genoa. gengu Edward og Regína niður á bílaverkstæðið, til þess að athuga hvernig Beppo gengi með bil þeirra. Þau komu að honum þar sem hann var að drekka rauðvín inni í stofu með Dino, sínum gamla vini. ,.Þú ætlar ekki í alvöru að yfirgefa Rocca, er það, Beppo?” spurði Dino. ,,Jú það geturðu bölvað þér upp á.” svaraði Beppo og brosti þreytulega. ,,Það er öðruvísi fyrir mig en þig, kæri vinur. Ég er ekki innfæddur. Ég var lengi búinn að hugsa um að fara eitthvað annað, en Filomena var ekkert hrifin af þeirri hugmynd, svo ég hélt því ekki til streitu. En nú er ekkert lengur, sem bindur mig hér.” ,.Hvert ætlaðirðu að fara?” Dino gafst ekki upp. „Ætlaðirðu til Naples aftur?” „Nei bara til Genoa. Það er hægt að hafa nóg að gera þar. Meira en hér. En þú veist, hvernig konur eru. Þær vilja vera nálægt fjölskyldu sinni og gömlu vinunum. Filomena hafði verið hér allt sitt lif, nema í þetta eina skipti, sem hún fór suður á bóginn. Hún kunni ekki við sig þar. Hún vildi komast aftur hingað. Ég vildi óska, að ég hefði aldrei komið til Rocca,” sagði hann með miklum þunga. _ Hann náði í tvö glös i viðbót í glæsilegan, gamaldags skáp, og bauð Edward og Reginu að setjast, meðan hann hellti í glösin fyrir þau. Þetta var þungt rauðvín, brugg- að á staðnum, og Edward saup á, án þess að hika. En eftir að Regína hafði sopið einu sinni, skifdi hún sitt eftir og vonaði að enginn tæki eftir því. Mennirnir voru að ræða um eignir Beppos. „Rósa gamla verður áfjáð í að ná i kofann þinn hérna á bak við, ef þú ætlar að selja,” sagði Dino. „Hún er búin að biðja mig um hann,” svaraði Beppo honum. „Gamla gæsin gat ekki einu sinni beðið þangað til Filomena var orðin köld.” „það er henni líkt,” samþykkti Dino. „Það heldur ekkert aftur af henni. Hún henti tómat í hann Tomaso okkar í gærkveldi. Hann kom heim allur útataður. Það hlakkaði í honum, þegar hann minntist þess, hvernig sonarsonur hans hafði litið út. „Þessi sallafini svarti jakki hans var allur löðrandi líka. Þetta kennir kennir honum að vera ekki að eltast við náunga eins og Giuliano.” „Heldurðu það?” spurði Edward mildilega og um leið varð Dino alvarlegur. „Já, þetta er i sannleika sagt ekkert fyndið,” andvarpaði Dtno. „Ég veit ekki hvernig þessi fáráðlingur reitti hana til reiði, en það fór um mig, við að hlusta á, hvernig hann sagðist ætla að hefna sin á henni. Hann er svo sannarlega í slæmum félagsskap.” „Það gleður mig að þú ert að átta þig á því,” sagði Beppo kuldalega. „Það er eins gott fyrir Rósu að vara sig.” „Nei, heyrðu mig nú,” mótmælti Dino, en þagnaði þegar bíll heyrðist flauta fyrir utan. „Þarna færðu viðskiptavin.” Beppo var staðinn á fætur. „Nei,” sagði hann, „þetta er Matteo. Þetta er merkið hans.” Hann gekk út fyrir. „Pilturinn hefurekki verið að sóa tímanum,” sagði Dino hrifinn. „En Matteo var líka alltaf mjög hrifinn af móður sinni. En það er löng keyrsla frá Róm.” „Við skulum láta okkur hverfa,” sagði Edward. „Enda ættum við að vera komin upp í kastalann. Markgreifinn er ábyggilega til búinn. Við erum að fara til Genoa, Dino.” Breitt bros myndaðist á andliti gamla mannsins eitt augnablik, en hvarf þaðan jafnskjótt aftur. „Þú veist við hverju þú mátt búast,” tautaði hann þunglega. •Edward strauk hendinni eftir örinu á andliti sínu. „Ég er nú ekkert sérstaklega fallegur sjálfur.” „Það er allt öðruvisi. Það er kominn tími til að einhver nái henni frá þessum stað.” „Eftir því sem mér hefir verið sagt,” sagði Edward rólega, „efast ég stórlega um að hún myndi vilja koma.” „En þú hefur ekki beðið hana um að koma, er það?” svaraði gamli maðurinn sigri hrósandi, um leið og hann gekk út með þeim. Fyrir utan húsið var lítill bill. Við hliðina á honum stóðu Beppo og hávaxinn ungur maður. Þegar hann sneri sér við greip Regina andann á lofti: „Giuliano.” En um leið sá hún að þessi maður var eldri og með ákveðnari höku- svip, enda þótt hann væri ótrúlega líkur sonarsyni markgreifans. Hún reyndi að brosa, en það var of seint. Matteo Tebaldi hafði heyrt hvað hún sagði og horfði á hana, og úr augum hans las hún eitthvað, er líktist hatri. Edward gekk fram og tók i höndina á komumanni. Síðan kynnti hann frænku sína fyrir honum. „Regina komdu hérna og heilsaðu syni Beppos, Matteo, sem var að koma frá Róm.” Matteo Tebaldi heilsaði henni 38 VIKAN 38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.