Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 54
X — Sauösvart 0 — Dökkmórautt
0— Hvftt • — Ljósmórautt
Be/ti:
Fitjið upp 6 I. á prjóna nr. 6 með-
hvítu. Prjónið garðaprjón og
munið að taka alltaf fyrstu I.
óprjónaða fram af. Fellið laust af,
þegar beltið er 130 sm langt.
Lopaslá
Mál: Sídd fyrir utan kögur ca 61
sm.
Efni: 400 gr hvítur hespulopi
(auðvitað alveg eins plötulopi) 200
gr sauðsvart og 100 gr mórautt.
Prjónfesta: 141. slétt eiga að vera
10 sm á breiddina.
Sláið:
Fitjið upp 240 I. með hvítu á
hringprjón nr. 5. Prjónið slétt. i
sjöundu umferð á að fella 12 I. af,
þannig að hver 19. og 20. I. er
prjónuð saman, alla umferðina á
enda (= 228 I. verða þá eftir).
Prjónið 8 umferðir hvítt til við-
bótar. Prjónið nú munstur nr. I.
Haldið svo áfram með hvítu og
fellið 12 I. af í fystu umferð eftir
munstrið þannig að hver 18. og 19.
I. er prjónuð saman ( = 216 I. eru
nú á prjóninum). Prjónið 16
umferðirtil viðbótar. Fellið enn af
12 I. og prjónið þá hverja 17. og 18
I. saman ( = 204 I. eru þá eftir). Nú
er munstur nr. II prjónað. ATH!
Fellið 4 I. með jöfnu bili á öðrum
prjóni munstursins ( = 200 I. á) og
fellið 8 I. með jöfnu bili á næst
síðasta prjóni munstursins ( = 192
I. á). ATH! Þegar langt er á milli
litanna þarf að vefja þráðunum
um hvern annan. Haldið áfram
með hvítu og fellið af 12 I. í þriðju
umferð eftir munsturbekkinn með
því að prjóna saman hverja 15. og
16. I. Fellið líka af 12 I. í sjöttu og
níundu umferð (það verður alltaf
einni I. færra á milli úrtakanna).
Nú er svo komið, að 156 I. eiga að
vera á prjóninum. Þá er að prjóna
munsturbekk nr. III. Þegar hann er
gerður, haldið þið áfram með hvítt
og fellið af 12 I. í fyrstu umferð
með því að prjóna 12. og 13.
hverja I. saman ( = 1441. á). Síðan
er fellt af aðra hverja umferð sex
sinnum (= 72 I.) Prjónið nú eina
gataröð fyrir snúru í hálsmálið á
þennan veg: X sláið upp á, 2 réttar
saman x endurtakið frá x til x
umferðina á enda. Prjónið svo sex
umferðir á venjulegan hátt og
endurtakið gataröðina. Bætið síð-
an fimm umferðum við og fellið
af. Brjótið inn af í hálsinn og tyllið
niður. Búið til snúru í hálsinn og
kögur úr 4 þráðum 25 sm löngum,
og festið í fimmtu hverja I. að
neðan.
Lopapeysan
beggja
Stærð: Lítil, meðal, stór (eða eftir
enska kerfinu S (M) L).
Mál: Brjóstvídd: 88 (94) 100 sm.
Lengd frá öxl: 63 (65) 67 sm.
Ermalengd frá armholi: 48 (50) 52
sm.
Efni: 600 gr sauðsvart, 100 gr Ijós-
mórautt, 200 gr hvítt, 100 gr dökk-
mórautt. Hringprjónar nr. 6, 40 og
70 sm langir, heklunál nr. 3 1/2,
sokkaprjónar nr. 4, 7 hnappar.
Prjónfesta: 13 I. slétt á prjón nr. 6
eiga að mælast 10 sm’á breiddina.
ATH! Þar sem langt er á milli
litanna, þarf að vefja þræðina
saman.
Jakkinn:
Byrjið á hægri ermi: Fitjið upp 32
(34) 36 I. á sokkaprjóna nr. 4 með
hvítu og prjóniö snúning, 1 slétt,1
brugðin, í 5 sm. Skiptiö á .litlá
hringprjóninn og prjónið slétt.
Prjónið eina umferð og aukið á
henni, svo að þið séuð með 42 I.
Nú er munsturþekkur nr. I
prjónaður, og í sextándu umferð
aukið þið 2 I. undir erminni (eina I.
eftir fyrstu I. og 1 fyrir síðustu I. í
umferð). Endurtakið í 12. hverri
umferð þar til 52 (52) 56 I. eru á
prjóninum. Þegar ermin er 48 (50)
52 sm mælt frá munsturbekknum,
er sett merki, þar sem umferðin
byrjar, undir erminni og annað
upp á öxlinni. Það verða 26 (26) 28
I. á milli merkjanna. Geymið
stykkið.
Bak og hægra framstykki:
Fitjið upp 57 (59 ) 60 I. með
mislitum enda (þessi er dreginn úr
síðar) á langa hringprjóninn (=
hægra framstykki) setjið síðan
ermina á prjóninn og fitjið aftur
upp með mislitum þræði 57 (59)
60 I. (= þakið). Nú eru samtals
166 (170) 176 I. á prjóninum.
Byrjið alltaf hverja umferð með
einni brugðinni I. Prjónið nú 7 (9)
11 umferðir með sauðsvörtu,
síðan er prjónaður munsturbekkur
nr. II, þá 7 (9) 11 umferðir
sauðsvart og þá munsturbekkur
nr. III. í nítjándu umferð þess
munsturs eruð þið hálfnuð með
jakkann. Fellið af með hvítu fyrstu
83 (85) 881. ( = hægra framstykki)
og fitjið strax aftur upp jafn
margar I. með sama lit ( = vinstra
framstykki). Hinar I. í umferðinni
eru prjónaðar samkvæmt munstr-
inu.
Bak og vinstra framstykki:
Prjónið eins og hægra stykkið
nema umsnúið. Byrjið í umferð 18
í munsturbekk nr. III, síðan nr. 17,
16, o.s.frv. Þegar munsturbekkur-
inn er búinn, eru prjónaðar 7 (9) 11
umferðir sauðsvart. Nú er munst-
ur nr. II prjónað og síðan 7 (9) 11
umferðir sauðsvart. Nú á að
prjóna saman I. í vinstri hlið ( = 57
(59) 60 I.) um leið og þær eru
felldar af. Eftir verða 52 (52) 56 I.,
sem settar eru á hringprjón.
Vinstri ermi:
Prjónuð eins og hægri nema
öfugri röð.
Frágangur:
Saumið ívél sitt hvoru megin . við
brugðnu lykkjuna neðst á jakkan-
um og klippið þar á milli. Takið
mislita þráðinn í hægri hlið og tínið
upp I. á prjón. Prjónið bak og
framstykki saman frá rögnunni um
leið og fellt er af.
Hálsmálið:
Þið finnið miðju munstursins á
bakstykkinu og mælið 9 sm til
hægri og 9 til vinstri út frá henni,
en 8 sm á framstykkinu til hvorrar
hliðar. Þræðið fyrir hálsmálinu og
saumið eftir því í vél áður en þið
klippið hálsmálið út. Tínið nú upp
53 (53) 561. meðfram hálsmálinu á
stutta hringprjóninn og notið
Ijósrautt. Prjónið munsturbekk nr.
IV, prjónið svo slétt fram og aftur
með Ijósmórauðu og prjónið eina
gataröð: x 2 sléttar saman, sláið
upp á x, endurtakið frá x til x
umferðina á enda. Prjónið síðan 9
umferðir með sauðsvörtu. Fellið af
og saumið hálsmálið frá röngunni.
'L) byrjiö hér'
Munstur II (S) byrjiö hér'
(M) byrjiö hér
Munstur I
neöst á ermunum
X — sauosvarx
0 — hvltt
O — dökkmórautt
• — Ijósmórautt
Boðungarnir og neðan á
jakkanum:
Það á að hekla með hvítu allan
hringinn á jakkanum og byrja efst í
vinstri hlið frá réttunni. Heklið 2
fastalykkjur í þriðju hverja I., en
heklið 4 I. í einu og sömu I. á
hornunum neðst. Klippið frá.
Heklið svo eina röð með dökk-
mórauðu og þá 1 fastalykkju í
hverja I. og þrjár í einu og sömu I. á
hornunum. Þið gerið hnappagöt
hægra megin fyrir konur, en
vinstra megin fyrir karla. Efsta
hnappagatið kemur á hálslíning-
una miðja, það neðsta 3 sm frá
kantinum. Klippið frá og heklið
eina röð með Ijósmórauðu 1
fastalykkju í hverja I. 2 fastalykkjur
í hvert hnappagat og þrjár á
hornunum í sömu I. Gangið nú vel
frá öllum endum og pressið
jakkann varlega frá röngunni.
54 VIKAN 38. TBL.