Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 54

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 54
X — Sauösvart 0 — Dökkmórautt 0— Hvftt • — Ljósmórautt Be/ti: Fitjið upp 6 I. á prjóna nr. 6 með- hvítu. Prjónið garðaprjón og munið að taka alltaf fyrstu I. óprjónaða fram af. Fellið laust af, þegar beltið er 130 sm langt. Lopaslá Mál: Sídd fyrir utan kögur ca 61 sm. Efni: 400 gr hvítur hespulopi (auðvitað alveg eins plötulopi) 200 gr sauðsvart og 100 gr mórautt. Prjónfesta: 141. slétt eiga að vera 10 sm á breiddina. Sláið: Fitjið upp 240 I. með hvítu á hringprjón nr. 5. Prjónið slétt. i sjöundu umferð á að fella 12 I. af, þannig að hver 19. og 20. I. er prjónuð saman, alla umferðina á enda (= 228 I. verða þá eftir). Prjónið 8 umferðir hvítt til við- bótar. Prjónið nú munstur nr. I. Haldið svo áfram með hvítu og fellið 12 I. af í fystu umferð eftir munstrið þannig að hver 18. og 19. I. er prjónuð saman ( = 216 I. eru nú á prjóninum). Prjónið 16 umferðirtil viðbótar. Fellið enn af 12 I. og prjónið þá hverja 17. og 18 I. saman ( = 204 I. eru þá eftir). Nú er munstur nr. II prjónað. ATH! Fellið 4 I. með jöfnu bili á öðrum prjóni munstursins ( = 200 I. á) og fellið 8 I. með jöfnu bili á næst síðasta prjóni munstursins ( = 192 I. á). ATH! Þegar langt er á milli litanna þarf að vefja þráðunum um hvern annan. Haldið áfram með hvítu og fellið af 12 I. í þriðju umferð eftir munsturbekkinn með því að prjóna saman hverja 15. og 16. I. Fellið líka af 12 I. í sjöttu og níundu umferð (það verður alltaf einni I. færra á milli úrtakanna). Nú er svo komið, að 156 I. eiga að vera á prjóninum. Þá er að prjóna munsturbekk nr. III. Þegar hann er gerður, haldið þið áfram með hvítt og fellið af 12 I. í fyrstu umferð með því að prjóna 12. og 13. hverja I. saman ( = 1441. á). Síðan er fellt af aðra hverja umferð sex sinnum (= 72 I.) Prjónið nú eina gataröð fyrir snúru í hálsmálið á þennan veg: X sláið upp á, 2 réttar saman x endurtakið frá x til x umferðina á enda. Prjónið svo sex umferðir á venjulegan hátt og endurtakið gataröðina. Bætið síð- an fimm umferðum við og fellið af. Brjótið inn af í hálsinn og tyllið niður. Búið til snúru í hálsinn og kögur úr 4 þráðum 25 sm löngum, og festið í fimmtu hverja I. að neðan. Lopapeysan beggja Stærð: Lítil, meðal, stór (eða eftir enska kerfinu S (M) L). Mál: Brjóstvídd: 88 (94) 100 sm. Lengd frá öxl: 63 (65) 67 sm. Ermalengd frá armholi: 48 (50) 52 sm. Efni: 600 gr sauðsvart, 100 gr Ijós- mórautt, 200 gr hvítt, 100 gr dökk- mórautt. Hringprjónar nr. 6, 40 og 70 sm langir, heklunál nr. 3 1/2, sokkaprjónar nr. 4, 7 hnappar. Prjónfesta: 13 I. slétt á prjón nr. 6 eiga að mælast 10 sm’á breiddina. ATH! Þar sem langt er á milli litanna, þarf að vefja þræðina saman. Jakkinn: Byrjið á hægri ermi: Fitjið upp 32 (34) 36 I. á sokkaprjóna nr. 4 með hvítu og prjóniö snúning, 1 slétt,1 brugðin, í 5 sm. Skiptiö á .litlá hringprjóninn og prjónið slétt. Prjónið eina umferð og aukið á henni, svo að þið séuð með 42 I. Nú er munsturþekkur nr. I prjónaður, og í sextándu umferð aukið þið 2 I. undir erminni (eina I. eftir fyrstu I. og 1 fyrir síðustu I. í umferð). Endurtakið í 12. hverri umferð þar til 52 (52) 56 I. eru á prjóninum. Þegar ermin er 48 (50) 52 sm mælt frá munsturbekknum, er sett merki, þar sem umferðin byrjar, undir erminni og annað upp á öxlinni. Það verða 26 (26) 28 I. á milli merkjanna. Geymið stykkið. Bak og hægra framstykki: Fitjið upp 57 (59 ) 60 I. með mislitum enda (þessi er dreginn úr síðar) á langa hringprjóninn (= hægra framstykki) setjið síðan ermina á prjóninn og fitjið aftur upp með mislitum þræði 57 (59) 60 I. (= þakið). Nú eru samtals 166 (170) 176 I. á prjóninum. Byrjið alltaf hverja umferð með einni brugðinni I. Prjónið nú 7 (9) 11 umferðir með sauðsvörtu, síðan er prjónaður munsturbekkur nr. II, þá 7 (9) 11 umferðir sauðsvart og þá munsturbekkur nr. III. í nítjándu umferð þess munsturs eruð þið hálfnuð með jakkann. Fellið af með hvítu fyrstu 83 (85) 881. ( = hægra framstykki) og fitjið strax aftur upp jafn margar I. með sama lit ( = vinstra framstykki). Hinar I. í umferðinni eru prjónaðar samkvæmt munstr- inu. Bak og vinstra framstykki: Prjónið eins og hægra stykkið nema umsnúið. Byrjið í umferð 18 í munsturbekk nr. III, síðan nr. 17, 16, o.s.frv. Þegar munsturbekkur- inn er búinn, eru prjónaðar 7 (9) 11 umferðir sauðsvart. Nú er munst- ur nr. II prjónað og síðan 7 (9) 11 umferðir sauðsvart. Nú á að prjóna saman I. í vinstri hlið ( = 57 (59) 60 I.) um leið og þær eru felldar af. Eftir verða 52 (52) 56 I., sem settar eru á hringprjón. Vinstri ermi: Prjónuð eins og hægri nema öfugri röð. Frágangur: Saumið ívél sitt hvoru megin . við brugðnu lykkjuna neðst á jakkan- um og klippið þar á milli. Takið mislita þráðinn í hægri hlið og tínið upp I. á prjón. Prjónið bak og framstykki saman frá rögnunni um leið og fellt er af. Hálsmálið: Þið finnið miðju munstursins á bakstykkinu og mælið 9 sm til hægri og 9 til vinstri út frá henni, en 8 sm á framstykkinu til hvorrar hliðar. Þræðið fyrir hálsmálinu og saumið eftir því í vél áður en þið klippið hálsmálið út. Tínið nú upp 53 (53) 561. meðfram hálsmálinu á stutta hringprjóninn og notið Ijósrautt. Prjónið munsturbekk nr. IV, prjónið svo slétt fram og aftur með Ijósmórauðu og prjónið eina gataröð: x 2 sléttar saman, sláið upp á x, endurtakið frá x til x umferðina á enda. Prjónið síðan 9 umferðir með sauðsvörtu. Fellið af og saumið hálsmálið frá röngunni. 'L) byrjiö hér' Munstur II (S) byrjiö hér' (M) byrjiö hér Munstur I neöst á ermunum X — sauosvarx 0 — hvltt O — dökkmórautt • — Ijósmórautt Boðungarnir og neðan á jakkanum: Það á að hekla með hvítu allan hringinn á jakkanum og byrja efst í vinstri hlið frá réttunni. Heklið 2 fastalykkjur í þriðju hverja I., en heklið 4 I. í einu og sömu I. á hornunum neðst. Klippið frá. Heklið svo eina röð með dökk- mórauðu og þá 1 fastalykkju í hverja I. og þrjár í einu og sömu I. á hornunum. Þið gerið hnappagöt hægra megin fyrir konur, en vinstra megin fyrir karla. Efsta hnappagatið kemur á hálslíning- una miðja, það neðsta 3 sm frá kantinum. Klippið frá og heklið eina röð með Ijósmórauðu 1 fastalykkju í hverja I. 2 fastalykkjur í hvert hnappagat og þrjár á hornunum í sömu I. Gangið nú vel frá öllum endum og pressið jakkann varlega frá röngunni. 54 VIKAN 38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.