Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 16
þess að sjá þau. Annars er Tokyo afskaplega
lífleg borg og manni leiðist ekki þar. Hún hefur
upp á allt að bjóða og er svo stór, að þetta eru
eiginlega margar borgir samsettar.
Þótt maður sé búinn að vera lengi í Japan, þá
finnur maður alltaf fyrir því að maður er
útlendingur. Þaíð gerir útlitið, sem er svo ólíkt.
Einu sinni var/ég staddur á veitingastað i einu af
úthverfum Tokyo og þá kom kona þangað inn
með lítinn krakka. Krakkinn stoppaði, benti á
mig og sagði: „Mamma, mamma, sjáðu
MfU’sbúann!”
— Hvað með kvenréttindamál í Japan?
— Það hefur margt breyst til batnaðar í þeim
málum, en þó er ekki algengt að kvenfólk vinni
úti eftir að það giftist. Kvenfólk giftist yfirleitt
ekki fyrr en á aldrinum 23 til 25 ára, og karlmenn
á aidrinum 25 til 27 ára. Það er líka mjög
sjaldgæft, að kvenfólk eigi böm í lausaleik, því
fordómar eru miklir gagnvart ógiftum mæðrum.
Hins vegar eru fóstureyðingar löglegar og
auðvelt að verða sér út um þær.
Japanir eru yfirleitt mjög barngóðir og láta
mikið með krakka og þar sem kvenfólkið er svo
mikið heima er lítið af bamaheimilum.
Fjölskyldubönd em sterk, sérstaklega úti á
landi og það er skylda barnanna að sjá fyrir
öldmðum foreldmm sínum. Þar af leiðandi em
elliheimili fágæt, sennilega finnast þau eingöngu
í Tokyo og öðmm stórborgum.
— Þú hlýtur að hafa kynnst vel japönskum
hugsunarhætti og venjum.
— Já, maður kynnist þessum hugsunarhætti
með því að umgangast Japani. Þeir em mjög
kurteisir i umgengni og það er oft erfitt að fá þá
til að segja hug sinn allan. Það er talin ókureisi
að láta óskir sínar ákveðið í ljósi t.d. með þvi að
segja: ,,Ég vil þetta, en ekki þetta.” Þeir fara
frekar i kringum hlutina og gefa svona lagað í
skyn. Yfirleitt taka þeir líka öllu með meira
jafnaðargeði en vesturlandabúar.
— Em þeir ekki stressaðir?
— Jú, sérstaklega í Tokyo, því það er ákaflega
stressandi að búa í svo fjölmennri borg.
Samkeppnin er líka mikil. Það skiptir miklu máli
að komast í góðan háskóla, því það opnar leiðina
inn í stóm fyrirtækin að háskólanámi loknu.
Japanir leggja hart að sér við vinnu, og em
ákaflega tryggir því fyrirtæki, sem þeir vinna
hjá.
Baða sig á hverjum degi
Japanir em mikil snyrtimenni og umgengni
innanhúss er mjög góð. Það skiptir þá miklu máli
að geta baðað sig á hverjum degi. í Tokyo, þar
sem húsnæði er mjög dýrt, em margir sem ekki
hafa efni á þvi að fá sér ibúð með baði, en þá em
almenningsböð á næstu grösum. Böðin em ekki
einungis stunduð vegna hreinlætis, heldur líka
til þess að slappa af. Maður byrjar á því að
þvo sér vandlega áður en farið er ofan i baðkerið.
Síðan, þegar búið er að þvo sér og skola af sér
sápuna, er sest ofan í sjóðandi heitt vatnið. Þar
situr maður í rólegheitum og lætur þreytu
dagsins liða úr sér. Það er ekki sama i hvaða röð
fjölskyldan baðar sig. Heimilisfaðirinn baðar
sig alltaf fyrstur, síðan synirnir, og síðast
kvenfólkið á heimilinu.
Húsin i Japan em mjög einföld og Japanir
nota yfirleitt hvorki stóla né rúm. Þeir sitja á
púðum umhverfis lág borð, og sofa á dýnum,
Tokyo er ógrynni af bömm. Allt frá örlitlum
kompum, þar sem varla komast fimm manns
fyrir, og allt upp í svokallaða risabari, þar sem
hundmðir komast fyrir í einu. Ég vann um tima
sem barþjónn á einum slíkum risabar.
— Vannstu kannski við eitthvað fleira?
— Já, ég kenndi ensku, en Japanir hafa
mikinn áhuga á því að læra hana. Hún er kennd í
skólum, en kennsluaðferðir em gamaldags.
Aðaláherslan er lögð á málfræðina, en nemendur
fá litla æfingu í að tala málið. Það em því ekki
margir, sem geta bjargað sér á því máli, jafnvel
þótt þeir hafi háskólapróf i ensku.
Ég kenndi líka islensku. Það var átta manna
hópur háskólakennara, sem stundaði íslensku-
nám hjá mér í tvö ár. Svo var ég túlkur í
Haukur ásamt
Andrési Indriðasyni
upptökustjóra á æfingu
sjónvarpsleikritsins
eftir Davíð Oddsson.
sem vafið er vafið saman og stungið inn i skáp á
daginn. Skilrúm milli herbergja em úr pappa og
það em einungis notaðir olíu- eða gasofnar til
upphitunar. Það getur því oft verið kalt í
húsunum á veturna.
— Hvernig líkaði þér mataræðið?
— Japanir borða hrísgrjón með öllum mat og
einnig borða þeir mikið af fiski og grænmeti. Til
dæmis borða þeir hráan fisk. Mér gekk vel að
venjast hrisgrjónum, og núna borða ég miklu
frekar hrisgrjón en kartöflur með mat. Það var
erfiðara að venjast fisréttunum, því ég hef aldrei
verið mikil fiskæta. Yfirleitt em margir réttir á
boðstólum hverju sinni. Hrísgrjón og fullt af alls
konar smáréttum. Af áfengi drekka þeir aðallega
hrisgrjónavín, sake, sem er dmkkið heitt. I
16 VIKAN 38. TBL.