Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 10

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 10
HVAÐ ER BÖLSÝNI? Sæll og blessaður Alvitur. Ég hef aldrei skrifað þér og ég vona að þú svarir þessu bréfi. Hvað er að vera bölsýn? Hvar get ég fengið að vita í hvaða ætt ég er? Veist þú í hvaða ætt ég er? Þarf vissan aldur til að fá vinnu erlendis? Hvað lestu úr skriftinni og hvenær heldurðu að ég sé fædd? Hvað merkja nöfnin Hólm- fríður og Úlfhildur? Þá eru allar spurningarnar komnar. Blaðið er ágætt, en ekki alltaf. Smásögurn- ar mættu vera betri og fleiri. Ég þakka birtinguna fyrirfram (ég vona að hún verði). Vertu blessaður, Hólmfríður. Hólmfríður mín! Þótt ég sé alvitur, þá heiti ég ekki Aivitur... Ég heiti Póstur, og mér er iiia vió að vera uppnefndur, auk þess sem ég á vin á Tímanum, sem heitir Alvitur, og hann vill örugglega ekki láta kalla sig Póst! En vindum okkur nú í spurningarnar þínar. Bölsýni er það sama og svartsýni, sem svo aftur er andstæða orðsins bjartsýni. í löngu máli sagt, þá er það að vera bölsýnn, þegarþú t.d. ákveður fyrirfram að það verði a/veg örugglega rigning á morg- un, þegar þú þarft endi/ega aö hafa sól, þvíþú ert aö fara I ferða- lag. Þú ert svo svartsýn, að þú pakkar ekki einu sinni niður, og gerir einhverjar aðrar ráðstafanir, býður ti/ þín gestum eða eitthvað álíka. Svo vaknar þú morguninn eftir, og auðvitað er sól eins og sagt var / veðurspánni. — Þú veröurbara að spyrja foreldra þína afhvaða ættþú ert, og ef þau vita það ekki, þá reynirðu að hafa upp á göm/um frænda eða frænku, þau bregðast aldrei. Ég veit því miður ekki í hvaða ætt þú ert, þó ég viti nú f/est allt! Skriftin ber vott um mikla skapfestu, ogþú ert fædd einhverntima á timabiHnu frá 1. janúar til 31. desember. Nafnið Hólmfríður er samansett úr hólm- ur og Fríður, og er upphaflega sænskt nafn. Friður merkir fögur, og er skylt sögninni að frjá (unna, elska), og orðinu friður. Úlfhildur merkir hins vegar valkyrja úlfs. PÓSTURXW KVIKSETNING Kæri draumráðandi! Hér er draumur, sem mig langar til að biðja þig að ráða, en móður mína dreymdi þennan draum fyrir nokkrum árum og getur ekki gleymt. Henni fannst hún vera á gangi, og kom að stórri sporöskju- lagaðri grasflöt. Allt í kringum hana voru há tré. Henni fannst í draumnum, að þetta muni vera það fallegasta, sem hún hafi séð. Þegar hún var komin út á rúmlega miðja flötina, fannst henni hún þurfa að ganga upp þrjú þrep, og þá til hægri. Þar var mjög snotur, lítil kirkja. Hún dáðist mjög að þessu öllu saman. Svo gekk hún til baka, og sá þá, þegar hún var komin niður þrepin, tvær grafir, mjög vel gerðar, og það var engin mold á börmum þeirra. Þar fannst henni að ætti að fara að grafá hana lifandi. Fyrir handan grafirn- ar sá hún þrjá bekki, fullsetna fólki, sem henni fannst vera að fylgja sértil grafar. En hún var að velta fyrir sér, hver átti að vera í hinni gröfinni, þegar hún gekk meðfram bekkjunum. Hún reyndi að þekkja fólkið sem þar sat, en þekkti engan, nema móður sína, sem sat grátáftdi fremst á aftasta bekk. Hún gekk til hennar og sagði hughreystandi: „Vertu ekki að gráta mamma mín, því við þessu er ekkert að gera." Þá svaraði móðirhennar: ,,Ég er búin að biðia þann, sem þessu ræður, að láta þig ekki kveljast lengi, hann lofaði að þessu yrði lokið klukkan hálfsex. — Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Á.K. Þótt þessi draumur líti ekki vel út, þá er hann móður þinni fyrir góðu. Grasf/ötin er /ánsmerki, boðar yfirleitt stöðuhækkun. Grafirnar eru fyrir giftingu eða barneign, og einhver merkilegur, hagkvæmur atburður mun henda móður þína. Hún fær fréttir af gömlum vini og hennar bíöa aukin þægindi. VINKONURNAR TALA EKKI VIÐ HANA Kæri Póstur! Ég vona að þetta bréf lendi ekki íþinnilandsfræguruslakörfu, enég er orðin leið á því að heyra ekki talað um annað en ruslakörfu í sumum bréfum. Jæja, það er best að snúa sér að efninu. Það byrjar eins og flest bréf, sem þú færð. Ég er svo svakalega hrifin af strák og við erum alltaf saman, en vinkonur mínar eru hættar að vilja tala við mig. Svo ég spyr þig: Hvað á ég að gera til að fá þær til að tala við mig? Svo þetta venjulega: Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldur þú að ég sé gömul? Vona að þú birtir þetta bréf eins fljótt og þú getur. Hvernig fara saman fiskur (kvk) og meyjan (kk)? Bless. SJB Svona getur /ífið nú verið erfitt, þegar velja þarf á milli vináttu og ástarsambands. — Þetta gerist yfir/eitt þegar ein stú/ka er ,,á föstu" en vinkonur hennar ekki. Sú ,,fasta" getur átt á hættu, að vinkonurnar nenni ekki að h/usta endalaust á hvað ,,hann"sagði og hvað,,hann"gerði. Núþarftubara að gera upp við þig, hvort þú vilt haldur halda ,,Honum" eða vinkonunum. Ef þú afræður að taka hann fram yfirþær, þá er þaö bara ágætt, því ef þú ert viss um að samband ykkar haldist, þá koma vinkonurnar til þín aftur, fyrr en varir. Skriftin bendir til þess að þú framkvæmir ekki hlutina án þess að hugsa þig tvisvar um, og einnig gefur hún til kynna gott skapferli. Þú ert svona 15 ára. Fiskur og meyja eiga engan veginn saman, þau eru alltof ólík til að samband þeirra geti blessast. HVER ER... HVERNIG FARA SAMAN....?? Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og vona að þetta bréf lendi ekki í þinni frægu ruslafötu. Ég ætla að þakka fyrir Stínu og Stjána, þau eru alveg snilld. Mig langar að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig. Hér koma þær. 1. Hver er happalitur og happatala þeirra, sem fæddir eru 22. febrúar? 2. Hvernig fara saman nautið (strákur) og fiskarnir (stelpa)? 3. Hvernig er stafsetn- ingin og skriftin? 4. Hvað lestu úr skriftinni? Með fyrirfram þökk, Stína stuð. Happalitur þeirra, sem fæddir eru 22. febrúar er hvítur og happatölur eru 3 og 4. Það er hæpiö að samband fiskastelpu og nauts- stráks b/essist, og /íklegt að nautið særi hana oft. Stafsetningin og skriftin erhvort tveggja mjög gott, og úr skriftinni má lesa að þú sért vingjarnleg og hugmyndaauöug. ER ÓHOLLT AÐ SOFA HJÁ BLÓMUM? Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og vona að þetta bréf lendi ekki í þinni frægu ruslakörfu. Ég ætla að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig. 1. Er óhollt að sofa í herbergi þar sem blóm eru? 2. Hver er happalitur og happatala þeirra, sem fæddir eru 24. október? 3. Hvernig fara saman sporðdrekastelpa og meyj- arstrákur?4. Hvað heldurðu að ég sé gömul? 5. Hvað lestu úr skriftinni? P.S. Hvernig er stafsetningin? Bæ' bæ' Kjáni. Já, kjáni minn, þú ert sko kjáni! Í fyrsta lagi, þá heitir mánuðurinn OKTOBER en ekki OKTOMBER, eins og þú skrifaðir það, og / öðru lagi þá stendur P.S. fyrir eftir- skrift, svo það er alveg út í hött að setja það á undan kveðjunni eins og þú gerir. En snúum okkur þá aö spurningunum þínum. Hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands fékk ég þær upplýsingar, að almennt er ekki talið óhollt að hafa blóm í herbergi, sem sofið er I. Þó eru einstaka tegundir, sem ekki er æskilegt aö hafa i svefnherbergi, en ég gat ekki fengið upplýsingar um, hvaða tegundir það væru. Hins vegar var vakin athygli á því, að það er ekki rétt, aö blóm eyði súrefni í loftinu, og þá á ekki að koma að sök að hafa blóm i svefnherbergi, en loftið verður rakara, og það eru ekki allir, sem þo/a það. Happalitir þeirra, sem eru fæddir 24. okt., eru blár og rauður og happatölur eru 6 og 9. Samband sporðdrekastelpu og meyjarstráks eru heldur hæpið, og ætti stelpan að hugsa sig tvisvar um, áður en hún steypir sér út i slíkt samband. Þú gætir verið svona 16 ára og skriftin bendir til að þú sért með heilann fullan af nýstárlegum hugmynd- um. Stafsetningin er góð. 10VIKAN 38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.