Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 6

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 6
Og það var hér, sem áhugi hennar á fötum vaknaði fyrir alvöru. Henni geðjaðist ekki að íburðarmiklum og óþægilegum klæðnaði kvennanna. Coco klæddi sig eins og karlmaður. Hún elskaði útreiðar og saumaði sér einfaldar reiðbux- ur og látlausan jakka við. Fáheyrt á þeim dögum! Orð- rómur komst á kreik, um að Coco væri kynvillt. Hún var eins og strákur að sjá, svona brjóstalaus og mjaðmagrönn! — Coco er engin fegurðardís, sagði franska skáldið Jean Coct- eau eitt sinn. — Og þessi augu. Hún horfir lengi á mann, og svo hlær hún. Þá veit maður, að hún vill ekkert með mann hafa. HÚN BYRJAR MEÐ HATTA Næsti maður í lífi Coco var englendingurinn Arthur Chapel. Hann var kallaður Boy. Þetta var ungur, snyrtilegur og strokinn maður. Coco fór með Boy til Ritz hótelsins í París og þar eyddi hið ástfangna, unga par mestum tíma sínum saman í rúminu. En Etienne var enn ekki búinn að segja sitt síðasta orð og vildi fá Coco aftur til sín. Og hún fylgdi honum aftur til hallarinnar. Boy vildi hins vegar ekki sleppa Coco og .sótti hana ti hallarinnnar, og sagan endurtók sig oftar en einu sinni. Coco sveiflaðist á milli þeirra. — En hvað ætli það hafi gert, sagði hún. Ég fékk þetta allt borgað. Um þetta leyti rættist einn af draumum Coco. Hreykin opnaði hún eigin hattaverslun í París. Balsan útvegaði húsnæðið og Boy fjármagnið. — Ég skildi vel, að ég yrði aldrei eigin herra, fyrr en ég gæti unnið og þénað mína eigin peninga, sagði Coco. Hattarnir hennar voru einfaldir og án fjaðraskrautsins, sem í þá daga þótti sjálfsagt. En þrátt fyrir það gekk verslunin vel strax frá byrjun. — Það er agalega sniðugur tískuteiknari í Rue Gabriel, sagði eitt sinn franska leikkonan, Gabri- elle Dorziat, við vini sína. Og þar með var framtíð Cocos ráðin. Hinir einkennilegu hattar hennar urðu hæstmóðins meðal leikhúsfólksins. Nú yfirgaf Coco Etienne Balsan og einbeitti sér að litlu versluninni sinni. Og brátt breyttist hún i tískuhús. Í fyrstu teiknaði hún og framleiddi einföld og sportleg föt. Þau voru þægileg og með nokkuð herralegu sniði. Þó fundu fleiri og fleiri af aðalsfrúm landsins leiðina til Coco. Þær gátu borgað vel, og peningarnir fóru að streyma inn. Þegar heimstyrjöldin fyrri braust út 1914, flutti Boy Chapel aftur til London. Þaðan skrifaði hann Coco og ráðlagði henni að opna verslun í Biarritz, þar sem bæði franski og enski aðallinn leitaði skjóls. Coco tók ráði hans, og ári síðar rak hún þrjár verslanir. Ein var auðvitað í París, en hinar í Biarritz og franska ferðamanna- bænum Deauville. Þrátt fyrir stríðið héldu peningarnir áfram að streyma inn. HIÐ VINSÆLA EFNI______________ Veturinn 1916 heimsótti versl- unarmaður nokkur Coco og bauð henni efni, sem hann kallaði „Jersey." Coco sló til og keypti allan lagerinn af honum. Úr þessu nýja efni framleiddi hún einfaldar flíkur, peysur, vesti, sjómanna- blússur og skyrtublússur. Coco hafði fundið efnið, sem varð heimsþekkt. Tískuhúsið Chanel kynnti þetta fræga efni fyrst allra. Þegar stríðinu lauk, var Coco orðin fræg. Hún fyrirgaf Boy, að hann skildi yfirgefa hana til að kvænast annarri konu. Á jólakvöld 1919, ók Boy á klettavegg og lést samstundis. Hann lét eftir sig konu og barn. Boy hafði farið að heiman, án þess að segja nokkuð frá ferðum sínum, og í bílnum fannst það allra nauðsynlegasta af persónulegum eigum hans. Coco tók það sem svo, að Boy hefði verið á leið til hennar. Hún trúði því statt og stöðugt það sem eftir var ævinnar, og sú trú gaf henni styrk til að mæta vonbrigð- um, sem hún varð að þola í ástarævintýrum sínum síðar. Boy hafði arfleitt Coco að miklum fjármunum. Fyrir þetta fé keypti hún stórt hús utan við París og opnaði nýtt tískuhús á Rue Gambon. Verslunarreksturinn gekk alltaf betur og betur, auðæfi Coco jukust, og vinahópurinn varð stærri og virðulegri. Og enn kom Coco með nýja tísku í París. Hún fór með nýja elskhuganum sínum, Dimitri Trub- ezkoj stórfursta, í frí á frönsku Riveruna. Hún elskaði að liggja og sleikja sólina og synda í hafinu. Hingað til hafði þótt fínt að vera fölur yfirlitum. En þegar Coco kom úr fríinu kaffibrún og hraustleg fór þessi nýja tíska eins og eldur í sinu um borgina. Enn mátti Coco þola niðurlæg- ingu. Dimitri yfirgaf hana og tók saman við ameríska milljóna- mæringsdóttur. Coco reyndi að gleyma óhamingju sinni og fór að stunda hið Ijúfa líf. Hún sóttist eftir félagsskap fólks eins og Salvador Dali, Jean Cocteau, Picasso og Isadoru Duncan. Igor Stravinskij var líka einn af vinum hennar, og hún bauð honum og konu hans að búa í húsi sínu, svo að hann gæti einbeitt sér að tónsmíðum, án þess að hafa fjárhagsáhyggjur. BRENNHEIT ÁSTARBRÉF Coco var 43 ára, þegar hún hitti enn einn mann. Þetta var Hugh Richard Arthur Grosenor, hertogi af Westminster — ríkasti maður Englands. Hann var 46 ára og átti tvö misheppnuð hjónabönd að baki. Hann var persónulegur vinur Winstons Churchill og einn af fremstu mönnum Englands. Þegar hann bjó í London sendi hann sérlegan boðbera tvisvar í viku til Coco í París með brennheit ástar- bréf. i nokkur stormasöm ár lifði Coco sannkölluðu lúxuslífi með hinum nýja elskhuga. En sam- bandi þeirra lauk, þegar Ijóst var, að Coco gæti ekki eignast barn. Hún hljóp frá einum lækni til Ar hvert kynnti hún nýjan svip á hinu sígilda litbrígói sínu um trefillinn og beltið. 6VIKAN 38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.