Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 46
svarar augnatilliti hans. Lögreglu- foringinn snýr sér aftur í stólnum. — Hvað vorum við komin langt? — Lögregluforinginn var búinn að segja. að ástæður hefðu ekki verið margvislegar og hópur hinna grunuðu lítill. — Rétt. Og það er einmitt oft þetta. sem er vandamálið. Hvað þarf eiginlega til þess að fremja slikan verknað sem morð? Hann situr hljóður stundarkorn og starir fram fyrir sig. — En fjarvistarsönnun? spyr hún. — Hvar voru hinir grunuðu, þegar morðið var framið? Og heyrði kona hans ekkert? — Hún var að heiman. ! Paris. Og með vinum allan daginn. — Cagade? — Heima við og hlustaði á tónlist. Ráðskonan heyrði bæði tónlistina og rödd hans sjálfs, sem söng og trallaði með. — Starfsbróðirinn? — John Rydes var á konsert í húsi skammt frá. Og frændinn hafði farið í kvikmyndahús. Stúlkan i miðasölunni mundi, að hann' hafði keypt af henni miða. — Allir voru sem sagt i grenndinni, og allir hefðu getað stungið af stundarkorn, framið morðið og hiaupið aftur til baka á sinn stað. Lögregluforinginn sendir henni viðurkennandi augnaráð. — Þér eruð ekki svo blá, ungfrú. Ráðskona Cagades þurfti ekki endilega að hafa heyrt rödd hans allan tímann, Rydes hefði getað brugðið sér frá í hléi, og Pears hefði getað skroppið út af bíóinu i fimmtán mínútur. Hvert þeirrai þriggja hefði getað gert þetta. — En lögregluforinginn hafði engar sannanir? — Nei, eiginlega þvert á móti. Allir á konsertinum voru sammála um, að Rydes hefði verið þar allan tímann, stúlkan í miðasölunni sór og sárt við lagði, að enginn hefði yfirgefið kvikmyndahúsið, meðan á sýngingunni stóð, og ráðskonan kvaðst geta lagt eið út á, að hún hefði heyrt rödd Cagades allan tímann, sem um var að ræða. Og allir virtust segja sannleikann. NÚ ER BARIÐ kurteislega að dyrum. Fulltrúinn kemur inn. Fyrst lítur hann snöggt á stúlkuna með blokkina, síðan snýr hann allri athygli sinni að lögregluforingjan- um. — Maðurinn er hroðalega lim- lestur eftir fallið. Læknirinn telur, að hann hafi látist samstundis, trúlega um leið og hann rak höfuðið utan í kantsteininn. öll ummerki á staðnum staðfesta þetta álit, blóð- slettur á steininum og við hann. Hemlaförin eru greinileg á vegin- um. — Þér sögðuð, að eiginkonan hefði verið undir stýri? — Það passar. — Og i aftursætinu sat vinur hjónanna? — Já, tiltölulega ungur maður. — Á aldur við konuna? — Já, svona á að giska. — Og hinn látni var dálitið eldri? — Já, svona tuttugu árum eldri. Lögregluforinginn klórar sér í höfðinu, dregur inn ístruna, leggur vinstri höndina upp á borðið og hamrar með fingrunum á borðplöt- una. Hann snýr sér að stúlkunni. — Geðjast ungfrúnni að kaktus- um? — Ja, nei, ekki sérstaklega. — Mjög áhugaverðar plöntur, segir hann. — Þessi hérna til dæmis. Hann lyftir upp einum blóma- pottinum, potar i nálarnar, leggur pottinn aftur frá sér og snýr sér í stólnum. — Eru þau enn á stöðinni? - Já. — Setjið þau sitt í hvort herbergi. Spyrjið þau, hvort sam- band þeirra sé náið. Gangið hart að þeim, ef nauðsyn krefur. — Já, lögregluforingi. Fulltrúinn fer. — Heldur lögregluforinginn, að hér sé um annað og meira en slys að ræða? spyr stúlkan. — Ég hef ekki fengið allar 46VIKAN38. TBL. SEXTUGS- AFMÆLI LÖGREGLU- FORINGJANS upplýsingarennþá, allar staðreynd- ir í málinu. Þegar ég hef fengið þær, þá fer ég að grúska i smáatriðunum. Finni ég ekkert grunsamlegt, nú, þá er þetta slys. Hann hlær, og henni tekst að kreista fram bros. — Eigum við að halda áfram með tónlistarmanninn? segir hún. — Gerum það. Ég held ég hafi sagt yður allt, sem máli skiptir, allt, sem við gátum farið eftir. — Engin fingraför? - Nei, ekkert til að fara eftir, bókstaflega ekkert. Og samt lá lausnin fyrir framan nefið á okkur. — Ég skil ekki. — Hún lá þar frá upphafi. fyrir augunum á okkur öllum. Lausnin var skráð á nótnablaðið. — Nótnablaðið? - Já. — Ég skil enn ekki. — Hill var að semja lag, þegar hann var myrtur. — Já, það hefur lögreglu- foringinn þegar sagt. — Nótnablaðið lá á píanóinu. — Ég fylgist enn með. — Á blaðinu voru nótur, sem hinn myrti hafði sýnilega skrifað. — Já. — Én engum okkar datt í hug að spila lagið. Ekki fyrr en mörgum dögum , liklega viku siðar. Ég gerði mér ferð til hússins. Og skyndilega laust því niður i huga mér, að ég skyldi leika lagið. Ég gerði það. Sæmilegur slagari, ekki fullgerður. Hann þagnar, eins og til að auka forvitni hennar. — Haldið áfram, biður hún. — Lagið hljómaði eðlilega fram áð siðustu nótunum, sem hann hafði skrifað. Þær komu eins og skrattinn úr sauðarleggnum og virtust gjörsamlega út í hött. — Haldið þér, að hann hafi vitað, að átti að myrða hann, þegar hann skrifaði þessar nótur? - Já. — Og ótti hans haft þessi áhrif? — Nei, þannig var það ekki. Ég las þessar nótur aftur og aftur og sá, að fyrst var lágt C, þá hátt A, sem er stökk upp á við um hálfa aðra áttund, og það getur enginn dægurlagasöngvari. Þá kom hátt G og hátt A aftur, og lokst hoppaði hann niður i lágt D og lágt E. — Og hvað fenguð þér út úr þessu? — Eruð þér ekki með á nótunum? C-A-G-A-D-E.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.