Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 17
sjónvarpinu þegar tveir íslenskir glímukappar heimsóttu Japan. Það voru þeir Þorvaldur Þorsteinsson og Jón Unndórsson, sem voru í boði japanskrar sjónvarpsstöðvar. Ég var líka leiðsögumaður þeirra í Japan. Vesturlandabúar allir eins — Hvað finnst Japönum almennt um vesturlandabúa? — Þeim finnst við allir eins. En þeir eru mjög hrifnir af vestrænni menningu og tísku, og líta frekar upp til vesturlandabúa. Margar stúlkur fara í andlitsaðgerð og þess háttar til þess að fá vestrænt útlit. — Þeir eru svipaðir íslendingum að því leyti, að þeim er mikið í mun hvaða hugmyndir aðrar þjóðir hafa um Japan. Þeir gera sér mikið far um að kynna útlendingum betri hliðar Japans. Þeir hafa líka áhuga á öðrum þjóðum og vilja kynnast þeim. í sjóvarpinu eru oft þættir um líf og hætti á vesturlöndum. I Tokyo eru átta sjónvarpsrásir og tvær þeirra eru rikisreknar, þar af önnur kennslusjónvarp. Sjónvarpsútsendingar standa yfir frá því snemma á morgnana og fram yfir miðnætti. Þeir sýna mikið af kvikmyndum og setja þá japanskt tal inn á þær. Það er skritið að sjá þessar myndir, sem maður kannast oft við, með amerískum og enskum leikurum, en japönsku tali. Kvikmyndaeftirlit er hins vegar mjög strangt og fastar reglur um hvað má sýna. Kynfæri mega til dæmis alls ekki sjást og eru strikuð út í kvikmyndum. Hið sama gildir um erlend tímarit, sem flutt eru inn. Þau eru öll ritskoðuð og strikað út úr þeim. Yfirleitt vita Japanir ekkert um Island og rugla þvi oft saman við írland. Fyrst halda þeir samt alltaf að maður sé Bandaríkjamaður. Leikstjóri og fararstjóri — Ef við segjum svo skilið við Japan. Var ekki skrítið að koma aftur hingað heim eftir dvölina þar? — Jú, það var talsvert erfitt að koma heim aftur, því maður var orðinn vanur ýmsum japönskum siðum. Annars var ég svo stutt héma heima. Ég fór sama ár til Bretlands og hóf þar nám í leikhúsfræðum við Hull University. — Var auðvelt að komast inn í háskólann þar með japanska undirstöðu í leikhúsfræðum? — Ég komst að minnsta kosti inn. Ég sótti um frá Japan, en leiklistardeildin þama í Hull skiptist í „Special Students” og „Joint Students.” „Special Students” leggja eingöngu fyrir sig leikhúsfræði og verklegt leiklistamám, en „Joint Students” læra fleiri greinar. Ég sótti um „Special,” en þar komast aðeins átta nemendur inn á ári. Þessi deild er mjög góð og sérstakt leikhús, sem tilheyrir henni. Einnig er þarna sjónvarpsstúdíó, sem deildin hefur til afnota. I þessu námi er boðið upp á námskeið í leikstjórn, búningateiknun, ljósatækni, kvik- myndagerð, sjónvarpsleikstjórn o.fl. Þarna em líka settar upp margar sýningar á ári og er skylda að taka þátt i a.m.k. einni þeirra. Námið tekur þrjú ár og ég lauk prófi vorið 1975. — Það er oft haft á orði, að fólk sem hefur numið leiklist erlendis fái lítið að starfa, þegar heim er komið. Hvað hefur þú fengist við síðan þú komst heim? — Ég hef mestmegnis starfað með félögum áhugafólks úti á landi. Veturinn 1975-76 setti ég upp leikrit á Egilsstöðum og á Höfn í Hornafirði og var aðstoðarleikstjóri ímyndunar- veikinnar í Þjóðleikhúsinu. Á síðasta vetri setti ég svo upp leikrit í Þorlákshöfn, í Skagafirði og á Húsavik. Ég var þá líka með leiklistarþátt í útvarpinu ásamt Sigurði Pálssyni. Einnig byrjaði ég eftir að ég kom heim frá námi, að vinna sem fararstjóri í Spónarferðum hjá Sunnu og hef haft það starf til ígripa síðan. — Hvað af þessum verkefnum þótti þér skemmtilegast að fást við? — Tvímælalaust I deiglunni, sem ég setti upp með Leikfélagi Húsvíkur. Það er mikið átak fyrir áhugamannafélag að taka svo þungt og dramatiskt verkefni, en ég var mjög ánægður með leikarana i sýningunni, þvi þetta er erfiðasta og viðamesta verkefni, sem ég hef unnið að. Vantar virkilegt íslenskt leikhús — Hvað finnst þér um leiklist á íslandi i dag? — Miðað við fámenni þjóðarinnar er mikill áhugi fyrir leiklist hér á landi og umræður um leikhús og leiklist algengar. Úti á landi hefur orðið talsverð breyting í sambandi við verkefnaval og nú er algengara að tekin séu fyrir erfiðari verkefni og verk, sem höfða meira til samtimans. Leiklist er svo ung hér á landi, að það ætti að vera spennandi að vinna hér. Ég hef áhuga á þvi að fá að vinna meira með atvinnufólki, en hingað til hef ég ekki fengið mörg tækifæri til þess. Það sem vantar hérna er virkilegt íslenskt leikhús. Við þurfum ekki endilega að binda okkur við þær hefðir, sem skapast hafa hjá nágranna- þjóðum okkar, heldur ættum við að geta notfært okkur það hvað íslensk leiklist er ung. — Hefur japönsk leiklist haft mikil áhrif á þig í sambandi við leikstjórn ? — Þessi dvöl mín í Japan hafði mjög mótandi áhrif ó mig og i starfi, sem er jafn persónulegt og leikstjórn. hlýtur það að koma fram. Sjálfur er ég mjög hrifinn af stilhreinum og myndrænum sýningum, en það er einmitt einkennandi fyrir japanskt leikhús. — Hefurðu í hyggju að kynna þér leiklist í fleiri löndum? — Ég hef áhuga á allri þjóðlegri leiklist og vildi gjarna kynna mér hana betur í Indónesíu, á Indlandi og í Kína. Það væri líka spennandi að fara til austantjaldslanda. En mig er líka farið að langa til að setjast að. Ég er búinn að vera á flakki í átta ár. Fyrst sem ár í nómi og svo ýmist á Spáni eða úti á landi í tvö ár. Maður er orðinn hálf rótlaus. — Gætirðu hugsað þér að setjast að í Japan til frambúðar? — Ekki i Tokyo. Það væri þá frekar í einhverri minni borg, en það er erfitt að fá vinnu þar. Ég gæti vel hugsað mér að fara til Japans aftur og vera þar í nokkur ár. Helst vildi ég samt setjast að hér heima, en geta verið í tengslum við leikhús erlendis. A. Á. S. 38. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.