Vikan


Vikan - 22.09.1977, Page 44

Vikan - 22.09.1977, Page 44
Lögregluforinginn var snillingur í að leysa morðgátur. Sérstaklega var hann næmur fyrir þríhyrningnum — miðaldra eiginmaður, unga konan og elskhugi hennar. SKRIFSTOFAN lítur út eins og skrifstofa yfirmanns rannsóknar- lögreglu á að líta út, svolítið óvistleg og aðeins búin nauðsyn- legustu húsgögnum. Hún er að hálfu leyti ópersónu- leg, en ber þó vott um sérkennileg- an smekk lögregluforingjans. í gluggasyllunni er röð af kaktusum, gegnum rúðuna sést út í bakgarð. Skrifborð, sem muna má sinn fífil fegri — þrír símar á borðinu, fjórir litlir kaktusar — stór ferköntuð ritvél á hliðarborði — veggirnir naktir að frátöldu tólf ára gömlu veggspjaldi með mynd af hollenskri blómasýningu. Skrifborðsstóllinn er vandaður,með örmum og dimm- bláu áklæði, hinum megin borðsins öllu óþægilegri gestastólar með trésetu. upp við vegginn fjær hvilubekkur með gulrósóttu efni, sem stingur mjög í stúf við dökkbrúnan litinn i veggnum. Á hvílubekknum siturstúlka, eða réttara sagt dama — um það bil þrítug. Hún situr með saman- klemmda fætur, þráðbein í baki og heldur hliðartösku sinni þétt upp að sér. Hún situr framarlega á bekknum, viðbúin að þjóta upp við fyrsta henni sæti á öðrum tréstólnum. — Þér eru frá Daily News? — Daily Telegraph, segir hún. — Æjá, nú mað ég það. Hann kemur sér vel fyrir í skrifborðsstólnum og hagræðir ístr- unni. — Þér höfðuð lofað mér viðtali, segir stúlkan. — Passar. — Vegna sextugsafmælis lög- regluforingjans á laugardag. — Sunnudag. — Laugardag, endurtekur stúlk- an, — það á að birtast í laugar- dagsblaðinu. HÚN opnar hliðartöskuna, tekur upp blokk og blýant. Svo lætur hún töskuna renna niður á gólfið og bregður blýantsoddinum á tungu sér af gömlum vana. — Ég skil, segir lögreglufor- inginn. — En afmælið er samt sem áður ekki fyrr en á sunnudag. Hann brosir og fitlar við yi'ir- skeggið, finnur hvernig það kitlar nasavængina. — Hversu lengi hefur lögreglu- foringinn starfað hér um slóðir? byrjar hún. Sextugsafmœli lögre tiiefni. Lítur öðru hverju á úrið sitt, gýtur augunum til dyranna. Kannski fullmikið förðuð, varalit- urinn ekki alltof nákvæmlega smurður, kinnaliturinn ofurlítið misjafn í vöngunum. Um leið og lögregluforinginn kemur inn, þýtur hún á fætur i miklu ofboði. Hvílubekkurinn renn- ur u. þ. b. tvo metra fram eftir nýbónuðu gólfinu. Munnsvipur lögregluforingjans harðnar — klaufaskapur stúlkunnar ergir hann. Svo brosir hann, gengur til móts við hana og réttir fram sterklega höndina. — Velkomin, segir hann og býður — 38 ár, svarar hann stuttlega, — síðustu tíu árin sem yfirmaður þessarar deildar. Hún punktar niður. — Byrjuðuð sem venjulegur lögreglumaður? heldur hún áfram. — Vill ungfrúin kaffibolla? Hún kinkar kolli. Hann lyftir einu simtólinu og hringir í tveggja stafa númer. — Gjöra svo vel að koma með tvo kaffi, segir hann í símann. Hún hreyfir sig órólega á tré- stólnum. Það er eins og hún viti ekki almennilega, hvernig hún eigi að ná taki á honum. — Lögregluforinginn hlýtur að hafa frá mörgu spennandi og athyglisverðu að segja, reynir hún. — Eftir svona mörg ár, svona mikla reynslu. Þögn stundarkorn. — Ég hef reynt ýmislegt, segir hann. Lögreglufulltrúinn kemur inn með tvö plastglös, setur annað fyrir lögregluforingjann, hitt á borðs- hornið hjá stúlkunni. Lögregluforinginn tekur eftir einkennilegur augnatilliti þeirra, eins og þau séu þátttakendur í samsæri. — Takk, segir hún, sýpur á glasinu og finnur biturt bragðið af duftkaffinu á vörum sér. — Hvaða eiginleikum þarf góður lögregluforingi að vera gæddur? spyr hún. Lögregluforinginn hallar sér aftur á bak, spennir greipar um hnakk- ann og hugsar sig um. — Hann þarf að geta safnað upplýsingum, segir hann, — og kunna að vinna úr þeim á réttan hátt, hann þarf að kunna að tína það nýtilega úr upplýsingabunkan- um og raða því saman á alla vegu, uns lausnin er fengin. Lausnin er einmitt oft rétt við nefið á okkur. 44VIKAN38. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.