Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 52

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 52
Lopaflíkur til vetrarins Lopajakki með berustykki Stærð: 38 (40) 42. Mál á peysunni: Brjóstvídd: 89 (92)96sm. Ermalengd frá handar- holi: 44 (46) 48 sm. Lengd frá öxl: 72 (73) 74. Efni: Hespulopi (eða plötulopi, en þá notið þið þrjá þræði). Hring- prjónar nr. 6, 40 og 70 sm langir, hringprjónn nr. 5, 40 sm langur. Heklunál nr. 4, 7 hnappar. Þið þurfið 600 gr af hvítu, 200 gr af sauðsvörtu, 100 gr mórautt dökkt, 100 gr mórautt Ijóst. ATH! Þið prjónið jakkann í hring og klippið upp á eftir. Bak og framstykki: Fitjið upp 116 (120) 124 I. af sauð- svörtu á prjóna (hringprj.) nr. 6 og prjónið garðaprjón í sex umferðir, prjónið svo slétt. Prjónið fyrstu I í umferð: ( = beint framan á) ranga alla leið upp úr. Prjónið nú munstur nr. I ATH! í níundu umferð á að prjóna 1 I. hvíta og 1 I. mórauða, en ekki eins og sýnt er á teikning- unni. Þegar búið er að prjóna munstur nr. I, er prjónað hvítt í 20 (21) 22 sm. Fellið nú af í hliðunum: Setjið merki eftir 29. (30) 31. lykkju og eftir 87. (90). 93. lykkju. Næsta umferð: X Prjónið þangað til tvær lykkjur eru að fyrsta merkinu, prjónið tvær réttar saman, takið eina óprjónaða, prjónið eina rétta og dragið óprjónuðu lykkjuna yfir. Endurtakið frá X við næsta merki. Þið fellið af 4 lykkjur í umferð. Endurtakið það þrisvar, fjórðu hverja umferð. Þegar stykkið er 38 (39) 40 sm á að auka í hliðunum á eftirfarandi hátt: x Prjónið þar til ein lykkja er að merkinu, aukið 11. prjónið 2 I. rétt, aukið 1 I. Endurtakið frá X við næsta merki. Þið aukið út fjórar I. í umferð. Endurtakið þrisvar sinnum fjórðu hverja umferð. Þegar peysan er 47 (48) 49 sm á að setja 9 (9) 10 I. í hvorri hlið á nælu vegna arm- holslns. Leggið peysuna til hliðar og prjónið nú ermarnar. Ermar: Fitjið upp 40 (40) 40 I. af sauð- svörtu á styttri hringprjónana nr. 6. Prjónið garðaprjón í sex um- ferðir. Prjónið svo áfram slétt og prjónið munstur nr. I og síðan eina umferð svart. Þá er búið að prjóna uppábrotið. Snúið nú röngunni á uppábrotinu út og haldið áfram meðermina. Byrjið á einni umferð réttri með svörtu og síðan ellefu umferðir snúning (= 1 slétt 1 snúin). Prjónið síðan áfram slétt með hvítu. Þegar ermin er 25 sm á að auka í eina I. mitt undir á erminni (fyrir fyrstu og eftir síðustu I. í umferð) fjórðu hverja umferð 4 (5) 5 sinnum. Þegar ermin er 44 (46) 48 sm mælt frá uppábrotinu á að setja á þráð 9 (9) 10 I. fyrir armholinu. Prjónið hina ermina. Berustykki: Byrjið við lykkjuna beint framan á og sameinið öll stykkin á langa hringprjóninn. Þið eigið að hafa 168 (174) 174 I. á prjóninum. Prjónið munstur nr. II. Úrtökur: x Í fjórtándu umferð á að prjóna saman 5. og 6 hverja I. af Ijósmórauðu. í sautjándu umferð á að prjóna saman 4. og 5. hverja I. með dökkmórauðu. i 20. umferð byrjar munstur nr. III. í þeirri umferð fellið þið af þannig að 110 (115) 115 I. séu eftir. í 21. umferð á að prjóna 4. og 5. hverja I. Ijósmórauða saman. i 25. umferð prjónið þið 3. og 4. hverja hvíta I. saman. i 29. umferð er það 2. og 3. hver I. hvít saman. Nú eru 44 (46) 46 I. eftir. Skiptið yfir á lítinn hringprjón nr. 5 og prjónið kragann. Kraginn: Kraginn er munstur nr. IV. Eftir munstrið er prjónað með sauð- svörtu: 1 umferð. slétt, 1 umferð brugðið og 8 umferðir slétt. Fellið laust af. Frágangur: Saumið í vél sitt hvorum megin við lykkjuna beint framan á ogklipp- ið á milli. Heklið með sauðsvörtu. Byrjið neðst á hægra framstykki, heklið fastalykkjur, heklið yfir 1 I. og í aðra hverja I. Gerið hnappagat í þriðju röð, fyrsta hnappagatið 6 sm frá brún að neðan. Heklið 2 raðir eftir að hnappagötin hafa verið gerð. Heklið eins á vinstra framstykki, en sleppið hnappa- götunum. Fellið saman lykkjurnar í armholinu. Heklið smeyga fyrir beltið og festið í hliðarnar. 52 VIKAN 38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.