Vikan


Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 11

Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 11
HEIMILISFANG...... Kæri Póstur! Ég þakka gott blað og skemmti- legt efni. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga og ég vildi óska þess, að ruslakarfan hafi ekki lyst á bréfinu. 1. Veistu heim- ilisfang einhvers blaðs í Rúmeníu, Brasilíu eða í Singapúr? Ef svo er, viltu þá vera svo væn(n) að segja mér frá því. 2. Hvaða merki á best við sporðdrekastelpu? 3. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul? Jóna Ég hef nú ekki nafn á neinu biaði í þessum löndum, en ef þú ert að sækjast eftir pennavinum, get- urðu skrifað tii pennavinaklúbbs- ins í Finniandi: /nternationa/ Youth Service, Turku, Finiand. Þeir útvega pennavini um allan heim, og ekki ólik/egt að þeir geti gefið þér a.m.k. nafn á einu blaði, sem þú gætir skrifað ti/, ef það er ekki pennavinur sem þú hefur í huga. Hrúturinn á eiginlega best við sporðdrekastelpu. Skriftin ber vott um fijótfærni og þú ert svona 15 ára. KONURNAR BÁÐU í HLJÓÐI.... Kæri Póstur! Ég þakka gott blað. Hvað ætti ég að vera þung, ef ég er 1.67 á hæð? Hvað þýðir þessi setning: ,,Konurnar báðu í hljóði og töldu perlurnar á bænafestinni sinni?" Hvað þýða nöfnin Úlfhildur og Hólmfríður? Veistu hvar ég get fengið að vita um ættina, sem ég er í? Og svona að lokum: Hvað lestu úr skriftinni og hvenær á árinu heldurðu að ég sé fædd? Bæ, bæ. Fríða. Þú ættir að vera svona 55 - 56 kg. miðað við hæð. Þessi setning sem þú ta/ar um vísar á þann katólska sið að biðja og telja perlurnar á bænafestinni samtímis. Bæna- festi, eða öðru nafni talnaband, er langt band, sem skiptist í þrjá hluta, og eru um fimmtiu perlur I hverjum hluta. Hver perla er tákn sérstakrar bænar. Einn hlutinn stendur fyrir Faðir-vorið, sá næsti fyrir Maríubæn, og sá þriðji er lofgjörð. Konurnar þy/ja hverja bæn, um leið og þær snerta perl- urnar. Öllum hinum spurningun- um þínum ætla ég að láta ósvarað, þar sem ég svaraði þeim í 34. tbl. þessa árs.... Þú verður að athuga að vinnslutími Vikunnar er aldrei minni en 3-4 vikur, og því verðurðu að bíða þolinmóð eftir að bréfin þín birtist í Póstinum! Pcnnavinir Bob AHen, 337 Gatewater, 303, Glen Burnie, Maryland, 21061 U. S.A 18 ára gamall Þjóðverji, sem er búsettur í Bandaríkjunum, og er mjög einmana. Hann óskar eftir bréfaskiptum við íslendinga á aldrinum 14-50 ára, sem hafa gaman af að skrifa og fá löng svarbréf, og óska eftir ævilangri vináttu. Bob vill skiptast á frímerkjum, minjagripum og póst- kortum við þá sem vilja. Áhuga- mál hans eru mörg, s.s. allar greinar íþrótta, útilegur, söngur, teikning, að hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp, ferðalög; keramik, garðyrkja o. fl. o. fl. o. fl. en þó aðallega póstkortasöfnun. Pennavinir! Ef þið hafið áhuga á að eignast pennavini úti í heimi, eru hér heimilisföng tveggja alþjóðlegra penna vinaklúbba: International Youth Service, Turku, Finland. og Worldwide Penfriends' Agency, Attn.: Miss Anna-Maria Braun, P. O. Box 527, D-8260 Muhldorf 2. Western Germany. F. Voigt, P. O. Box 10116, Milwaukee, Wis., 53210, U. S. A,Vill skrifast á við íslenska konu, sem ekki reykir, ekki er eldri en 35 ára. Voigt er 45 ára gamall, og hefur áhuga á að hitta og kvænast íslenskri konu! Hefur einnig áhuga á klassfskri tónlist. Þórunn Einarsdóttir, Hlíðargötu 1, Sandgerði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14-15 ára. Áhugamál eru dans, ferðalög, hestar og fleira. Anna Bhagwansingh, 8 Grenada Ave., Fed PK., P.O.S., Trinidad W.I., óskar eftir pennavinum á Íslandi. Anna er 14 ára og áhugamál hennar eru hesta- mennska, sund, dans, fótbolti, krikket, hundar, badminton, tennis, lestur, akstur, flug, ferða- lög, og gönguferðir. f@tring teiknipennar viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGERÐIN Ingóifsstræti 2 Sími 13271 — Hákon, þú verður að setja upp gleraugun, áður en þú vökvar blómin! >50 . VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.