Vikan


Vikan - 08.12.1977, Síða 25

Vikan - 08.12.1977, Síða 25
Sinn «r siðtir í landi hverju Frosti affi í stað jölasveins Karel Krische, sendifulltrúi Tékkóslóvakíu, hefur starfað sem viðskiptaráðunautur hjá tékkneska utanríkisráðuneytinu í langan tíma og verið í öllum heimsálfum nema Ástralíu. Hann dvaldi m.a. lengi á Indlandi, en hér hefur hann dvalið í rúmt ár. Tékkar eru sjálfum sér nógir um margt, en það sem á vantar flytja þeir inn, og af okkur kaupa þeir mikið af allskonar fiskmeti. — Fólkið heima vill hafa úr miklu aö velja fyrir jólin, og mörgum þykir ómissandi að hafa þá íslenska þorsklifur og íslenskan kavíar, segir hann kíminn. — Tékkneskt jólahald er mjög svipað og í nærliggjandi löndum. Flestir hætta vinnu á hádegi 24. desembertil að undirbúa hátíöina, sem í dag er fyrst og femst hátíð fjölskyldunnar og barnanna. Fólk óskar hvert öðru gleði og farsæld- ar og sendir mikið af kortum, þar sem óskað er gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Allir verða sér úti um jólatré, sem eru af þremur gerðum, og nóg er til af trjám í Tékkóslóvakíu. Trén eru skreytt með rafmagnsljósum og mikið úrval af hverskonar jóla- skrauti í verslunum, en Tékkar framleiða einmitt mikið af slíku skrauti. Margir búa til hluti á jólatréð, s.s. pappírsmyndir, súkk- ulaðifígúrur, bakaðar fígúrur o.s. frv. — Börnin eiga helst ekki að sjá jólatréð fyrr en það er fullskreytt. Síðan koma allir með sínar gjafir og raða þeim undir tréð. Yfirleitt er sest aö boröum kl. 6-7, og þá er kvöldverðurinn mjög ríkulegur, enda margir orðnir svangir, því enn eimir af þeim sið að leggja á sig dálitla föstu. Yfirleitt borða allir vatnakarfa, sem er steiktur líkt og vínarsnitsel. Með honum er borið fram kartöflusalat, sem er mikið kryddað með ýmsu góögæti. Ennfremur eru á borðum margs- konar kökur, þar á meðal sérstök jólakaka og ábætisréttir. Með matnum er drukkinn bjór og vín. Á jóladag er yfirleitt á borðum gæsir, endur eða kalkún. Fyrir jólin er bruggaður sérstaklega sterkur bjór, þrjár gerðir, 14-16 og 18% sterkur, en venjulegast er bjórinn 7,10 og 12%. Á jólum er dregiö fram Punch-Rum eða púnsromm, sem allir smakka lítillega á, börn fá kannski eina teskeið. Þessi romm- tegund er aöeins búin til I Tékkóslóvakíu, og er nýbyrjaö að selja hana hér á landi. — Við höfum ekki jólasvein, eins og þið þekkið hann, heldur Frosta afa, eða Frosta konung. Reyndar byrja börnin að hugsa til jólanna á degi heilags Nikulásar sem er 8. nóvember. Á jóladag koma saman nánustu skyldmenni, en á 2. jóladag er farið í heimsókn til vina og kunningja. Um nýárið er það frekar fullorðna fólkið, sem skemmtir sér og kemur saman. — Nú til dags gerir unga fólkið mikiö af þvl að halda til fjalla um jólin og skemmta sér þar á skíðum, og margir taka frí fram yfir áramót, því yfirleitt er nægur snjór í fjöllunum um þetta leyti árs. Flest fyrirtæki og félagasam- tök eiga orlofsbústaði, og því eru þetta yfirleitt mjög ódýrar ferðir. Það tekur Pragbúa tvo til þrjá tíma að komast út ( óspillta náttúruna og fara þeir ýmist með lestum, einkabílum eða langferðabílum. — Það er líka einkennandi fyrir iólin, að fyrir þann tíma gera menn sér grein fyrir því hvernig þeirra atvinnumál standa, hvort áætlanir hafa staðist í landbúnaðinum eða verksmiðjunum. Á grundvelli þess Unga fó/kið í Tékkóslóvakíu þyrpist til fjaiia um jólahelgina. bráðabirðgðauppgjörs er síðan reiknaður út bónus, sem kemur sér vel þegar haldið er af stað til að kaupa jólagjafirnar. SJ Tékkneskar konur nota mikið púnsrommið, sem getið er gm hér að framan, til brayðbætis í kökur og mat. Hér eru dæmi: KREM Á KÖKUR: Takið 1/4 kg af smjöri og hrærið það saman við sama magn af sykri. Bætið í það vanillu og tveimur skeiðum af púnsrommi. Bæta má við tveimur skeiðum af kakói, og ekki sakar að brytja hnetur saman við. BISKUPSBRAUÐ: 100 g af smjöri og 150 g af púðursykri er hrært saman. í þetta er bætt smám saman tveimur eggjarauðum og einu heilu eggi. Bætið saman við 125 g af hveiti. blandað lyftidufti, svolitlu af rifnum sítrónuberki, 100 g af fínsöxuðum hnetum, 1/8 I af rjóma, 150 g af sultuðum ávöxtum og 100 g af rúsínum bleyttum í rommpúnsi. Að lokum er bætt við tveimur stífþeyttum eggjahvítum. Deigið er látið í smurt form og bakað í 45 mínútur. Þegar brauðið er orðið kalt, má setja yfir það þeyttan rjóma, en í hann er gott að bæta tveimur matskeiðum af púnsrommi, og yfir má gjarna strá ristuðum hnetum. Svo aftur sé vikið að púns- romminu, þá má drekka það blandað í kók, en ef ykkur er kalt, þá er rétt að búa til það sem kallað er GROG — mjög héitt vatn blandað fjórum matskeiðum af púnsrommi og fjórum matskeið- um af sykri og útí eina sneið af sítrónu. Þá áttu að sofna vel, og kvefið að > vera víðs fjarri. Að endingu er rétt að benda á, að farið er lofsamlegum orðum um púnsromm í sögunni af góða dátanum Svejk. 49. TBL. VIKAN 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.