Vikan


Vikan - 27.07.1978, Side 6

Vikan - 27.07.1978, Side 6
Hvort hefur réttinn? PÓSTIRIW Að vera ungur og ] ástfanginn... yf\ Kærí Póstur. Ég œtla að biðja þig að reyna að svara fyrir mig einni spurningu, sem virðist afar einföld, en engum bersaman um svar við henni (af þeim, sem ég hef spurt). Þannig er mál með vexti að ég á barn með strák, sem ég var með í smátíma. Við vorum hvorki trúlofuð eða gift, og slitum sambandinu skömmu eftir að ég varð ófrísk. Hann hefur lítið sem ekkert gert til að hafa samband við barnið, en núna er hann stöðugt að hringja til mín og hóta að taka barnið af mér. Getur hann gert það? Fer ekki móðirin með foreldravaldið þegar barnið er óskilgetið? Ég vona að þú getir svarað þessu. Með fyrirfram þakklœti. VN. Mál sem þessi hafa verið til endurskoðunar hjá löggjafar- valdinu nú um nokkurn tíma og hafa verið gefnar út nýjar reglugerðir í því sambandi. Má örugglega segja, að fjallað sé sérstaklega um hvert mál fyrir sig, en Pósturinn þorir að fullyrða, að í þessu sambandi fengi barnsfaðirinn ekki umráðarétt yfir barninu, þ.e.a.s. ef þú átt nána ættingja á lífi. Kæri Póstur! Mérfinnst þetta nú bara ekki hægt. Ég skal segja þér að þú birtir ekki síðasta bréf mitt. Jœja, svo er nú mál með vexti, að ég er með strák, sem er alveg æðisgenginn. Hann er 15 ára. En það eru tveir strákar, sem ég elska líka og báðir hafa beðið mig að koma á fast. Þeir eru 15 og 17 ára. En ég veit varla hvern ég vil. Á ég að taka alla eða halda mig við einn, og hvern þá? Bæ, bæ, Ein alveg ga ga. Elsku Póstur Ég er mjög spæld yfir því að þú skyldir ekki birta síðasta bréfið mitt. Og ég vonast til að þú birtir þetta bréf. Jæja, það er best að koma sér að efninu. Fyrir um það bil hálfu ári var ég með strák, sem ég var mjög hrifin af. En þegar við vorum búin að vera saman í tvo mánuði, þá frétti ég að hann væri með annarri stelpu líka. Ég varð auðvitað öskuvond, og sagði honum upp. Núna er ég með öðrum strák á föstu og er búin að vera lengi. En fyrir stuttu hitti ég gamla gæjann, sem sveik mig forðum daga. Hann var þá ekki með neinni á föstu og spurði mig, hvort ég vildi vera með sér. Ég veit að hann er mjög hrifinn af mér. Ég er líka alveg ofsalega hrifin af honum, en núna veit ég ekki, hvortégáað hætta við þann, sem ég er með, eða gleyma hinum. Elsku Póstur, viltu hjálpa mér. Hvort á ég að gera? Ekki segja mér að gleyma þeim báðum, því það get ég Kæri Póstur! Best að koma sér strax að efninu. Það er þannig að ég er með strák á föstu og er búin að vera með honum nokkuð lengi. Hann er sífellt fiktandi í öðrum stelpum, og talar stundum ekki I // lf Kv firei við mann heilu kvöldin. En svo er hann líka stundum mjög almennilegur. Hvað á ég að gera? Ekki segja mér að segja honum upp. Rut. Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur, sem erum alltaf saman, sem sagt algjörar samlokur. Við höfum aldrei skrifað þér áður, en nú langar okkur að biðja þig um að reyna að hjálpa okkur við að leysa smá vanda- mál. Við þekkjum tvo stráka, sem eru ofsalega góðir vinir, og eru þremur árum eldri en við. Annar þeirra er í sama íþrótta- félagi og við, og við þekkjum hann þar af leiðandi mjög vel. En hinn þekkjum við sama og ekki neitt. Hann er með stelpu. Við vitum að þetta eru mjög finir strákar og langar okkur til þess að kynnast þeim betur, en við vitum ekki, hvernig við eigum að fara að því. Hvað myndir þú halda að við ættum að gera? XX44 Hæ, hæ, kœri Póstur! Við erum hérna tvær stelpur, sem eru báðar hrifnar af sama stráknum, ?n erum svo feimnarað við þorum ekki að tala við hann. Við erum ekki með sömu krökkum og hann (klíkunni) því við kærum okkur ekki um að vera reykjandi og drekkandi úti á kvöldin, eins og þau. Við erum í íþróttum. Hann kemur stundum og talar við okkur, en þá förum við alltaf í burtu, því við erum svo feimnar. Hann er hættur að reykja og segist sjá eftir því að hafa byrjað. Hann er duglegur í skólanum, en er oftast með „klíkunni." Góði Póstur, hvað ■ eigum við að gera? Tvær ástfangnar. Fimm ofanrituð bréf eru aðeins lítill hluti af öllum þeim bréfum, sem Póstinum berast í sam- bandi við ástarmál unglinga. Pósturinn er að vísu allur af vilja gerður að hjálpa, en þar sem hann treystir sér ekki til að ráða öllum heilt á þessu sviði, væri gaman að fá nokkrar línur frá lesendum varðandi þessi málefni. Oft á Pósturinn erfitt með að setja sig inn í málin, þar sem honum finnst oft vanta nánari upplýsingar, en kannski sjá lesendur betur en Pósturinn, hvað best er að gera. Því gæti verið gaman ef lesendur vildu leggja orð í belg, því þessi bréf eru svo keimlík. Gagnrýni á Vikuna Kœri Póstur. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvenœr á Vikan afmæli á þessu ári? 2. Erekki hægtað hafa krossgátu í Vikunni, sem er ekki svona létt eins og barnakrossgátan, og ekki eins erfið og fullorðinskróssgátan, heldur á milli, t.d. fyrir unglinga? 3. Er ekki hægt að hafa Vikuna fjölbreytilegri en vanalega, t.d. að hafa meira af smásögum og viðtölum, sleppa Jóni forstjóra og Labbakút- unum og hafa eitthvað nýtt, t.d. auglýsa þetta og hitt og svoleiðis? Ég ætla ekki að spyrja þig meira að sinni, en ég vona að ég fái svör hjá hinum háttvirta Pósti, og ég óska honum alls hins besta. Með kærri kveðju, Ein kvefuð P.S. Ég vona að Pósturinn móðgist ekki, þótt ég segði þetta um Vikuna, en þetta er mín skoðun. Mér finnst margt vanta, þó kaupi ég hana alltaf og mun gera, ef hún batnar. Pósturinn og við öll hin erum ekkert á móti því, að lesendur láti í sér heyra um efni og upp- setningu Vikunnar, þvert á móti er það okkur kærkomið að heyra gagnrýnisraddir. Það er þetta með krossgátuna. Við erum lengi búin að velta einhverjum slíkum möguleika fyrir okkur, en eins og þú sérð, 6 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.