Vikan


Vikan - 27.07.1978, Side 13

Vikan - 27.07.1978, Side 13
Vakna fyrir allar aldir til þess að kveikja undir kolapotti til að hita vatnið. Daginn fyrir þvotta- daginn var auðvitað lagt í bleyti í sóda, og borin grænsápa í alla bletti. Siðan var allt skrúbbað á bretti og nuddað með hönd- unum. Allt var soðið í kola- þvottapotti og síðan skolað í ísköldu vatni. Mér er alveg hulin ráðgáta, hvernig farið var að því að vinda þvottinn, áður en þvottavindur komu til sögunn- ar, en einhvern veginn hafa þessar vesalings konur farið að. og því algengast, að menn eigi sínar eigin þvottavélar. Nú á dögum er þvotturinn ábyggilega þveginn oftar en gert var i gamla daga, og er það ekkert undarlegt. Bæði er, að nútima efni endast lengur, ef þau eru þvegin, áður en þau verða mjög óhrein, og yfirleitt þarf ekki að sjóða, eins og gert var í gamla daga. Þá var annað efni í tauinu, enda var talið, að vel stöndug heimili þyrftu að eiga ógrynnin öll af líni. Það var kannski ekki þveginn stórþvottur nema fjórum til fimm sinnum á ári! En þá var það líka aldeilis þvottur i lagi. Húsmóðirin var ekki ein í „gamla daga" í þá daga var húsmóðirin heldur ekki ein um verkin, og einnig voru sérstakar konur, sem voru „þvottakonur,” þær gengu hús úr húsi og gerðu ekki annað en að þvo og ganga frá þvotti! Nú í dag er þvotturinn á heimilunum ekkert sérstakt tiltökumál. Þó þarf enn að láta hann inn í vélina, taka hann úr henni og annaðhvort hengja upp eða láta í þurrkarann. Og þó þvottur sé þurrkaður þannig, þarf að taka hann út og leggja saman. Það eru því enn mörg handtökin við þvottinn, jafnvel þótt ekki þurfi að nota þvotta- bretti. A.Bj. í þvottalaugarnar með handvagn. í Reykjavík voru konur svo lánssamar að geta farið með þvottinn í þvottalaugarnar, þar sem vatnið var heitt, bæði til að þvo úr og skola. En þá þurfti að komast „alla leið inn í Laugar- dal!” Þá voru almenningsvagnar eða bílar ekki til. Það varð að fara gangandi og ýta handvagni á undan sér, ef maður var þá svo lánssamur að geta fengið slíkan grip að láni. Um skeið var „almennings- þvottahús” rekið inni við gömlu þvottalaugarnar, en þar voru þvottavélar, sem almenningur gat þvegið í. Seinna kom slíkt þvottahús á Snorrabrautinni, mig minnir, að það hafi verið, þar sem útsala áfengisverslunar- innar er nú. Hér eiga allir vélar En það var ekki grundvöllur til þess að reka hér á landi svo kölluð „mynt”-þvottahús. í slíkum þvottahúsum, sem eru á hverju strái bæði á Norður- löndunum og vestanhafs, getur maður þvegið þvottinn sinn í sjálfvirkri þvottavél og greiðir fyrir með smámynt, sem sett er í þar til gerða rauf, likt og á stöðu- mæli. Erlendis er nefnilega ekki algengt, að allir eigi þvottavélar, hvað þá að nokkrum dytti í hug að eiga þvottavél „uppi hjá sér” og hafa jafnframt aðgang að fullkomnu vélaþvottahúsi í kjallaranum. Það þætti útlend- ingum óþarfa eyðsla. Hér eru rekin þvottahús, þar sem hægt er að fá þvottinn þveginn, en slík þjónusta þykir frekar dýr fyrir venjuleg heimili Hvaða þvottaefni eru til á markaðinum? Verðið á pakkanum segir ekki alltaf til um verðið á innihaldinu. Gerö hefur verið dálitil markaðs- könnun á þvi, hvaða þvottaefni eru til á markaðinum. Einnig höfum við reiknað út einingarverð á viðkomandi þvotta- efnum. Farið var í tvær verslanir á Húsavík og einn stórmarkað i Reykja- vík. I þessari könnun kom í ljós, að á flestum íslensku þvottaefnispökkunum eru nú prentaðar leiðbeiningar um, hvernig á að nota þvottaefnið. Par stendur einnig, hve mikið er í hverjum pakka utan á einum, sem við rákumst á. Það er annars alltof algengt, að ekki standi hve mikið magn er i umbúðunum, þegar um íslenska framleiðslu er að ræða. Islenskir neytendur eiga heimt- ingu á að fá að vita, hve mikið þeir eru að kaupa, lesa leiðarvisi á íslensku, og einnig ætti að vera einingarverð á verð- miðanum. í þessari könnun, sem gerð var um miðjan júnímánuð, kom í ljós, að tals- verður munur er á milli hinna ýmsu þvottaefna. Þó skal tekinn vari á, að verðið hefur e.t.v. breyst, vegna örra verðbreytinga, sem héreru. Þóætti hlut- fallið milli hinna ýmsu tegunda ekki að hafa breyst. — Þarna er bæði um að ræða þvottaefni fyrir þvottavélar, hand- þvott, viðkvæman þvott, svo og sódi til þess að leggja í bleyti í eða þvo forþvott. A.Bj. ÞVOTTAEFNI bœði hand,- for- og vólaþvottaefni. Kaupfólag útiólandi Kaupmaður útió landi Stórmarkað- uri Rvic pr. pk. pr.kg. pr. pk. pr. kg. pr. pk. pr.kg. Vex, 700 gr. 300 428 310 442 269 384 Vex, 3 kg 1155 385 1185 395 1035 345 Vex 5 kg 1675 335 _ Dixan, 600 gr. 453 755 485 808 Ajax, 800 gr — 585 731 499 626 Ajax, 3 kg — 1849 616 Perla, 3 kg 1140 380 _ Iva, 550 gr. - — — 259 470 — _ 305 435 Iva, 10kg _ 3385 338 Iva, 2,3 kg 1025 445 879 382 Prana, 1,6 kg _ 988 617 799 499 Prana, 3 kg — 1620 540 1355 451 C-11, 650 gr _ 318 489 269 413 C-11,3 kg _ 1310 436 995 331 Omo, 227 gr. 92 405 Pisla, 400 gr. 143 357 Luvil, 700 gr. 498 711 570 814 475 678 Henko, 800 gr. 302 377 305 381 285 356 Lux, 312 gr. 342 1099 230 737 289 926 Lux, 425 gr. _ 379 891 Biotex blaa 225 gr. 112 497 185 829 Biotex blaa 640 gr. 304 475 316 493 Biotex blaa2kg 922 461 Biotex greu 640 gr. 304 475 316 493 Biotex greu ca. 480 gr. 379 592 Bis, 600 gr. 194 323 Bluvil 2 kg 1099 549 Skip 600 gr. 320 533 Skip 5 kg 3479 695 Gisela, 4 kg 1849 462 X-tra, 670 gr. 489 729 Sparr (Iftill pakki) 259 Sparr 2,3 kg 1015 441 Bio Prana 900 gr. 415 461 Wipp, 450 gr. 460 766 _ DATO, 690 gr. - 930 1347 - - 30. TBL.VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.