Vikan - 27.07.1978, Side 14
=*$-=
í vor komu hingað til landsfjórir Englendingar,
sem voru í breska hernum á íslandi. Blaðamaður
Vikunnar átti stutt spjall við þá, og í framhaldi af
því, leitaði hann til fleiri aðila og bað þá að rifja
upp þessa sögulegu tíma. Við höldum okkur
einkum við Mosfellssveitina í þessari frásögn okkar,
sem við verðum að deila niður á tvö eða þrjú
blöð. Okkur hefur tekist að útvega allmargar
myndir frá þessum tíma, sem ekki hafa birst
annars staðar, og við birtum líka myndir af
stríðsmenjum, sem enn er að finna í Mosfells-
sveitinni. Við vonum að lesendur hafi bæði gagn
og gaman af
Viö og við koma hingað til lands erlendir
ferðamenn, sem eru bundnir landinu á
annan hátt en flestir aðrir ferðamenn. Það
er fólk, sem dvaldi hér á stríðsárunum, og
kemur svo hingað aftur til að sjá hvernig
hér er umhorfs á friðartímum. Ég hef hitt
einn slíkan hóp, bandarískar hjúkrunar-
konur, sem flestar höfðu starfað í Helga-
fellskamp í Mosfellssveit, sem var stærsti
hermannaspítali hérlendis. Ég á reyndar
margar minningar þaðan, þar sem ég seldi
blaðið Daily Post þar sem barn.
FJÓRIR BRESKRIHERMENN
í HEIMSÓKN
í apríllok frétti ég af tilviljun, að hér á landi
væru staddir ásamt konum sínum fjórir
Englendingar, sem dvöldu hér á stríðs-
árunum. Ég fór á fund þeirra, en hann var
alltof stuttur, þar sem ekki var nema ein
klukkustund til brottfarar. Á þessum stutta
tíma rifjaðist margt upp frá þessum árum,
og mér datt í hug, að lesendur Vikunnar
kynnu að hafa gaman af dálitlu spjalli um
þessa tíma.
Englendingarnir fjórir, sem ég hitti, heita
Vernon Milne, Cyril Amos. Donald Collick
og Kenneth Masters. Þeir voru á aldrinum
20 til 23ja ára þegar þeir komu hingað til
lands á tímabilinu september, október árið
1940. Einn var i kamp við Baldurshaga,
tveir í kamp við Álafoss og einn í kamp i
Borgarnesi. Þeir hafa allir verið í samtökum
fyrrverandi hermanna síðan stríði lauk, og
hittist 100 til 120 manna hópur á hverju
ári til að minnast þessa tima. Af þessum
hópi eru 30-4Q sem voru á íslandi.
Fjórmenningarnir eru frá Suður
Englandi, nánar tiltekið frá héruðunum
Canterbury og Ashford. Donald Collick,
sem var fararstjóri í þessari ferð, er bóndi,
Vernon Milne er eigandi að bílaverkstæði,
Cyril Amos er símvirki og Kenneth
Masters er rafvirki.
HÉLDU AÐ ÞEIR VÆRU AÐ
FARA TIL
MIÐJARÐARHAFSLANDA
„Við vorum góðir og hugrakkir her-
menn,” sögðu þeir brosandi, „og þegar við
vorum skráðir í herinn, þá bjuggumst við
við að verða sendir til Miðjarðarhafslanda.
Við gengum um borð í herflutningaskip í
Skotlandi, léttklæddir og i góðu skapi, því
við héldum einhvernveginn að ferðinni
væri heitið til Ítalíu. Þegar við komum um
borð var okkur afhentur kuldaklæðnaður,
en samt vissum við ekki enn hvert ferðinni
var heitið. Okkur grunaði samt hvað var í
vændum. Þegar við komum hingað vorum
við vissulega á framandi slóðum, og ekki er
hægt að segja að okkur hafi verið vel tekið í
byrjun, enda stóð málakunnátta kannski
helst í vegi fyrir því. íslendingar voru samt
ekki óvingjarnlegir, en einhvern veginn var
erfitt að ná sambandi við flest fólkið.
Við fréttum svo síðar, að skipið, sem
flutti okkur til íslands, var skotið í kaf á
leiðinni til baka af þýskum kafbáti.”
Donald Collins, fararstjórinn, sagðist
fyrst hafa verið gripinn óskaplegri heimþrá.
Hann sagðist alltaf muna eftir því er hann