Vikan


Vikan - 27.07.1978, Page 25

Vikan - 27.07.1978, Page 25
mitt og náði i ljósmyndina, sem Engles hafði látiðmigfá. Þær voru mjög likar. En ég var ekki viss. Myndin var gömul og máð, og stúlkan, sem hafði skrifað sig Cörlu, var með styttra hár. En þetta var sami svipurinn. Ég leit aftur upp. Hún var með mikið dökkt hár, sem féll fagurlega niður á axlir hennar. Það var eitthvað dýrslegt við hana. Hún var ekki ung og heldur ekki sérlega falleg. Hún var með heldur þykkar varir og með hrukkur í augnakrókunum. En samt var hún töfrandi. Hún vakti einkennilega til- finningar i brjósti minu. Hún horfði á mig. Hún virtist horfa á mig, vegna þess hún hafði ekki annað að gera, eins og dýr, sem er að leita sér að einhverju til þess að leika sér að. „Góði nei,” sagði Joe og klappaði mér á öxlina. „Ertu að reyna að afklæða þessa með augunum, eða hvað?” „Svona nú, engan ruddaskap,” sagði ég. Ég hálfskammaðist min. Joe var alltof enskur I sér. „Hversvegna þarftu nú að vera svona ruddalegur — og í svona góðu veðri.” „Þú leist á hana, eins og þú ætlaðir að éta hana upp til agna,” svaraði hann. .Þessi Valdini er víst kærastinn hennar. Þetta er hættulegt fólk. Þetta er ekki sið- menntað fólk. Mér líst ekkert á þennan karl.” Hann hafði rétt fyrir sér. Maðurinn, sent sat andspænis henni, var Valdini. Hann sneri við okkur baki. „Láttu nú ekki svona, Joe," sagði ég. Síðan sýndi ég honum myndina, en hélt þumalfingrinum yfir því, sem skrifað var á hana. „Er þetta sama stúlkan?” spurði ég. Hann starði á myndina. „Hmmm. Gæti verið. Hvar náðirðu í þessa mynd?” „Þetta er itölsk leikkona,” laug ég. „Ég kynntist henni i Napoli. Það er bara ekki víst, að þetta sé sama stúlkan.” „Ég veit ekki," svaraði hann. „Og satt að segja, kæri vinur, er mér alveg sama. Það er liklegast best að spyrja hana að þv:” Auðvitað skildi Joe ekki vandann. Engles hafði sagt, að ég ætti ekki að gera neit. En ég varð að vita vissu mina. Það var eitthvað einkennilegt, að hún skyldi einmitt koma þangað þennan sama dag. En ég var næstum viss um.að þetta væri sama stúlkan. Ég herti upp hugann og stóð á fætur. „Þú hefur rétt fyrir þér. Ég ætla að ganga úr kugga um þetta.” „Passaðu þig að stiga ekki ofan á lík- þornin á honum þessum. Mér list ekkert á hann.” Hún hafði séð, að ég var risinn á fætur, og hún horfði á mig ganga i áttina til sin. Valdini leit upp, þegar ég kom að borðinu. „Afsakið,” sagði ég, „en ég er næstum viss um, að við höfum sést áður.” Það varð löng þögn. Hún horfði á mig. Valdini líka. Síðan brosti hún til mín. „Það held ég ekki,” sagði hún á ensku. Rödd hennar var djúp og mjúk. Eins og malandi köttur. „En mér list vel á yður. Setjist niður og segið mér, hvernig við kynntumst.” Valdini, sem hafði horft á mig fullur tortryggni, stökk nú á fætur. Hann náði í stól handa mér. „Jæja,” sagði hún, þegar ég var sestur, „hvar hittumst við fyrst?” Ég hikaði. Augu hennar voru myrk, og hún horfði á mig og virtist skemmta sér prýðilega. ,;Ég held þér heitið Carla,” sagði ég. Augu hennar urðu allt í einu köld. Einsogá myndinni. „Ég er hrædd um, að þér hafið rangt fyrir yður,” sagði hún kuldalega. Valdini reyndi að bjarga henni. „Má ég kynna ykkur. Þetta er Forelli greifynja. Þetta er herra Blair. Hann er frá ensku kvikmyndafyrirtæki.” Ég velti þvi fyrir mér, hvernig hann hefði komist að því og hversvegna hann hefði gert sér það ómak að komast að þvi. „Ég biðst afsökunar,” sagði ég. „Ég hélt, aðeftirnafn yðar væri Rometta.” Ég var sannfærður um, að hún greip andann á lofti. En það var ekki að sjá á augum hennar. Hún virtist alveg eðlileg. „Jæja, þá vitið þér, að þér hafið rangt fyrir yður, herra Blair,” sagði hún. Ég var enn ekki viss. Ég náði í myndina og sýndi henni. „Þetta er að minnsta kosti mynd af yður,” sagði ég. Ég hélt þumalfingrinum yfir skriftinni. Hún hallaði sér áfram. „Hvar náðuð þér í þessa mynd?” Rödd hennar var harðneskjuleg. Síðan sagði hún blíðlega. „Nei, þér sjáið, að þetta er ekki mynd af mér. En þetta er einkennilegt. Þetta er mjög líkt mér. Leyfið mér að sjá mynd- ina.” Hún rétti höndina i áttina til mín. Framhald i nœsia blaði. ERTHJ VATNSBERI? Eða notarþú ferska vatnið í krananum heima? í l i Hvers vegna þykkni? Floridana appelsínuþykknið losar þig við allan óþarfa vatnsburð og sparar þér geymslupláss. Þú blandar því fersku vatninu í þykknið þegar þér hentar. Útkoman úr 1/4 lítra af þykkni verður 1 lítri af ódýrari, hreinum og svalandi C-vítamínríkum appelsínusafa. Þú gerir létt og hagkvæm innkaup til langs tima með FLORIDANA þykkni! Floridana appelsínuþykknið er G-vara sem tryggir fersk bragðgceði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAR- EFNUMERBÆTTÍ FLORIDANA. MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK 30. TBL.VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.