Vikan - 27.07.1978, Síða 26
„Alltafmá lœra
eitthvað
afHallgrími
Péturssyni ”
(Megas glottir viö tönrí)
& ég finn þessa fjöld
af fótum smá
feta létt undur létt
um líkama minn
læöast svo ég vær ekki vakni
& ég læt sem mig langi
lítið til
langi í fátt afar fátt
sem fengið gæti ég hér
—fráleitt því mér býðst síst neitt betra
þar
spáðu í mig
grannskoða hug minn — ég hverf
hugleiddu að ég er ekki nú
ég var
mundu að ég aðeins var & ég mun vera
því
ég er ekki ég
égerannar*
Nýtt útlit þitt, Megas, hvítföt, slifsi,
skyrta í stíl og háhælaðir skór. Ertu þar
ekkiþúsjálfur, heldur einhver annar?
Ég myndi nú heldur tengja þetta nýja
útlit mitt síðasta laginu á plötunni Á
bleikum náttkjólum. Vögguljóð á tólftu
hæð.
Hvernig þá?
í fyrsta lagi er þar mjög einfaldur
undirleikur. Og textinn er ekki nema la la
la. Það er barnalag. Vögguljóð.
Hvar fléttast þá tauið inn í nýjustu
plötuna, Nú er ég klæddur og kominn á
ról. Ertu bara að túlka nafn plötunnar?
Nei, ekki endilega. Fyrst í stað átti
platan alls ekki að heita þessu nafni
heldur í grænni lautu. Þegar til kom þótti
nafnið of líkt nafni annarrar plötu, sem
Iðunn gaf út. Við vorum búnir að
ákveða nýja útlitið áður en nýja nafnið
kom til.
Hvers hugmynd var hún?
Það var Jóhann Páll (Valdimarsson)...
... sem ætlaði þá að dressa þig upp i
stælinn?
Ja, þetta er nú ekki beinlínis stællin,
sko. Þetta er ekki tískan, sem viðgengst í
dag, nema kannski háhæluðu skórnir.
Það er annað sem kemur til. Yfirleitt hafa
umslögin á plötunum mínum verið heldur
grimmdarleg. Nema kannski á Milli-
lendingu. Myndin á henni var dálítið sæt,
frekar hippaleg. Svona flower power, Ég
geri því skóna að umslögin hafi heldur
orðið til þess að draga úr sölunni frekar
en hitt.
Það er kannski óþarfi að fara öllu
meira út í þessa sálma. Fyrst og fremst
hefur það vakað fyrir okkur að koma
fólki á óvart. Ég reikna með því að þegar
•Fátækleg kveðjuorð (til—) (t) Maunús Þ6r Jftnsson
Iðunn
næsta platan mín kemur út, verði um-
slagið utan um hana í hinum stílnum,
skilurðu. Ef ég verð búinn að ná á mitt
band ákveðnum hópi þá, má búast við
því að þeir verði farnir að lita mig aðeins
öðrum augum en áður. Þó að ég segi
sjálfur frá, þá er söngurinn mjög fallegur
á Nú er ég klæddur og kominn á ról.
Einmitt. Ef við snúum okkur frá
umbúðunum að efninu, þá valdir þú öll
lögin á plötuna, ekki satt?
Mmmm. Jú.
Hvernig varsíðan verkaskiptingu við
útsetningu háttað?
Náttúrlega hefur fiðlungurinn veg og
vanda af tónlistinni. Ég gaf Guðnýju
ákveðna línu. Ef mörg vers eru til að
mynda í lagi, þá spilar hún laglínuna með
mér í fyrsta versinu og síðan impróviserar
hún. Svo er einnig að finna á plötunni
ótal útsetningar, sem Guðný skrifaði sjálf.
Scott Gleckler var gifurlega mikið í
útsetningunum. Þess vegna varð langtum
meiri vinna við plötuna en áætlunin sagði
í upphafi. — En þetta er fyrst og fremst
eins konar Odysseifskviða i gegnum dag
hjá krakka. í upphafi valdi ég þau lög,
sem ég þekkti þegar ég var krakki sjálfur.
Síðan bar ég það val undir unga fólkið til
þess að athuga hvort nokkuð af því væri
orðið úrelt. Það reyndist bara hreint ekki
vera.
Þetta gengur enn?
Já, þetta gengur enn. — Sko, valið hjá
mér miðaðist aðallega við að setja á vinýl
sem sagt ófínu barnalögin. Og er mjög
heiðarlegur með melódíur og sem til að
mynda ekki nema eitt lag sjálfur. Það er
við Piss, piss og pelamál. Mér tókst ekki
að finna neitt lag við það.
Er það eins konar verndunarsjónarmið,
sem ræðurþví að þú velur óflnu barna-
lögin?
Nei, engan veginn.
Hvernig er uppbyggingu plötunnar
háttað?
í raun og veru er uppbyggingin af-
skaplega einföld. Platan skiptist í fjóra
kafla eins og sinfóníur. Hún hefst að
morgni dags. Síðan fer barnið út í öðrum
þætti. Þriðji þátturinn er leiksöngvar og
loks er fjórði þátturinn helgaður kvöldinu
með átta klukkuslögum og löggan kemur
þar inn í. Afi gamli kemur þar til
sögunnar og hræðir barnið og loks endar
platan á Bí bí og blaka.
Þessi plata verður sennilega ekki spiluð
mikið í útvarpinu, því að hver kafli er svo
langur. En maður vonar að nýja ímyndin
ýti eitthvað undir söluna og geri manni
kleift að koma einhverju hressilegu út
með haustinu.
Þú hefur nú sungið inn á flmm stórar
plötur og eina litla. Er Nú er ég klæddur
og kominn á ról í samhengi við þær
plötur sem þú hefur samið tónlistina á
sjálfur?
26 VIKAN 30. TBL.