Vikan - 27.07.1978, Qupperneq 27
Ja, það er nú það. Er hún útúrdúr eða
í réttu samhengi? Það er náttúrlega allt
annað efni, sem tekið er fyrir. Ég vil
eiginlega ekkert fullyrða um samhengið.
Þessi plata var ákaflega lærdómsrík, — ég
er margs visari eftir að hafa uhnið að
henni. Ef af næstu plötu verður, þá
virkar hún örugglega í réttu samhengi við
Á bleikum náttkjólum.
Næsta plata segirðu.
Já, hún á að verða heilt verk á tveimur
plötum. Við höfum sótt um að fá
Þjóðleikhúsið til afnota tvö kvöld í
september og taka verkið upp þar. Vegna
sífelldra frestana á fundum Þjóðleikhús-
ráðs hefur dregist að við fáum svar og nú
er svo komið að ídean er að falla um
sjálfa sig vegna tímaskorts.
Segðu mér meira frá verkinu.
Það er alveg fullbúið til flutnings, hvert
einasta lag á sinum stað.
Hefur ekkert af þessum lögum komið
út á plötum áður?
Nei. Ég hef þó flutt nokkur þeirra
opinberlega. Hugmyndin að verkinu er
frá því um 1973. Síðan hef ég bætt
nokkrum lögum inní. Það er vel þekkt
erlendis að músíkantar séu með gömul lög
á dagskrá. Samanber Bítlarnir til að
mynda. Þetta eru ekki alltaf glæný lög
þegar þau koma fyrir eyru fólks.
Það er annar íslenskur tónlistarmaður,
sem sendir dálítið frá sér af gömlum
lögum, Jóhann Helgason. Ekki ber á öðru
en að þau standist tímans tönn.
Nú er það já. Já, lög halda alveg
gæðum sínum. En þegar maður er
kominn í stúdióið þá endurnýjast þau.
Maður fær ákveðna músíkanta og er þá
ekki að ignorera þeirra tillögur.
Hvernig hljómsveit á að leika undir hjá
þér í verkinu?
Ég er með ákveðna tónlistarmenn í
huga, en ekki er vert að vera að nafn-
greina þá, þar sem óvíst er að af þessu
verði. Ég get þó nefnt að Karl Sig-
hvatsson er búinn að gangast inn á að
verða tónmeistari hjá mér.
Ætlarðu að hafa blástur?
Ég held naumast að hægt verði að
koma því við. Að vísu eru þarna eitt eða
tvö lög, sem blástur er í, en fyrst þau eru
ekki fleiri held ég naumast að ástæða sé
til að vera að kosta þvi til að hafa blásara
með á hljómleikunum. Það er jú alltaf
hægt að bæta blásturshljóðfærunum inn
eftir á, en stefnan er sú að hafa plöturnar
alveg eins og þær koma fyrir á hljóm-
leikunum.
Ég hefði nú helst viljað gera tvær
útgáfur á verkinu, bæði í stúdíói og á
hljómleikum. En því fylgir allt of mikill
kostnaður. Ef það verður tekið upp í
Þjóðleikhúsinu fara engir þrjú hundruð
tímar i það.
Um hvað á verkið að fjalla?
Ja. (Dálítil þögn). Það svona byrjar á
hálfgerðum hundingshætti, en síðan eru
í skemmtilegu og óvenjulega hreinskilnu viðtali
við Ásgeir Tómasson, blaðamann, rrfjar
Megas upp fyrri tið, greinir frá verkum sínum
og segir frá framtíðarverkefnum.
áheyrendur dregnir niður í alveg botn-
laust svað ömurleika og örvæntingar.
Tvö lög eru meira að segja sungin af
dauðum manni. Svo fer það að lyftast
svona þegar komið er aðeins yfir á plötu
númer tvö. Verkið endar svo á mjög
hressilegu og bjartsýnu lagi.
Hvaða lag er það. ?
Það heitir Hvell-Geiri.
Hver er dauði maðurinn, sem syngur
lögin tvö í svaðinu botnlausa?
Það er ég.
Ertu að semja Paradice Lost upp á
nýtt eða eitthvað svoleiðis?
Þetta er frekar Paradísarheimt. Já, það
má segja að hvort tveggja komi fyrir,
Paradísarmissir og Paradísarheimt.
En þú ert ekki að feta í fótspor
Miltons, er það?
Eeeee — neeei (hikandi). Textagerðin
er slang. Það er voða mikið slang í þessu.
Fyrsta lagið á plötunni er, lagið þarna, Ef
þú smælar framan i heiminn ...
Efþú smælar fram í heiminn þá
smælar heimurinn framan í þig. Yrkirðu
þetta samkvæmt eigin reynslu?
Ja, þetta er eins og ég sagði áðan,
hundingsháttur.
Annars er þetta í annað skiptið, sem ég
er spurður út í þetta. Það voru krakkarnir
á Upptökuheimilinu í Kópavogi, sem
spurðu fyrst. Það er nú eiginlega hálf
skritið að aðrir skuli ekki hafa haft orð á
þessu.
Fólk telur það sjálfsagt að þú sért að
fara með öfugmæli þarna.
Já. Svo er nú líka annað að orðið að
smœla hefur allt aðra merkingu en að
brosa.
Nú er ég klæddur og kominn á ról er
fyrsta platan þín, þarsem þú syngurekki
eigin Ijóð og lög. Hefurðu hug á að gera
aðra slíka? Sjálfur hefurðu samið einhver
reiðinnar býsn, sem þú hefur enn ekki
komið frá þér.
Já, já. Ég á talsvert mikið af lögum,
sem ég hef samið við annarra ljóð. Svo hef
ég áhuga á að syngja lög eftir aðra, en
kannski ekki í nálægri framtíð.
Hvað ætlarðu að taka fyrir á þeirri
plötu? Sveitarómantík í skólaljóðastíl?
Ég er nú lítið byrjaður að hugsa fyrir
slíkri plötu. Ég reikna þó með þvi að
gamlir slagarar verði fyrir valinu, þegar
þar að kemur.
Framhald á bls. 30.
30. TBL.VIKAN 27