Vikan


Vikan - 27.07.1978, Page 32

Vikan - 27.07.1978, Page 32
Einfaldur svefn- setbálkur í&SmSM: "v" * S'ý-'r-ií'. •». + «* , , ! ■■ . . , ■ Efniskaup: Furuborð, hefluð eða óhefluð eftir ykkar ósk. 1" x 5” 10 stk., lengd 3.60 m (í fætur. gafl- og rúmfjalir). 1" x 5” I stk„ lengd 4.20 m (hliðar- borðin). I pakkid gross) 2" x 10 „undirsinkaðar" skrúfur. Nauðsynleg áhöld: Sög Skrúfjárn Tommustokkur eða málband Vinkill E.t.v. borvél og 5 mm bor „undir- sinkaður”. Gott rúmstæði er mikið þarfaþing i öllum hýbýlum, og ekki ætti að væsa um þá. sem fá afnot af þessum skemmtilega bálki. Eins og myndirnar bera með sér. er smiðin leikur einn fyrir alla, sem áhuga hafa. Dýnur og púða má láta skera úr svampi eftir máli, og ef þið eruð leikin á saumavélina. þá sparið þið ykkur drj- úgan skilding með því að sauma sjálf utan um svampinn. En að sjálfsögðu er einnig hægt að fá það gert, þar sem svampurinn er keyptur. Svona bálkur hentar ágætlega, þar sem húsrými er litið. og getur þjónað sem borð jafnframt til dærnis i herbergi unglingsins, í fyrstu ibúðina eða í sumar- bústaðinn. Vinnulýsing: Málin, sem hér eru gefin, eru bara viðmiðun, og þið getið breytt þeim eftir eigin þörfum. Þið byrjið á þvi að saga niður efni i fæturna. og eins og sést á teikningunni, er hver fótur gerður úr tveimur 40 sm stykkjum. Stykkin eru sett í vinkil og skrúfuð þannig saman. Hliðar- og gaflborðin eru skrúfuð utan á fæturna, takið eftir, að hliðar- borðin ganga út yfir fæturna og endann á gaflborðunum. Hliðarborðin eru ■ skrúfuð á breiðari hluta fótanna. Þetta sést vel, ef þið skoðið teikninguna. Tilhagræðis er rétt að gera pappamót af, hvar skrúfugötin koma á borðin, og þarf þá ekki að mæla nema eii.u sinni fyrir skrúfugötunum. Heppilegast er. að tveir hjálpist að við að setja grindina saman. og heldur annar þá á móti, þegar skrúfaðer. Þegar komið er að þvi að skrúfa rúm- fjalirnar ofan á, skuluð þið byrja á að sníða eitt borð i nákvæmlega réttri lengd

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.