Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 41

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 41
POPPFRÆÐIRIT VIKUNNAR: HALLDÓR ANDRÉSSON O GRACE SLICK: Jefferson /Airplane Starship II. HLUTI Grace Wong fæddist í Chicago 30. október 1939. Grace hafði gifst kvikmyndagerðarmanninum Jerry Slick 1964 og verið ljósmyndafyrirsæta, áður en þau stofnuðu hljómsveitina Great Society í ágúst 1965 ásamt Darby Slick (gítar), David Minor (gítar) og Peter Vandegilder (bassagítar). Great Society sendi frá sér eina litla plötu hjá North Beach, „Somebody To Love”/„Free Advice,” en eftir að hljómsveitin hætti i september 1966 komu út tvær plötur hjá Columbia: „Conspicious Only In It’s Absence," sem kom út i mars 1968, og „How It Was”, sem kom út í september 1968. í október kom trommuleikarinn Spencer Dryden, en hinn eftirsótti stúdiótrymbill Earl Palmer mælti með honum. Spencer Dryden fæddist i New York 7. apríl 1938. Dryden var upp- haflega jasstrymbill með jassistum á borð við Charles Loyd, en stofnaði hljómsveitina Ashes 1965 og lék með henni, þar til hann var kallaður til liðs við Jefferson Airplane, en Ashes breytti skömmu síðar nafni sinu í Peanut Butter Conspiracy og náði nokkrum vinsældum. 1 janúar 1967 fór Jefferson Airplane i fyrsta sinn í hljómleikaferð til austurstrandar Bandarikjanna, og i júni ’67 sló hún i gegn i Montrey Festival. Skömmu siðar tók Bill Graham, eigandi Fillmore húsanna, við umboði fyrir hljómsveitina af Matthew Katz, en vék nokkru síðar fyrir Bill Thompson, sem hafði verið aðstoðar-umboðsmaður þeirra. Velgengni með lögum Grace Slick, „Somebody To. Love” og „White Rabbit” í mai ’67 og september ’67 hafði þau áhrif, að dró úr æftngum og rifrildi upp- hófst við RCA. Breiðskifur þeirra voru hafnar upp til skýjanna: „Surrealistic Pillow” i febrúar 1967 með lögum eins og „Somebody To Love,” „White Rabbit" og „Plastic Fantastic Lover”, „After Bathing At Baxters,” sem kom út í desember 1967 með lögum eins og „Martha” og „Ballad Of You & Me & Poone,” i september 1968 kom svo „Crown Of Creation” með lög eins og „Lather,” „Triad,” og „Greasy Heart,” og í mars 1969 kom út hljóm- leikaplatan „Bless It’s Pointed Little Head” með nokkrum af vinsælustu lögum þeirra. Haustið 1968 byrjuðu Jorma Kaukonen og Jack Casady að koma fram undir samheitinu Hot Shit, sem RCA mótmælti harðlega, og þeir urðu að breyta seinni helmingnum í Thuna, svo úr varð Hot Tuna. Hot Tuna var i fyrstu bara þeir tveir, en þar sem þeir léku annað hvort á undan Jef- ferson Airplane á hljómleikum, eða léku sem innskot, var liðskipan mjög flöktandi, og meðal meðlima fyrstu mánuðina voru Marty Balin, Paul Ziegler (gítar), Will Scarlett (munnharpa) og Joey Covington (tromm- ur). í mars 1970 hætti Spencer Dryden í Jefferson Airplane eftir rifrildi við Marty Balin um aukalög og peninga, en hann var að auki per- sónulegur umboðsmaður Grace Slick. Dryden gekk til liðs við New Riders og the Purple Sage sem trymbill þeirra, en er nú umboðsmaður þeirra. í stað Drydens kom Joey Covington, sem hafði þá leikið með Hot Tuna nokkurn tíma, svo hann þótti tilvalinn i stólinn. Covington hafði áður verið í hljómsveit, sem hét TSONG, og þar áður hafði hann gefið litla sólóplötu með hjálp Kims Fowley („Boris The Spider”) Auk þess hafði Covington leikið á slagverk í „Volunteers” og á litlu plötunni „Have You Seen The Saucers.” Þegar Jefferson Airplane komu til Bretlands 1970, voru vinsældir hljómsveitarinnar orðnir allverulegar þar, og viðtöl við meðlimina þöktu síður poppfrettablaðanna. Eitt viðtalanna við Grace Slick hefur siðar orðið frægt meðal aðdáenda hljómsveitarinnar fyrir setningar eins og: „Fyrirsætustarfið var þreytandi, þvi ég þurfti eiliflega að hafa áhyggjur af tönnunum mínum,” „Ég er ómöguleg í íþróttum, einu íþróttirnar, sem ég er góð i eru þessar sem maður gerir liggjandi,” „Áður en viö stofnuðum „Great Society, gerðum við Jerry kvikmyndir og ræktuðum dóp úti i garði og „Ég hélt, að það gæti verið gaman að lauma „sýru út í teið hjá Triciu Nixon.”(Grace og Tricia voru saman í skóla). í nóvember 1970 komu út tvær plötur frá Jefferson Airplane: „The Worst Of Jefferson Airplane,” samansafn nokkurra hornsteina í tónlistar- ferli þeirra fram til þess tíma, þó án „Mexico” og „Have You Seen The Saucers?’ ’ og sólóplata Pauls Kantner (& Jefferson Starship): „It’s A Fresh Wind That Blows Against The Empire.” Á henni eru allir meðlimir Jefferson Airplane sem gestir, auk nokkurra annarra West Coast lista- manna undir samnefninu Jefferson Starship. — Platan fjallar einmitt um Jefferson geimfarið, sem er svar hans við líffræðilegum vandamálum heimsins. Platan var tilnefnd til Hugo verðlaunanna, sem veitt ern 30. TBL.VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.