Vikan


Vikan - 27.07.1978, Side 45

Vikan - 27.07.1978, Side 45
■’f* n Túnfiskur de Luxe' 2 dósir túnfiskur 200 gr rækjur 1 dós strengbaunir 3 tómatar 100 gr mæjones 1-2 msk. rjómi Paprika Salt / pipar 2 harðsoðin egg Svartar olífur eða papriku- ræmur úr dós. Plokkið túnfiskinn í sundur og leggið á fat, raðið rækjum, baunum og tómötum i kring. Hrærið mæjonesið með rjóma og kryddið með papriku, salti og pipar. Breiðið sósuna yfir túnfiskinn og skreytið með eggjum, svörtum olífum eða paprikuræmum. Berið ristað brauð eða snittubrauð með. Sumarreitur á svölunum Þessi mynd sýnir svo ekki verð- ur um villst, að auðveldlega má gera litinn sumarreit á svöl- unum, jafnvel þótt litlar séu. 1. Svona mottur hafa fengist í Gjafahúsinu, Skólavörðustíg, Hver ferningur er sa. 30 x 30. Hér eru notaðir 4 ferningar í breidd og 10 í lengd. 2. Stóllinn er þægilegur, með þykkri bólstraðri dýnu. Þið getið jafnvel notað gamlan stól og útbúið dýnuna sjálf. Annars fást víða i verslunum, sem versla með útilegu- og sumarvarning, allskonar gerðir af stólum, litlum og stórum, sem henta á svalir og í garða. 3. Karfa, sem sérstaklega er notuð til að hafa með út á svalir á góðum sumardegi. í körfunni er það, sem við hugsanlega þurfum á að halda allan daginn, svo ekki er þörf á að hlaupa alltaf inn til að ná í þetta og hitt, því sólin sést svo sjaldan að við viljum ekki missa af henni. 4. Lampi á svölum, þegar fer að skyggja og veður er gott, því ekki að kveikja á kertaljósi eða lampa og fá sér kaffi úti á svöl- um? 5. Gamlar krukkur og krúsir eru hér notuð undir margskonar gróður. 6. Fallegt er að láta plöntur vaxa upp eftir veggjum á svölunum. Hér er um að ræða tómatplöntu. 7. í staðinn fyrir venjulega sólhlíf, er notuð kínversk pappírssólhlíf, sem er lakkborin. 8. Borðiðer úrfuru. Drekktu vítamínin Fáðu þér styrkjandi ávaxta- eða grænmetisdrykk, ef þú ett þreytt og illa uplögð. Allskonar slíkir drykkir fást i verslunum, að vísu frekar dýrir, en hollir og góðir. Það er heilmikið vítamín í gulrótasafa. 30. TBL.VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.