Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 6
að ná valdi á þessum sjúkdómi og lifa eðlilegu lífi. — Fyrsti íslendingurinn kom hingað til meðferðar fyrir u.þ.b. fjórum árum. Þetta var ættingi íslenskrar konu, búsettrar hér í Bandaríkjunum, og hún sagði honum frá Freeport. Honum farnaðist vel, og sá árangur vakti athygli landa, sem áttu við sama vandamál að striða. — Síðan höfum við haft u.þ.b. 400 íslendinga til meðferðar, og ég held, að árangurinn sýni sig best í því sem nú er að gerast á íslandi í þessum málum. En þar á ég við hin öflugu félagssamtök, SÁÁ og Freeportklúbbinn. Þessi samtök inna af höndum ómetanlegt starf í baráttunni gegn þessum sjúkdómi, sem hefur svo sorglegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir þjóðfélagið og manneskjuna sjálfa. Milli okkar er náin samvinna, og ég leyfi mér að spá því, að innan fimm ára hafi þeim tekist að byggja upp prógramm, fyllilega sambærilegt við okkar, og það besta utan Bandaríkjanna. Grunnhyggin afstaða — Því hefur verið fleygt á íslandi, að það i sé dýrt að senda fólk til meðferðar erlendis. Þetta er ákaflega grunnhyggin afstaða. Þjóðfélagið tapar árlega fleiri milljónum vegna skertrar starfsorku áfengissjúklinga, og margir eru algjörir öryrkjar af völdum drykkjusýki. Að ekki sé minnst á eyðilagðar fjölskyldur. Sá hópur, sem hætt hefur að drekka á íslandi, sparar þjóð- félaginu mikla peninga, miklu meiri en meðferðin hefur kostað. — Sem geðlæknir snerta mig þó mest hin mannlegu sjónarmið. Drykkjusýkin veldur ekki aðeins bæði andlegum og líkamlegum vítiskvölum hjá sjúklingnum sjálfum, heldur og öllum hans nánustu. — Ég hef verið fenginn til að byggja upp prógrammið okkar hér í Rheinbeck, en það tekur eitt ár. Freeport keypti Rheinbeck fyrir tveimur árum, og tíminn sem leið þar til við opnuðum var notaður til að endur- byggja staðinn. Umhverfið skiptir miklu máli i endurhæfingu sjúklinga okkar, þetta fólk er oft búið að tapa sjálfsvirðingunni og mikilvægt er að hjálpa því til að halda mannlegri reisn. Rheinbeck er síðasti liðurinn sem vantaði til þess að Freeport gæti sinnt öllum þáttum prógrammsins okkar. Veritas Villa er frábrugðin Rheinbeck að því leyti til, að þar er ekki um neina beina læknaþjónustu að ræða. Fólk dvelur þar í 1 til 2 mánuði eftir veru sína á Freeport og tekur þar þátt í AA fundum og umræðu- hópum, en þar starfa engir sérfræðingar. Þetta er mjög gott prógramm, en takmarkað. Hér starfa aftur á móti sérfræðingar eins og geðlæknir, sálfræðingur og félags- fræðingur, og við höfum t.d. sérhæft okkur í að hjálpa fólki með tvöfalt vandamál, Dr. Herzlln ásamt konu sinni, Normu. þ.e.a.s. það er háð bæði áfengi og lyfjum, en það verður æ algengara. íslenskir læknar ósparir á valíum — Er ég tók til að starfa að þessum málum, var það aftur á móti aðskilið. Nú nota flestir eitt eða fleiri lyf með áfenginu, það algengasta er valíum. Því miður virðast læknar á íslandi ósparir á valíum, en ég vildi óska, að þeir hættu því. Hér leggjum við ríka áherslu á að nota engin lyf, því það vinnur á móti því að fólk nái fullri heilsu. — Er við fáum nýjan sjúkling, byrjar félagsfræðingur á því að kynna honum húsreglurnar, útskýrir fyrir honum við hverju við búumst af honum og hvers hann geti vænst af okkur. Þannig komum við strax í veg fyrir allan misskilning. Prógrammið okkar er afar strangt, og þýðir ekkert að koma hingað með því hugarfari að slá slöku við. Starfs- fólk okkar leggur mikla vinnu í það að hjálpa hverjum sjúklingi, og við ætlumst til þess sama af honum. — Prógramm okkar hefst klukkan 6:50 á morgnana, og síðan er haldið áfram allan daginn. Fyrstu vikuna, sem fólk dvelur hjá okkur, tekur það þátt í sérprógrammi, svo nefndu undirstöðuprógrammi, því að það þýðir ekkert að setja það strax í hóp með lengra komnum. — Meira að segja hvíldartíminn er skipu- lagður, hér kemst enginn undan þvi að stunda einhverja íþrótt eða göngu 1 1/2 tíma á dag. Það er ekki síður mikilvægt að byggja upp líkamlega krafta. — Sjúklingurinn nýtur meðferðar bæði sem einstaklingur og í hópum, og við leggjum ríka áherslu á að greiða úr öllum 6 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.