Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 12
Það er langur vegur á milli kakó-trésins, sem súkkulaði er unnið úr, og þess konfekt- mola, sem við kynnum héi. Það er úr fræjum kakó-trésins, sem hægt er að vinna súkkulaði, og hefur það tíðkast frá örófi alda í Mið- og Suður-Ameríku. Var það gert á þann veg, að fræin voru bleytt upp í heitu vatni, sem siðan var kryddað með hinum ýmsu efnum og svo drukkið. Þótti þetta svaladrykkur frekar en næring. Svo merkilegar þóttu kakó-baunirnar, að Aztekarnir, sem frægir eru úr sögunni vegna einstæðrar menningar sinnar, notuðu þær sem gjaldmiðil ásamt með öðru. Til Evrópu kom baunir þessar ekki fyrr en Kólumbus sneri heim úr fjórðu Amerikuför sinni 1502. Hafði hann i pússi sínu nokkrar kakó-baunir, er skip hans náði landi á Spáni. Hófu nú Spðnverin’- kakódrykkju af miklu kappi, en breytiu drykknum töluvert með þvi að bæta iiaim með sykri, en það höfðu . Ameríkumenn aldrei gert. Næstu 100 ár breiddisi kakódrykkja lítið út í Evrópu, því Spán- verjar re’.’ndu að halda þessu leyndu. En það vai nú ckki hægt um alla eilífð, og árið 1657 opnaði fransmaður kakóverslun í London, og þar gal fólk keypt þessa undra- vöru á óheyrilega háu verði. Af því leiddi, að kakódrykkja varð munaður hinna betur stæðu. í London, Amsterdam og öðrum stórborgum Evrópu fóru nú að spretta upp veitingastofur, sem eingöngu seldu kakó. Súkkulaði var komið í tísku. Síðan þá hafa ýmsar breytingar orðið á súkkulaði, og sú merkilegasta varð um 1700, þegar Englendingum hugkvæmdist að blanda það með mjólk. Almenningsvara varð súkkulaði þó ekki fyrr en 1853, þegar Bretar felldu niður háa tolla, sem verið höfðu á kakóbaunum. En nú eru tímarnir aðrir, og meira að segja hér á íslandi, á hjara veraldar, er nú framleitt þetta dýrindis konfekt, 477 árum eftir að Kólumbus kom með baunirnar í pússi sinu frá Ameriku. Það skal tekið fram, að þetta eru fyrstu litmyndir, sem birtast á íslandi af fæðingu konfektmola. EJ VIKAN fylgist með fæðingu konfekt mola 1 Hér er kakóbaunum, kakósmjöri, undanrennu og smjöri hrœrt saman. 2 Blandan sett I risahrœrivól og hrœrt enn betur saman. í fyllingu timans er blandan lesdd úr þessum geymi í rörum upp á nœstu hœð fyrir ofan. 3 Á þeirri hœð fer súkkulaöið i nokkuö, sem kallað er vagga, og hefur það hlutverk að hakJa hrtastiginu réttu i blöndunni. 4 Þaðan fer það i skammtara, sem sprautar því i réttum hkitföllum i sérgerö form. 5 5 Formunum slegið við þannig aö nœgilegt holrúm myndist fyrir f yllingu, því þetta á að verða fylltur konfektmoli. 6 Áfyllingarefni i ýmsum litum. Gert úr sykri nœr eingöngu og bœtt með litarefnum. 7 Fyllt á molann . . . og nú er hann tilbúinn til að lokast. 8 Og enn einu sinni er súkkulaði sprautað, og hringurinn lokast. 9 Molarnir tilbúnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.