Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 16

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 16
BONEYAL Rétt fyrir áramót héldu Boney M tíu hljómleika í Moskvu — og var uppselt á þá alla. Engir vestrænir tónlistarmenn hafa leikið þetta eftir þeim. Það var bara eitt skilyrði, þau máttu ekki svnaia lagið um hann Rasputin ... — Þeir geta ekki bannað þetta, sagði einn af vestrænu blaðamönnunum, sem vildi endilega fá krassandi sögu fyrir blaðið sitt. — Hvað geta þeir gert, þó þið syngið Rasputin? En Frank Farian, umboðs- maður Boney M, yppti bara öxlum. Hann kærði sig ekki um að eyðileggja það góða samband, sem náðst hafði við rússnesk yfirvöld. Og það hafði orðið að samkomulagi, að hópurinn flytti aðeins þau lög, sem rússnesk yfirvöld legðu blessun sína yfir. Og Rasputin var ekki á meðal þeirra. Miðarnir á tónleika Boney M voru seldir á 200 rúblur, sem eru rúmlega meðalmánaðar- tekjur í Rússlandi, og farið var með gestina, meðlimi Boney M, Farian og 32 manna fylgdarlið eins og þau væru konunglegar persónur i opinberri heimsókn. Liz, Maizie, Marcia og Bobby komu, sáu og sigruðu... Á fyrstu hljómleikunum urðu þau þó rækilega vör við, að Rússar reka öðruvísi „show business” en Vesturlandabúar. Þegar einn af áheyrendum ætlaði að láta í ljós aðdáun sina með því að hlaupa upp á sviðið og kyssa þau, var hann tafarlaust gripinn af stórum og stæðilegum lögreglumönnum. Liz fór að gráta en var sagt að svona lagað þætti algjör óhæfa í rússneskum hljómleikasölum. Þau fengu þessu þó breytt, og síðari tónleikar urðu hreinasta gleðihátíð fyrir rússneska áheyr- endur, sem höfðu aldrei fyrr fengið að láta tilfinningar sínar þannig í ljós. Boney M þakkaði líka fyrir sig með því að koma fram á Rauða torginu í 25 stiga frosti og gera 90 mínútna skemmtiþátt fyrir rússneska sjónvarpið, sem síðan var sýndur á gamlárskvöldi. Rússneskir áheyrendur höfðu aldrei fyrr fengið að láta aðdáun sina i Ijósmeðþviað stökkva upp á s viðtö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.