Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 28
Vikan prófar léttu vínin
9. Miðjarðarhafshvítvín
Sendiherrar
Miðjarðarhafsins
ollu vonbrigðum
Grikkir blönduöu með vatni til
helminga
Ekki er alveg víst, að vagga vinræktar
hafi staðið við Miðjarðarhaf. Hitt er
öruggt. að þar varði vinræktin uppeldis-
árum sinum. Þurrt og hlýtt loft og
hrjðstrugur jarðvegur landanna við
Miðjarðarhafið skapar vínrækt sérlega
heppilegar aðstæður.
Grikkir l'undu vinræktina ekki upp,
en þeir voru fyrstu frægu víndrykkju-
rnenn heims. Jafnframt voru þeir fyrstu
hófsemdarmenn á Þvi sviði, þvi að þeir
blönduðu yfirleitt vinið til helminga með
vatni. Þeir, sem drukku það óblandað.
voru taldir fyllibyttur.
ótöluleg eru Ijóð og aðrar lofgerðir
Grikkja i garð léttra vina. Nútima-
mönnum finnst dálitið erfitt að skilja
hinar dásamlegu lýsingar, þvi að grisk
vin eru ekki hátt skrifuð um þessar
mundir. Verst þykir mönnum viðar-
kvoðan. sern Grikkir hafa vanið sig á að
blanda i vin.
Rómverjar voru bestu
víngerðarmennirnir
Rómverjar lærðu vínrækt og
vindrykkju af Grikkjum. Þeir endur-
bættu vinnuaðferðir og framleiddu mun
betra vin en Grikkir höfðu gert. Enn eru
til á söfnum vin frá rómverskum tima.
þótt þau séu ekki lengur drykkjarhæf
svogömul.
Ítalia og Spánn urðu fljótlega mestu
vínræktarlönd veraldar. í gæðavínum
héldu þau lengi forustunni. Það er fyrst
á síðari öldum. að svalari héruð hafa
farið framúr, Bordeaux. Búrgund.
Móseldalur og Rinarlönd.
Hin nyrðri vinsvæði skara frarnúr
sumpart vegna meiri aga og nákvæmni
við vinrækt og vingerð. Við Mið-
jarðarhafið eru menn rólegri i tíðinni.
Þar skortir brtxldinn, sem þarf til að
skara framúr. að minnsta kosti á þessu
sviði.
Miðjarðarhafsvin eru engu að siður
ágæt vin, sérstaklega i sumum héruðum
Spánar og ítaliu. Á siðustu áratugum
hafa orðið miklar framfarir i báðum
þessum löndum. Eftirlit og aðhald hefur
aukist, bæði af opinberri hálfu og af
hálfu vinræktarmanna og vingerðar
manna sjálfra.
Reyndust ekki frambærileg
nema ísköld
í Rikinu á íslandi eru seld sex hvitvin
frá löndum Miðjarðarhafsins. sem
annars eru kunnari fyrir rauðvin en
hvitvin. Þrjú þessara vina eru frá Spáni.
eitt frá ítaliu. eitt frá Kýpur og eitt frá
ísrael.
Það var með nokkurri eftirvæntingu.
að þessi vin voru tekin til gæðaprófunar
hjá Vikunni. Spönsku vinin eru frá
tveimur af frægustu vínsvæðum
landsins. Rioja og Penedes. og frá vel
kynntum framleiðcndum. Ítalska vinið
er frá kunnasta hvitvinssvæði landsins.
Soave.
Útkoman olli miklum vonbrigðum.
Vinin brugðust öll þeim vonum. sem við
þau voru bundnar. Þau voru ekki fram-
bærileg. þótt telja niegi flest þeirra
drykkjarhæf. ef þau eru nógu köld.
Karamellulykt
Rioja er fremsta vinræktarsvæði
Spánar. ef Jerez Isherryl er undan skilið.
Þetta svæði er ofarlega við ána Ebro.
sem rennur i Miðjarðarhafið nokkru
sunnan við borgina Barcelona. Dalurinn
liggur í góðu skjóli Pyreneafjalla og
Kantabriufjalla.
Vingerð er i Rioja undir sterkum
frönskum áhrifum. enda er svæðið
kallað Bordeaux og Búrgund Spánar.
Bestu vínin eru rauð og bestu hvitvinin
eru þurr. Hvitvinin eldast nokkuð fljótt.
kannski of fljótt fyrir íslenskan markað.
Fulltrúi Rioja i Rikinu er Brillante.
árgangur 1975 frá Bilbainas. Það hefur
upprunastimpil spánska rikisins, sem á
að vera tóluverð trygging. En óncitan-
lega er vinið orðið þriggja ára um þessar
mundir.
í gæðaprófun Vikunnar korn i Ijós, að
þetta var mjög sætt vin, nánast eins og
sykurvatn á bragðið. Lyktin var ekki
góð. eins konar sætulykt eða karamellu-
lykt, sem versnaði. þegar vínið nálgaðist
stofuhita. Mestur hluti innihaldsins fór i
vaskinn.
Brillante hlaut 3 i einkunn. falleink-
unn. Það er litil einkunn. þótt vinið kosti
ekki mikið á mælikvarða Rikisins.
1.700 krónur flaskan.
Athyglisvert er. að árgangurinn 1974
fékk örlitlu hærri einkunn i annarri
prófun i mai á siðasta ári. Þá var
einkunnin 4. svo að tegundinni virðist
hafa farið aftur með nýjuni árgangi.
Minnti á terpentinu
Næst Rioja i virðingu á Spáni kemur
héraðið Penedes vestan við borgina
Barcelona. Eins og Rioja er það einkum
rauðvinsland, en gefur þó af sér ágæt
hvitvin. Fyrirtækið Torres er einn
virtasti vinframleiðandi svæðisins.
Það er einmitt Torres. sem selur
hingað hvitvinin tvö frá Penedes. Torres
Medium og Vina Sol. Þetta eru að visu
ekki glansnúmer fyrirtækisins og hafa
UNDARLEG ATVIK
svo: Þetta var hár og grannur karlmaður,_
toginleitur, veiklulegur i útliti á ljósgráum
fötum. Taldi hún hann að einhverju
tengdan læknisfjölskyldu sem búið hafði í
þessari sömu íbúð á undan þeim. Elínborgu
fannst hann stöðugt vera að leita að
einhverjum.
Einn daginn þegar hún var frammi í
eldhúsi kom stúlkan hennar inn og segir:
„Það er einhver kominn.”
„Kominn?”
„Já, ég rakst á mann á ganginum. Hann
hlýtur að vera ykkur nákunnugur, því
hann gekk rakleitt inn í dagstofuna. En
hann var ekki hupplegri en það, að hanm
bauð hvorki góðan dag né gott kvöld.
Aðspurð hvernig hann hefði verið útlits,
svaraði stúlkan:
„Æi, ég veit ekki, mér varð hálfbylt við.
Ég sá þó að hann var í ljósgráum fötum. En
mér fannst hann eitthvað skrítinn. Það var
eins og hann sæi mig ekki.”
Elínborg þóttist vita, að þetta væri
maðurinn sem hún hafði svo oft séð, en
hann væri vansæll og enn svo jarðbundinn
að hann fyndi ekki veginn. Hún bað því
daglega fyrir honum. Henni virðist hafa
orðið eitthvað ágengt, því hann hvarf eftir
fáar vikur. En enginn á heimilinu varð
hans var né sá hann nema Elínborg og
stúlkan hennar.
Tveim árum síðar var Elínborg stödd hjá
miðli í Reykjavík. í gegnum miðilinn kom
vera, sem talaði erlenda tungu. Nafn Elín-
borgar var nefnt skýrt og greinilega, en þó
með útlendum hreim. Því næst komu
þakkir fyrir hjálp sem hún hafði veitt
erlendum manni, sem látist hefði hér á
landi. Á eftir kom stjórnandi miðilsins fram
og sagði hver hann var, sem talaði við Elín-
borgu og endurtók, að hann væri henni
afar þakklátur.
Stjórnandinn sagði, að læknirinn sem
hefði stundað hann, hefði átt heima í
íbúðinni, sem þau Elínborg bjuggu í og
hinn látni hefði verið óánægður við
lækninn. Það hafði einhvern veginn farið
framhjá honum, þegar hann flutti og hann
hefði því stöðugt verið að leita að honurn í
íbúðinni, en hvergi fundið hann. Að
síðustu var Elínborgu sagt, að honum liði
nú vel, hann hefði áttað sig og langaði ekki
afturtil jarðarinnar.
Lítill vafi er á því, að Elínborg hefur
hálpað honum til að rata leiðar sinnar eftir
dauðann með bænum sínum, skilningi og
góðvild. Endir
28 Vikan 9. tbl.