Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 38
Smásaga eftir Auði Haralds Ég heiti Elinóra Ebenesersdóttir, og ég safna postulínshundum. . Lénharður fœrðist allur í aukana aftur, bauð mér í kaffi og bollur og bílferð og bíó og sagði, að ég hefði fallega rödd, svona stig af stigi. Þegar hann af nœmleika skynjaði í gegnum símann, að ég var falleg kona, benti ég honum á að fá sér aukavinnu á kosningaskrifstofu og kvaddi. Þessi ibúð var svo þröng, að ég varð alltaf að fara að heiman, ef ég kvefaðist. Ef ég saug upp i nefið, sugust gardínurnar upp í nasirnar á mér, og ef ég snýtti mér, brotnuðu aldrei færri en þrjár rúður. Við kúldruðumst þarna, börnin mín þrjú og ég, á þessum fáu fermetrum og einkalíf var hugtak, sem ekkert okkar skildi. Dag einn greip einstaklingshyggjan um sig eins og bráðapest og áður en sagt yrði Konstantínópel vildu allir fá sérherbergi. En hvernig sem maður hagræðir stærðfræðilegum staðreyndum, þá er ómögulegt að skipta þannig tveggja herbergja íbúð, að fjórar manneskjur fái hver sitt herbergi. Við ákváðum að selja kofaræksnið og kaupa risastóra íbúð. Þrátt fyrir hina síðustu og verstu tima, sem alltaf eru verri en þeir á undan, en verða seinna öllum á óvart hinir góðu gömlu dagar, tók aðeins tvær vikur að selja íbúðina. Mér fannst ég hafa unnið stríðið, átti að vísu eftir að kaupa so sim eins og eina íbúð, en það hlaut nú að vera minnsti vandinn. Ég skipulagi lokaorrustuna vandlega. Sótti nokkra renninga úr hirslum barnanna, en lögun þeirra þótti mér sérlega heppileg til verksins. Tók mér penna í hönd, fletti sundur Mogganum og byrjaði að merkja við hverja mögu- lega íbúð. Reit síðan nafn fasteigna- sölunnar á renninginn og símanúmer ásamt mögulegu áhugaefni. Til vonar og vara setti ég þar fyrir neðan afganginn af auglýsandi fasteignasölum. Og hafði þarna á blaði 32 sístarfandi ötula fasteignasala, sem myndu, áður en klukkan slægi sex, vera búnir að koma mér undir þak. Sendi svo börnin út að grafa niður til kínverjanna, kom öskubakka, sigarettum, tebolla, renni- ingum, penna og mér fyrir við símann og hóf leitina. Tók fram fáguðust símaröddina mína, sneri skifunniogbeið: „Almúgafasteignasalan." „Góðan dag, ég heiti Auður Haralds og langar að spyrjast fyrir um íbúðina, sem þér eruð að auglýsa á Vestur- götunni.” Það brast i honum eins og fúinni fjöl. „Kva saðiru að nabbnið væri?” Ég endurtók það. „Jaaá. Og hvað heitir bóndi þinn og hvaðgerir hann?” Nú já. Afturhaldsseggur. „Ég á engan mann.” „Ha?” Mátti vart milli greina, hvort hann var heyrnartregur eða heilatregur. „Nú, þá þýðir ekkert fyrir þig að vera að hugsa um þessa íbúð, hún er alltof stórfyrir þig." „Nei, það er hún ekki, mig vantar einmitt fimm herbergja íbúð.” „Hvað ætlar þú að gera við fimm herbergja íbúð?” Hja, hvað skyldi maður almennt gera við íbúðir? Ég sagði honum það. „Búa i henni.” „Hún er alltof stór fyrir þig, ég er hér með tveggja herbergja kjallaraíbúð í Norðurmýrinni, sem er ágæt fyrir þig." Hann brakaði út úr sér þessum upplýsingum um hvað væri mér hollt og hvað ekki með fúlum fúabrestum. Mér leiðist fólk, sem segir mér, hvað hentar méroghvað ekki. „Ég hef ekki áhuga á því, mig vantar fimm herbergja íbúð.” Kannski seig það inn á þessar fjórar starfandi frumur í kallinum, að mér var alvara með þessi fimm herbergi. Hann mælti barmafullur af tortryggni: „Nú, þú átt kannski börn?” Rétt eins og hann væri að segja: Þér eruð kannski með lús? „Já.égáþrjúbörn.” Enn með þessari varúð: „Þú ert þá fráskilin.” „Nei, ég er ekki fráskilin.” „Nú," og röddin rauk upp um tvær áttundir, „þú ert þá ekkja.” „Nei, ég er ekki ekkja." Löng þögn. Hafi hann verið tortrygginn fyrir, þá var það nú sem hann liti dyr helvitis upp á gátt við nefið ásér. „Hvernig stendur þá á þvi, að þú átt þrjú börn?" Ef móðir hans hafði aldrei sagt honum frá staðreyndum lífsins, þá var ég ekki komin til að grafa undan uppeldi hennar. „Ég bara á þau.” „Og aldrei verið gift?” Tónninn sagði, að hann hefði endanlega fyrirhitt þjóðfélagsóvin nr. 1. En nú þótti mér nóg komið. Hann vissi allt um mig og ég vissi ekkert um íbúðina á Vesturgötunni. Ég hætti að nota fágaða tóninn og beitti í staðinn hörkunni ellefu: „Nei. Aftur á móti hringdi ég til að athuga með íbúð, en hún er kannski ekki til sölu?” Kall varð allt i einu hræddur um að missa eina viðskiptavininn, sem hafði þrælast i gegnum þriðju gráðuna hjá honum og var samt enn að leita að ibúð. Hann lánaði mér í snarhasti sölumann- inn vestur i bæ. Ég skikkaði börnin til að grafa dýpra og þaut á staðinn. Hvílik dýrð. Timburhús, eitt af þessum gömlu góðu, svo gamalt og gott, að það mátti byrja á því að setja teygju utan um það til að halda því saman. Sölumaðurinn opnaði dyrnar með tilþrifum og ég tók eftir, að húnninn var nokkuð heillegur. Hann veifaði mér inn eins og hann stæði í dyrum Bessastaða og ég fetaði mig varlega inn á fjalirnar. 1 stríðinu við kallinn hafði ég gleymt að spyrja, hvað þessi spýtnahrúga ætti að kosta, ef þeim tækist að selja hana og skátarnir yrðu því af henni á gamlárs- kvöld. Sölumaðurinn reyndist ekki hafa hugmynd um það og engan áhuga heldur. Hann gekk á hæla mér um ibúðina og lafði yfir mig. „Gólfin eru illa farin," s^gði ég. „Þú átt þrjú börn,” svaraði hann. „Er ekkert ljós í þessu herbergi?” spurði ég. „Og þú hefur ekki verið gift?” svaraði hann. „Hvemig er með ljósið hér?” Hann gaf skít í Ijósið, svo ég þreifaði eins og Frjádagur með fótunum á gófinu og fann, að dúkurinn var rausnarlega götóttur. Ég skáskaut mér fram hjá honum inn i stofuna, þar sem striginn lafði niður úr loftinu með stöku rifu til að rjúfa tilbreytingarleysið. „Hvernig fer maður að því að eiga þrjú börn, án þess að hafa verið giftur?” Ekki það að það kæmi honum við, en ég hvæsti á hann: „Það er eins og í auglýsingunni um munnskolið, einu sinni á morgnana er nóg.” Hann var hrifinn af þessum. Sleikti út um og spurði: „Hvað á að gera í kvöld?” Það var greinilegt, að hann var sjálf- boðaliði, ef mig vantaði tómstundaiðju. Með vömbina slútandi yfir buxna- strenginn, smjörlíki i hárinu, háls eins og 1000 ára handrit, slefblaut munnvik, hann var verulega kjarkaður. „Vinna,” hvæsti ég og sagðist ekki vilja sjá þennan fúahjall. Rauk á dyr og gekk þeim úr greipum niður Vestur- götuna í mjög svo örgu skapi. Heim komin hafði ég enn tima til að hringja i nokkra til viðbótar, svo ég fékk mér heitt te og hóf húsnæðisleitina á ný. „Afhýsi og hanabjálkar." „Góðan dag, ég heiti Auður Haralds og langaði að spyrjast fyrir um íbúðina, sem þið eruð að auglýsa ...” „Já, hana. Hvað var nafnið?" Af þrautseigju og þolinmæði kynnti égmig aftur. „Já, og hvað heitir maðurinn þinn?” „Égáengan mann.” Þögn. Síðan: „Þetta er fimm 38 Vlkan 9- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.