Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 19
SERSTÆÐ KVIKMYIUD - FRÁBÆR LEIKUR Kvikmyndin „The Turning Point" hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna frábærs leiks tveggja mikilhæfra leikara í aðalhlut verkunum, þeirra Shirley MacLaine og Anne Bancroft. Þær leika Deedee og Emmu, sem eru vinkonur og keppinautar á ballettsviðinu sem ungar stúlkur, en leiðir þeirra skilja, þegar önnur fórnar framavonum fyrir fjölskyldulífið, en hin velur grýtta braut frægðar og frama. Þær hittast mörgum árum síðar, og uppgjör er óhjákvæmilegt. Leslie Browne og Mikhail Baryshnikov leika einnig stór hlutverk í myndinni, en stjórnin er í höndum Herberts Ross. Hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Arthur Laurents, en sá síðarnefndi skrifaði söguna, sem hér birtist undir nafninu „Á krossgötum" í þýðingu Halldóru Viktors- dóttur. Kvikmyndin verður væntanlega sýnd í Nýja Bíói síðar á árinu. Þýð.: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnandi: Herbert Ross vinkonu þegar við verðum báðar teknar inn i flokkinn.” „Þú áttir ekki neina vini þegar þú byrjaðir með þessum hóp hérna. En núna eru alltaf allir inni hjá þér.” Það sem kom Deedee mest á óvart var ekki að Emma hafði ekkert skopskyn. heldur að hún hafði enga hæfileika til að eignast vini. Þó var greinilegt að hún sóttist eftir vináttu annarra, en líka eins greinilegt að eitthvað hélt aftur af henni. En hún var ekki sú eina sem þannig var ástatt um. Fólk laðaðist að Deedee vegna þess hve hrein og bein hún var og hún vissi að vegna hrein- skilni sinnar var hún oft álitin heldur einföld. En hún hlustaði á vandamál annarra og var fegin félagsskapnum, en það besta af sér geymdi hún handa sér- stökum vinum. „Ég meina bestu-vinkonu, Emma, svona eins og við áttum heima.” Emma kinkaði kolli, en hennar besta og raunar eina vinkona var mamma hennar. Það liðu margir mánuðir áður en hún gat sagt Deedee frá þessu. „Hún er tónlistarkennari i gagn- fraeðaskóla. Pabbi var alltaf að slökkva á plötuspilaranum. Þegar fyrirtækið flutti hann til Scranton. sagðist hún ekki geta farið með vegna vinnu sinnar og ballett- tima minna. Svo hann fór einn. Ég held að hann hafi verið feginn. Ég veit að hún var það...og sennilega hef ég verið það lika.” „Jesús! Það er engin furða þó þú getir einbeitt þér,” sagði Deedee. Heima hjá okkur i Dayton var aldrei hægt að heyra í plötuspilaranum þvi það voru svo margir krakkar hlaupandi æpandi út og inn. Ég á þrjá bræður og það var pabbi sem sendi mig i ballettskóla. Hann var svo hræddur um að ég yrði likari strák en stelpu.” Hún rétti úr sér i sætinu. „Veistu að ég hef aldrei sagt neinum þetta.” „Hvers vegna ekki?” „Af því ég er það!” Deedee hló og þá brosti Emma. Það er auðveldara að fá vináttu til að þróast en skopskyn. Þegar þær voru tuttugu og tveggja ára voru þær búnar að vera með American Ballet i fjögur ár. Þær höfðu dansað saman i hóphlutverkum, þær urðu báðar sólódansarar í einu og þær bjuggu alltaf saman — en þær höfðu Framhaldssaga Fyrsti hluti aldrei rifist. Ekki einu sinni á öllum þeim löngu ferðalögum þegar ferðast var með sýningar á milli staða, ferðast með yfirfullum rútum og sjaldnast staldrað við meira en einn sólarhring á hverjum stað. Yfirleitt þurftu þau þá að dansa á hörðum gólfum í daunillum leikfimi- sölum og sofa scm „laumugestir” á lélegum hótelum. Það að vera „laumugestur” var tilraun til þess að drýgja léleg laun þeirra. Þá sváfu þau fjögur, fimm eða jafnvel fleiri i tveggja manna herbergi. Stúlkurnar tvær skrifuðu sig venjulega inn á hótelið og báru með sér ógrynnin öll af ferða- töskum, sem auðvitað tilheyrðu lika „laumugestunum”. Kynferði gestanna skipti engu máli, ekki einu sinni fyrir Emmu. Michael var oftast einn þeirra, jafnvel eftir þær góðu móttökur sem fyrsti ballettinn hans hlaut. Kvöld eitt i lok sýningaferðanna voru þau stödd i Milwaukee I miklum kulda. Þá datt upp úr Deedee að Wayne Rogers ætlaði að vera laumugestur hjá þeim um nóttina. Hún reyndi að segja þetta eins kæruleysislega og hún gat — Wayne var eftirsóttur af öllum i hópnum, sama hvort kynið var — en andlit hennar varð næstum eins rautt og hár hennar, freknurnar komu í Ijós, og fagurblá augu hennar urðu jafnvel enn blárri. Emma Ijómaði. Grunsemdir hennar voru þá á rökum reistar. „Svo það er þess vegna sem þú hefur hjálpað honum svona mikið á æfingum.” „Hvað ert þú að gefa i skyn? Hann er alveg mátulega hár til að dansa á móti mér. Og hann er lika svo sterkur.” „O, þið takið ykkur mjög vel út saman.” Deedee andvarpaði. „Hann er svo dá- samlegur, hvernig er hægt annað en taka sig vel út við hlið hans?” „Hann lítur betur út með þér en án.” „Heyrðu mig nú! Wayne hefur geysilega hæfileika. Er það ekki, Michael?” Michael kveikti i sigarettu fyrir Emmu. „Hann er ákaflega aðlaðandi persónuleiki.” „En hann hefur hæfileika,” sagði Deedee ákveðin. „Og er það ekki meira virði í þessu sambandi en að vera aðlaðandi?” „En hann hefur ekki viljann,” sagði Michael. „Og ef þig skortir vilja, þá veit ég ekki hvort það skiptir svo miklu máli hvort þú hefur hæfileika.” „En ég hef viljann!” hrópaði Deedce. „Og Emma og þú, og við erum aðlaðandi, ekki satt?” Herbergið er hátt undir loft og veggirnir þaktir speglum. Ballettinn sem þau eru að æfa er byggður á sögunni Anna Karenina. „Ó, je minn góður!” hrópaði Deedee þegar Emma sagði henni þetta. „Nú verðum við áreiðanlega látin lesa þessa blessaða bók.” Þær lásu sjaldnast svo mikið sem dag- blöðin, þvi allur tími þeirra fór i kennslustundir, æfingar og sýningar. Þess á milli hvildu þær sig. Þær borðuðu litið en drukku mikið eftir sýningar. Það var sama hve seint þær komu heim og hvernig þær voru á sig komnar, þær gleymdu ekki að þvo sokkabuxurnar og stundum hárið. Á þessum annatímum var frekar að þær þyrftu að fá það við og við heldur en að sökkva sér I bókalestur. Árið áður hafði sá orðrómur komist á kreik að Anthony Tudor ætlaði að semja ballett fyrir flokkinn byggðan á Proust. Deedee komst fram úr fyrstu linunum og barmaði sér mikið og Emmu gekk litlu skár. „Og til hvers líka,” sagði Deedee. „Tudor hætti við allt saman. Michael, ertu búinn að ákveða þig?” „Svona hér um bil.” Hann nuddaði á sér nefið. „Mig langar til að reyna ykkur báðar sem Önnu.” „Báðar?” hrópuðu þær. „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvernig ég vil hafa hana.” Hann hallaði sér upp að slánni fyrir framan speglana, hann er enn ekki viss og samt hvílir allur þungi ballettsins á þessu hlutverki. Sagan er byggð á smá sögubrotum, myndum sem líða um huga Önnu síðustu mínúturnar áður en hún kastar sér fyrir jámbrautarlest. Hún fer aldrei af sviðinu og því reynir Michael lika að komast að þvi hvor hafi meira úthald, Emma eða Deedee. Hann reynir að sjá hvar hann þurfti að breyta til, hvar hann geti veitt þeim svolitla hvild, án þess að slaka á spennunni. Fyrir Michael er þetta krefj andi erfiðisvinna. Hann vinnur hægt, hann er alltof efins um getu sina, getu dansaranna og jafnvel um tónlistina. Stúlkurnar í speglinum voru báðar I gömlum, mjúkum táskóm, drapplit- uðum æfingabúningum og með legghlífar. Þær Ijúka báðar æfingunni með tvöföldum snúning og bera báðar aðra höndina upp að hárinu. Þetta eru nákvæmlega þær hreyfingar sem Michael hefur fyrirskipað en samt eru þær báðar mismunandi „Önnur”. Michael finnst hann allt í einu geta séð fyrir sér framtið þessara stúlkna sem hann veröur brátt að velja á milli: Deedee verður fórnarlamb þjóðfélags og karlmanna I túlkun sinni á Önnu en Emma fórnarlamb takmarkalausra ástriðna. verði hún Anna. Hann dregur i efa hvort þjóðfélagsádeila eigi heima i — -------------------------------------------------------------------------------------------------- 9. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.